Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 3
Hvíldardagurinn 29. október.
PERSÓNA ENDURKOMUNNAR
EftirEllen G. White.
„Lengi höfum við beðið endurkomu frelsar-
ans. Engu að síður er loforðið öruggt. Brátt
munum við vera í okkar fyrirheitna heimili."
Brátt kemur Drottinn og við verðum að vera undir
það búin að mæta honum í friði... Við eigum ekki að
vera sorgmædd, heldur glöð í bragði, og við eigum
ávallt að hafa Drottin Jesúm fyrir sjónum okkar.
Hann kemur brátt og við verðum aó vera viðbúin,
bíðandi eftir komu hans. Ó, hve það verður dýrlegt að
sjá hann og verða boðin velkomin sem hans endur-
leysta fólk! Lengi höfum við beðið, en von okkar á
ekki að dofna. Auðnist okkur aðeins að sjá konunginn
í fegurð sinni munum við vera blessuð um alla eilífð.
Mér finnst sem ég verði að hrópa hátt: „Á heimleið!“
Við nálgumst þá stund er Kristur kemur með krafti
og í mikilli dýrð til þess að sækja sfna endurleystu og
fara með þá í sitt eilífa heimkynni
Það var Drottinn sjálfur sem gaf lærisveinum
sínum þetta loforð: „Og þegar ég er farinn burt og
hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til
mín.“ Jóh. 14, 3. Það var hinn samúðarfulli frelsari
sem sá fyrir einmanaleik og sorg fylgjenda sinna og
fól englum sínum að hugga þá með þeirri fullvissu að
hann myndi koma aftur í eigin persónu eins og hann
og fór til himins...
Boðskapur engilsins vakti nýja von í brjósti læri-
sveinanna. Þeir „sneru aftur til Jerúsalem með mikl-
um fögnuði. Og þeir voru stöðugt í helgidóminum og
lofuðu Guð. Lúk. 24, 52, 53. Þeir fögnuðu ekki vegna
þess að Jesús hafði farið frá þeim og skilið þá eina
eftir að berjast við raunir og freistingar heimsins,
heldur vegna þess að engillinn hafði fullvissað þá um
að hann kæmi aftur. 2
Kristur steig til himna í mynd manna.
Lærisveinarnir höfðu séð skýið taka við honum. Þessi
sami Jesús sem hafði gengið með þeim, talað við þá
og beðið með þeim; sem hafði brotið brauð með þeim;
sem hafði verið með þeim á bátunum á vatninu; og
sem hafði einmitt þennan sama dag farið með þeim
erfiðan brattann upp á Olíufjallið — þessi sami Jesús
var nú farinn til að deila hásætinu með föður sínum.
Og englarnir höfðu fullvissað þá um að einmitt hann
sem þeir sáu fara upp til himins, myndi koma aftur
eins og hann fór. Hann mun koma „í skýjunum, og
hvert auga mun sjá hann.“
„Því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með
höfuðengils raust og með búsúnu Guðs, stíga niður af
himni, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst
upp rísa.“ „En er manns-sonurinn kemur í dýrð sinni
og allir englarnir með honum, þá mun hann setjast í
hásæti dýrðar sinnar.“ Op. 1, 7; 1. Þess. 4, 16; Matt.
25, 31. Þannig mun uppfyllast það loforð sem
Drottinn sjálfur gaf lærisveinum sínum: „Og þegar ég
er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og
mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem
ég er.“ Jóh. 14, 3. 3
Þegar Kristur steig til himins bar hann helgað og
heilagt mannseðli. Hann tók mannseðli sitt með sér
til himins sala, og mun bera það um allar aldir, sem
sá er endurleysti sérhverja mannlega veru í borg
Guðs, sá sem frammi fyrir föðurnum hefur talað máli
þeirra, „Ég hefi rist þá á lófa mína.‘ 4 Þótt Jesús sé
stiginn upp til himna, er samt lifandi keðja sem
bindur þá sem trúa á hann við hið takmarkalausa
kærleikshjarta hans. Hinir lítilmótlegustu og
aumustu eru bundnir fast við hjarta hans með
samúðarböndum. Hann gleymir því aldrei eð hann er
fulltrúi okkar, að hann ber eðli okkar. 5
Með því að taka á sig okkar eðli hefui frelsarinn
tengt sig mannkyni með böndum sem aldrei verða
slitin. Hann er tengdur okkur um eilífar
aldir... Kristur dýrlegur gjörður er bróðir okkar.
Himinninn er geymdur í mannkvni og mannkynið
lagt í skaut óendanlegs kærleika. 6
Kristur kom í heiminn sem persónulegur frelsari.
Hann var fulltrúi persónulegs Guðs. Hann steig til
hæða sem persónulegur frelsari, og mun koma aftur
eins og hann steig til himna — persónulegur frelsan
(MS 86,1898). ?
Hvílík uppspretta fagnaðar handa lærisveinunum
að vita að þeir áttu slíkan vin á himnum til að tala
máli þeirra! Fyrir sýnilega uppstigningu Krists
breyttust allar skoðanir þeirra og hugmyndir um
himininn.
Áður fyrr höfðu þeir hugsað sér hann sem
óendanlega víðáttu þar sem bjuggu líkamslausir
andar. Nú var himinninn tengdur hugsuninni um
Jesúm, sem þeir elskuðu og virtu ofar öllum öðrum,
sem þeir höfðu talað við og ferðast með, sem þeir
höfðu snert, jafnvel í hinum upprisna líkama, sem
hafði talað til hjartna þeirra vonar- og
huggunarorð, sem var hrifinn upp fyrir augum þeirra
meðan hann enn var að tala við þá og tónar raddar
hans náðu eyrum þeirra er hinn skýjum líki engla-
vagn tók við honum: „Og sjá, ég er með yður alla
daga allt til enda veraldarinnar."
3