Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Síða 205
unblaðið væri ekki lengur mest lesna blað á íslandi. Fréttablað-
ið hefði tekið við því hlutverki. i desember mældist meðallestur
Fréttablaðsins 65,1%, Morgunblaðsins 52,8% og DV 14,9%. - í
lok apríl var upplýst, að eigendur Fréttablaðsins væru Jóhannes
Jónsson, Jón Asgeir Jóhannesson, Ingibjörg Pálmadóttir, Arni
Hauksson og Gunnar Smári Egilsson. - Sigmundur Ernir
Rúnarsson lét af starfi ritstjóra við DV í byrjun júlí. - Hinn 13.
júlí byrjaði Fréttablaðið að koma út á sunnudögum. - 16.
nóvember hóf nýtt tímarit göngu sína með Morgunblaðinu á
sunnudögum.
Útgáfufélag DV var lýst gjaldþrota 4. nóvember og kom
síðasta tölublað á vegum þess út 5. nóvember. Hömlur hf., sem
er dótturfyrirtæki Landsbankans, keypti þrotabúið, enda bankinn
helsti kröfuhafinn. Fyrirtækið Frétt ehf. sem var útgefandi að
Fréttablaðinu keypti síðan DV, og það byrjaði að koma út aftur
14. nóvember. Ritstjórar þess voru lllugi Jökulsson og Mikael
Torfason, en fréttastjórar Kristján Guy Burgess og Kristinn
Hrafnsson.
Deilt um drauga. Karl Sigurbjörnsson biskup gagnrýndi í stól-
ræðu, sem hann flutti á Stokkseyri, allt tal um drauga. Hann taldi
draugagang aðeins vera inni í höfðinu á þeim, sem þykjast
upplifa drauga. A Stokkseyri var draugasafn opnað 7. nóvember,
og blessaði Sigurður Sigurðarson vígslubiskup það.
Deilt um lagakennslu. I febrúar kom fram ósk Háskólans í
Reykjavík um lagabreytingu, sem veitti kandídötum frá skólan-
um rétt til þess að verða málaflutningsmenn. Lagadeild Háskóla
íslands lagðist gegn þessu og náði það ekki fram að ganga að
sinni.
Deilur um hœstaréttardómara. Björn Bjamason dómsmála-
ráðherra skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara frá 1.
september. Gekk ráðherrann á móti vilja Hæstaréttar, sem gaf út
álit þess efnis, að Ragnar H. Hall og Eiríkur Tómasson væru
heppilegustu umsækjendurnir. Þeir kvörtuðu yfir embættisveit-
ingunni til umboðsmanns Alþingis. Einn umsækjendanna, Hjör-
dís Hákonardóttir, kærði hana til Jafnréttisráðs. Dómsmálaráð-
herra rökstuddi niðurstöðu sína með þvf, að Ólafur Börkur hefði
sérþekkingu á Evrópurétti og á henni þyrfti Hæstiréttur að halda.
(203)