Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Síða 206
Edcla útgáfa. Fyrirtækið færði enn út kvíarnar í febrúar. Þá var
tilkynnt, að Edda hefði fest kaup á bókaútgáfunni Iðunni. Selj-
andi var Fróði ehf., en Iðunn var stofnuð af Valdimar Jóhanns-
syni árið 1945. - I maí var tilkynnt, að Tímarit Máls og Menn-
ingar (TMM síðast) yrði lagt niður. Það hafði komið út í 64 ár.
Askrifendur að því undir lokin voru um 1.200. I sama mánuði
var 18 starfsmönnum sagt upp störfum hjá Eddu útgáfu.
Eignir Jóns Ólafssonar seldar. Hinn 15. nóvember var greint
frá því, að Jón Asgeir Jóhannesson og Kaupþing Búnaðarbanki
hefðu keypt eignir Jóns Olafssonar á Islandi. Um var að ræða
fasteignir, lóðir, hluti í Norðurljósum o.fl.
Eimskip. Hinn 12. september keypti Samson Global Holdings
Ltd. 7,0% hlut í Eimskipafélagi Islands. Seljandi var Lífeyris-
sjóðurinn Bankastræti 7. Þar með hófst slagur um yfirráð yfir
þessu „óskabarni þjóðarinnar“. Það var Björgólfur Guðmunds-
son og félagar hans sem náðu tökum á félaginu. 9. október var
ný stjórn kosin á hluthafafundi og varð Magnús Gunnarsson
formaður hennar. Nýja stjórnin stefndi að því að skipta félaginu
upp og selja útgerðarþáttinn Brim.
Einkavœðing bankanna. Hinn 16. janúar var gerður kaup-
samningur um sölu Búnaðarbanka íslands. Kaupendur voru
svokallaður S-hópur með 45,8% hlut, þýski einkabankinn Hauck
& Aufháuser með 35,6%, Ker með 35,2%, VIS með 13,1% og
Samvinnulífeyrissjóðurinn og eignarhaldsfélagið Samvinnu-
tryggingar með 16,1%. - Hinn 12. apríl var síðan tilkynnt, að
Búnaðarbankinn og Kaupþing hefðu ákveðið að sameinast.
Kaupþing lagði fram 51,77% hlutafjár í nýja fyrirtækinu en
Búnaðarbankinn 48,23%. Hlutaféð var alls 4.155.000.000 króna.
Endalok OZ. Hugbúnaðarfyrirtækið OZ Communications Inc.
var selt Landsbankanum upp í skuldir, en síðan lagt niður.
Almennir hluthafar fengu ekkert fyrir hluti sína. Fyrirtækið hóf
starfsemi sína 1990 og var um tíma leiðandi í hugbúnaðartækni.
Það hafði mikið samstarf við Ericson í Svíþjóð og var um tíma
metið á 11 milljarða króna.
Evrópusambandið. I janúar var birt skýrsla frá Deloitte &
Touche um kostnað við hugsanlega inngöngu Islendinga í
Evrópusambandið. Var verkið unnið að tilstuðlan Halldórs
(204)