Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Side 208
Ásgrímssonar utanríkisráðherra. í skýrslunni kom fram, að
beinn kostnaður Islendinga yrði 8,2 milljarðar króna, en við
fengjum til baka um 4,0 milljarða. Davíð Oddsson taldi lítið að
marka þessa skýrslu. - 9. apríl var gert samkomulag við Evrópu-
sambandið um greiðslu á 500 milljónum króna í Þróunarsjóð
ESB.
Fegurðardrottning. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir úr Kefla-
vík var kjörin ungfrú Island 2003.
Fiskidagurinn á Dalvík. Hinn 10. ágúst héldu Dalvíkingar
svonefndan fiskidag. Þá gáfu þeir 22.000 gestum urn 70.000
matarskammta. Veður var hið fegursta, 24 stiga hiti og sólskin.
Fjárdráttur hjá Símanum. I lok apríl komst upp um fjárdrátt
hjá Landssímanum. Reyndist fjárdrátturinn hinn mesti í íslands-
sögu, nam alls um 260 milljónum króna og hafði staðið yfir frá
árinu 1999. Aðalsökudólgurinn var Sveinbjörn Kristjánsson,
aðalgjaldkeri Landssímans, og var hann hnepptur í gæsluvarð-
hald ásamt tveimur þekktum athafnamönnum, sem fengið höfðu
fé hjá Sveinbirni. Þessir tveir voru Árni Þór Vigfússon og Krist-
ján Ragnar Kristjánsson, bróðir Sveinbjarnar. Tvímenningarnir
höfðu m.a. rekið sjónvarpsstöðina Skjá 1.
Fornminjar. Fornleifarannsóknir voru áfram mjög miklar í
landinu og mátti þakka það framlögum úr Kristnihátíðarsjóði.
Unnið var á biskupssetrunum gömlu, Hólum og Skálholti, á
Skriðuklaustri, Gásum, í Reykholti og víðar. Þá voru gerðar jarð-
sjárrannsóknir á landnámsskála við Kirkjuvogskirkju. Bjarni F.
Einarsson vann að því verki. - Kuml úr heiðni og kirkjugarður
úr frumkristni fundust í landi Keldudals í Hegranesi. - Að lokn-
um frekari rannsóknum kom í ljós að skálinn forni við Aðal-
stræti er frá árunum 925-975. Þá fannst eins konar fordyri við
skálann.
Frægir gestir. Diana Krall, kanadísk djasssöngkona, kom til
Islands í ágúst og hélt tónleika. - Portúgalski Nóbelsverðlauna-
hafinn José Saramango kom á bókmenntahátíð og flutti þar setn-
ingarræðu 7. september. - Sir David Attenborough heimilda-
myndagerðarmaður heimsótti Island í nóvember í tilefni af
útkomu bókarinnar Heims spendýranna. - Söngkonan Kiri Te
Kanawa kom til Islands og söng í Háskólabíói 15. nóvember.
(206)