Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Page 213
Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra konu ársins
2003.
Metsölubœkur. Mest selda bók á jólamarkaði 1.-31. desember
samkvæmt bóksöluiista Morgunblaðsins var Bettý eftir Arnald
Indriðason. Næst komu Einhvers konar ég eftir Þráin Bertelsson
og Ósköpin öll eftir Flosa Ólafsson. í fjórða sæti varð Utkall-
Arás á Goðafoss eftir Óttar Sveinsson og Öxin og jörðin eftir
Ólaf Gunnarsson í hinu fimmta. Síðastnefnda bókin var sögð
hafa selst í 7.000 eintökum. - Fram kom, að 539 bækur hafi
komið út á árinu. Er það um 12,0% aukning frá árinu á undan.
Af þessum 539 bókum voru 333 prentaðar á Islandi en 206
erlendis, flestar í Danmörku.
Norðurbryggja í Kaupmannahöfn. I nóvember var opnuð
norræn menningarmiðstöð í nýuppgerðu pakkhúsi á Norður-
bryggju í Kaupmannahöfn. Þar verður m.a. sendiráð Islands í
Danmörku.
Norðurlandaráð. Þing Norðurlandaráðs varhaldið í Ósló í lok
október. Deilt var um umsókn Færeyinga um að verða fullgildir
aðilar að ráðinu.
Nýr fimmþúsundkall. Þessi nýi seðill fór í umferð í nóvember.
Hann er með sörnu teikningu og eldri seðillinn, en öryggisþætt-
ir eru fleiri, svo sem gyllt málmþynna og nýtt vatnsmerki.
Nýr sœstrengur. Hinn 27. júní hófust framkvæmdir við lagn-
ingu nýs sæstrengs milli Skotlands og Islands með viðkomu í
Færeyjum. Sérstakt félag, FARICE, kemur til með að eiga
strenginn. Þetta félag verður eign íslenska ríkisins, Landssím-
ans, Fproya Tele o.fl. Strengurinn verður 1.407 km og liggur frá
Casteltown í Skotlandi. Hann var tekinn á land á Vestdalseyri
við Seyðisfjörð 2. september.
Nýr öryrkjadómur. Hinn 16. október féll enn dóntur í málum
öryrkja. Hann gekk út á það, að Alþingi hefði ekki mátt skerða
örorkubætur aftur í tímann. Það væri brot á eignarréttarákvæð-
um stjórnarskrárinnar.
Og Vodafone. 1 apríl var nýtt nafn sett á Íslandssíma/Tal og
nefndist fyrirtækið eftir þetta Og Vodafone. Þessi nafnbreyting
tengdist samstarfi íslenska fyrirtækisins við Og Vodafone,
stærsta farsímafélag í heimi.
(211)