Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 212
bættust í hóp heiðurslistamanna, en þeir eru alls 25. - Menning-
arverðlaun DV voru veitt í 25. sinn. Rithöfundurinn Andri Snær
Magnason fékk verðlaun fyrir bókina LoveStar, Sveinn Einars-
son leiklistarverðlaun fyrir uppsetningu á Hamlet hjá Leikfélagi
Akureyrar og kvikmyndahöfundurinn Olafur Sveinsson fyrir
heimildamyndina Hlemm. Listhönnunarverðlaunin fékk Stein-
unn Sigurðardóttir fatahönnuður og verðlaun í tónlist fékk
tónverkið Hrafnagaldur Oðins, sem flutt var af hljómsveitinni
SigurRós. Myndlistarverðlaunin fékk Magnús Pálsson og verð-
laun fyrir byggingarlist fengu arkitektar á teiknistofunni Batter-
íinu fyrir þjónustuskála Alþingis. - Jón S. Guðmundsson, fyrr-
verandi menntaskólakennari, fékk verðlaun, sem kennd eru við
Jónas Hallgrímsson, á degi íslenskrar tungu. - Einar Kárason
hlaut verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. - Bók-
menntaverðlaun útgefenda fyrir árið 2003 fengu Olafur Gunn-
arsson fyrir skáldsöguna Öxina og jörðina og Guðjón Friðriks-
son fyrir 2. bindi verks síns um Jón Sigurðsson.
Lífgaður við tvisvar. 14 ára piltur, Þengill Otri Oskarsson, var
nærri drukknaður í Breiðholtslaug hinn 11. nóvember. Hann var
lífgaður við tvisvar og haldið á lífi fyrstu dagana eftir slysið með
hjarta- og lungnavél, öndunarvél og kælingarbúnaði.
Ljósvakamiðlar. í ágúst voru gerðar breytingar á Stöð 2 og var
nokkrum fréttamönnum sagt upp. Meðal þeirra voru Arni Snæv-
arr og Olöf Rún Skúladóttir.
Málverkafölsun. I janúar voru birtar ákærur á forráðamenn
Gallerís Borgar fyrir málverkafölsun. Alls var ákært vegna 103
verka. Af þeim voru 65 talin eftir Svavar Guðnason, 11 eftir
Jóhannes Kjarval, og 6 eftir Þórarin B. Þorláksson. - Dómur í
þessu málverkafölsunarmáli féll í undirrétti í júlí. Pétur Þór
Gunnarsson var dæmdur í sex mánaða fangelsi og Jónas Freydal
Þorsteinsson í fjögun'a mánaða fangelsi. Báðir dómarnir voru
skilorðsbundnir.
Menn ársins. Stöð 2, DV og Viðskiptablaðið völdu Sigurð
Einarsson stjómarformann KB banka mann ársins í viðskiptum.
Sömu aðilar völdu Magnús Scheving höfund Latabæjar frum-
kvöðul ársins. - Frjáls verslun kaus Jón Helga Guðmundsson í
Byko mann ársins í viðskiptalífinu. - Tímaritið Nýtt líf valdi
(210)