Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Blaðsíða 209
Hannes og HKL. 26. september kom fram, að erfingjar Hall-
dórs Kiljans Laxness hefðu takmarkað aðgang að bréfasafni
skáldsins í Þjóðarbókhlöðu. Aðeins Halldór Guðmundsson
útgáfustjóri og Helga Kress prófessor mættu skoða það. Hannes
Hólmsteinn Gissurarson prófessor, sem vann þá að riti um Hall-
dór, taldi þessu beint gegn sér. - Viku fyrir jól hófst upp mikil
gagnrýni á rit Hannesar Hólmsteins um Halldór Laxness. Tveir
ritdómarar, Páll Baldvin Baldvinsson og Gauti Kristmannsson,
bentu á, að farið væri frjálslega með texta Nóbelsskáldsins úr
skáldævisögum hans. Þá ritaði Helga Kress prófessor umsögn í
Lesbók Morgunblaðsins 27. desember, þar sem bent var á hið
sama og einnig greint frá því, að Hannes hafi tekið ntikið úr
ritum Peters Hallbergs án þess að geta heimilda með fullnægj-
andi hætti. Hannes vísaði allri þessari gagnrýni á bug.
Hans Hals safnið. Þjóðskjalasafn tók í janúar við frímerkja-
safni, sem kennt er við Svíann Hans Hals. Það er verðmætasta
safn íslenskra frímerkja, sem til er. Póstmálastjórnin keypti það
árið 1946 og kostaði það þá svipað og einn Svíþjóðarbátur.
Hú laun. I febrúar var upplýst, að Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings banka hf., hefði haft 70 milljónir króna í laun árið
2002. Þar af voru 58 milljónir í kaupauka vegna afkomutenging-
ar. Laun fimm bankastjóra viðskiptabankanna á árinu 2003
námu alls 174 milljónum króna. - 1 nóvember var tilkynnt, að
Sigurður Einarsson, sem þá var orðinn stjómarformaður Kaup-
þings Búnaðarbanka, og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri bank-
ans hefðu samið um kauprétt á hlutabréfum í fyrirtækinu á mjög
hagstæðu verði. Mátti búast við að þetta skilaði þeim félögum
hundruðum milljóna króna. Viðskiptaráðherra og forsætisráð-
herra gagnrýndu þennan kauprétt harðlega og tók forsætisráð-
herra peninga sína, 400.000 kr., úl úr Búnaðarbankanum í
mótmælaskyni. Svo fór, að Sigurður og Hreiðar Már féllu frá
samningum sínum um kauprétt.
Hœstiréttur. Uppkveðnir dómar í Hæstarétti á árinu voru 440
(489 árið áður). Fækkunin stafar af færri innkomnum opinberum
málum. Af 260 munnlega fluttum málum var aðeins eitt flutt
fyrir sjö dómurum, 85 fyrir fimrn dómurum og 174 fyrir þremur
dómurum. Níu sinnum skiluðu dómarar sératkvæði. Hæstarétti
(207)