Jólagjöfin - 24.12.1923, Blaðsíða 27

Jólagjöfin - 24.12.1923, Blaðsíða 27
Jólagjöfin 25 bréfpokar, sem Arnaldur þóttist vita, aö mundu vera íullir af sætindum. Auk þess hékk á trénu mikið af appelsínum, eplum og vínberjum. Alla vega lit smákerti stóðu á greinum trésins, en það var ekki búið að kveikja á þeim. Slikt jólatré hafði Arnaldur aldrei séð á æfi sinni. Þegar hann var búinn að virða fyrir sér jólatréð, fór hann að skoða myndirnar í bókunum og gleymdi öllu, sem í kring um hann var. „Nú skulum við fara að kveikja á jólatrénu, Arnaldur litli,“ sagði Hálfdán eftir nokkra stund. „Og síðan skulum við syngja nokkra jólasálma. Eða kantu nokkuð af þeim?“ „Já, mamma kendi mér nokkra, þegar eg var lítill, og eg hefi haldið þeim við mig síðan.“ „Jæja, það er gott. Komdu, nú skulum við kveikja." Arnaldur lagði frá sér bókina og fór að hjálpa Hálfdáni til að tendra ljósin á trénu. Síöan fóru þeir að syngja. Hálfdán haíði hreinan og þýð- an róm og Arnaldur gat vel fylgt honum eftir í lögunum. Þegar söngnum var lokið, settust þeir í legubekkinn og Arnaldur horfði aðdáunaraugum á jólatréð, þar sem þessi fjökla niörgu smáljós tindruðu svo skær, og allavega litir geislar leiftruðu út frá hinu glitrandi skrauti jólatrésins. Slika dýrðarsjón hafði Arnald aldrei dreymt um. Og fram í sál hans streymdu endurminningarnar um jólasögurnar, sem móð- ir hans hafði sagt honum þegar hann var heima hjá henni; um jólabarnið, sem kom í heiminn til að færa öllum frið og gleði, yl og birtu. Og honum fanst sál sín fyllast ununarkend- um sælufriði á þessari helgu jólanóttu. Þegar þeir höfðu setið um stund og kertin á jólatrénu voru nær útbrunnin, stóð Hálfdán upp og sagði við Arnald: „Nú skulum við fara að gæða okkur á góðgætinu, sem er á trénu, drengur minn. En afganginn skaltu svo láta þarna niður í körfuna og fara heim með hana til þin þegar þú ferð í kvöld. Þú getur haft það þér til gamans seinna.“ Arnaldur stóð upp og fór að hjálpa Hálfdáni til að tína bréfpokana og aldinin af trénu. Honum fanst i fyrstu það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Jólagjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.