Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Side 204
hver íslendingur 15 ára og eldri 86 lítra á árinu 2003. Það er
3,2% aukning frá árinu á undan. Sala léttra vína og bjórs eykst
stöðugt, en sala á sterkum drykkjum minnkar. Að magni til var
langmest selt af bjór eða 52,0%, léttvín 27,0% og sterk vín
21,0%.
Árnamálið. Dómur í máli Ama Johnsens féll í Hæstarétti 6.
febrúar. Refsing var þyngd úr 15 mánaða fangelsi í 24. Sakfellt
var fyrir fjögur atriði til viðbótar við þau, sem sakfellt hafði
verið fyrir í undirrétti.
Bankarán. 1. apríl réðst grímuklæddur maður, vopnaður
búrhnífí, inn í Sparisjóð Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg.
Hann stökk inn í gjaldkerastúku og hafði á brott með sér á aðra
milljón króna. Maðurinn var handtekinn nokkrum dögum
seinna. - 16. maí ruddist ungur maður inn í mannlausa gjald-
kerastúku í Sparisjóði Kópavogs við Hlíðarsmára og hafði á
brott með sér um 900.000 krónur. Hann gaf sig fram, eftir að
birtar höfðu verið af honum myndir úr öryggismyndavél. - 5.
júní réðst maður inn í Landsbankann í Grindavík og hafði á brott
með sér um 900.000 krónur. Hann náðist strax og reyndist hinn
sami sem rændi Sparisjóð Hafnarfjarðar fyrr á árinu. Ræningi
þessi var síðar á árinu dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi
fyrir tvö bankarán. - 29. ágúst fór maður inn í gjaldkerastúku í
Islandsbanka á Seltjamamesi og hirti þar 100.000 krónur. Hann
fór síðan út og ætlaði með strætó í bæinn, en var tekinn, enda
lögreglustöð í sama húsi og bankinn. - Eina bankaránið á árinu,
sem ekki var upplýst í árslok, var framið í Islandsbanka í
Lóuhólum 18. september. Það framdi maður, sem stökk yfir
gjaldkeraborð og hrifsaði til sín peninga. Ekki hefur verið gefið
upp, hversu miklu hann náði. -1 nóvember og desember ruddust
lambhúshettumenn inn í þrjár peningastofnanir, Sparisjóð Hafn-
arfjarðar, Búnaðarbankann við Vesturgötu og Landsbankann við
Gullinbrú. Þeir náðust allir fljótlega.
Baugur. Fyrirtækið keypti í júlí meira hlutafé í leikfangabúð-
um Hamleys toys í Bretlandi og átti eftir það 82,3% í þessu fyrir-
tæki. Baugur tók hins vegar ákvörðun um að selja 214 af 330
verslunum sínum í Bandaríkjunum.
Blöð og tímarit. Fram kom í skoðanakönnun í mars, að Morg-
(202)