Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2005, Síða 214
Orkuhúsið opnað. Fjögur fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu tóku
sig saman um að taka í notkun hús við Suðurlandsbraut fyrir
starfsemi sína. Þetta eru Læknastöðin, íslensk myndgreining,
Sjúkraþjálfun Islands og Össur hf.
Pósthúsum fœkkar enn. I maí var tilkynnt, að nokkrum póst-
húsum á Reykjavíkursvæðinu yrði lokað og starfsemi þeirra flutt
í Nóatúnsverslanir. Þetta voru pósthús í Árbæ, Grafarvogi,
Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. - í júlí var greint frá því,
að Islandspóstur hefði selt gömlu aðalpósthúsin við Pósthús-
stræti 3 og 5 í Reykjavík. Kaupandi var fyrirtækið Langastétt.
Póstafgreiðsla verður þó enn um sinn í Pósthússtræti.
Rainbow Warrior til Islands. Þekktasta skip Grænfriðunga,
Rainbow Warrior, kom til íslands í september. Erindið var að
bera Islendingum þau boð, að hættu þeir hvalveiðum, mundu
Grænfriðungar beita sér fyrir því að fá ferðamenn til íslands.
Samráð olíufélaganna. I júlí var lekið í fjölmiðla skýrslu
Samkeppnisstofnunar um margvísleg samráð olíufélaganna á
árunum 1993-2001. Þessi skýrsla var afrakstur af húsrannsókn-
um hjá félogunum. Samráðin voru fólgin í skipulögðum tilboð-
um í verkefni, skiptingu framlegðar o.fl. Rætt var um það, hvort
forstöðumenn olíufélaganna yrðu sóttir til saka. Meðal þeirra var
Þórólfur Ámason borgarstjóri, sem starfaði áður hjá Olíufélag-
inu hf. Hann gaf út yfirlýsingu 29. júlí þess efnis, að hann hefði
ekki vitað um samráð við útboð Reykjavíkurborgar 1996. Geir
Magnússon forstjóri Olíufélagsins staðfesti þetta.
Sprengiefni stolið. Hinn 4. júlí komst upp um stuld á 245 kg
af sprengiefni í geymslu á Hólmsheiði. Fagmannlega þótti að
verki staðið og var beitt klippum og borvélum. Ottuðust menn,
að sprengiefnið yrði notað til skemmdarverka. Svo fór ekki og
fannst sprengiefnið fljótlega.
Spronmál. I mars var kosin ný stjórn í Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis. Hart var tekist á í þessari stjórnarkosningu og
hlaut listi fráfarandi stjórnar 6.444 atkvæði og þrjá menn, en listi
sem Pétur Blöndal bar fram fékk 5.908 atkvæði og tvo menn. -
Hinn 22. desember var tilkynnt að Kaupþing Búnaðarbanki ætti
í viðræðum um kaup á Spron fyrir níu milljarða króna. Skyldu
1.100 stofnfjáreigendur fá þrjá milljarða í sinn hlut, en sex millj-
(212)