Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 24
til þeirra af kærleika og náð en sem þeir hafa hafnaó.
í óguðleika sínum eru þeir alls ófærir um að þola hina
brennandi fegurð Sólar Réttlætisins þar sem hún
rennur upp með græðslu undir vængjum sínum.
Fólk Guðs stendur í litlum hópum og horfir til
himins með fögnuði og eftirvæntingu. Hendur þeirra
eru útréttar og fagna endurkomu Drottins. Reynslur
og þjáningar, freistingar og andstaða, erfiðleikar og
ofsóknir — allt er þetta að baki! Allt annað er gleymt
— Jesús er að koma! Hann er hérna, rétt yfir höfðum
þeirra! Hann er að benda þeim að koma til sín og
sinna konunglegu engla.
„Sjá, þessi er vor Guð; vér vonuðum á hann, að
hann mundi frelsa oss,“ hrópa hinir endurleystu með
fögnuði. „Þessi er Drottinn; vér vonuðum á hann;
fögnum og gleðjumst yfir hjálpræði hans!“ (Jes. 25,
9.).
Grafirnar opnast. Hinir réttlátu koma fram úr
rykugum hvíldarstöðum sínum með fagnaðar- og
gleðiópum. Öll merki syndar og jarðneskra erfiðleika
og mótlætis eru horfin. í ferskum blóma eilífs
heilbrigðis rísa hinir endurley&tu upp til að mæta
frelsara sínum. „Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.“ (1.
Kor. 15, 54.).
Þegar „sjálfur Drottinn mun með kalli, með
höfuðengilsraust og með básúnu Guðs, stíga niður af
himni... munum vér, sem lifum, sem eftir erum,
verða ásamt þeim,“ sem risu upp úr gröfunum,
„hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í
loftinu.“ (1. Þess. 4,15—17.)
„Persónueinkenni okkar varðveitast í
upprisunni, þótt ekki verði um sömu efnisagnir eða
efnisinntak að ræða og það sem fór í gröfina... I
upprisunni mun sérhver maður hafa sína eigin
lyndiseinkunn. Þegar Guði þóknast mun hann kalla
fram hina dauðu og gefa þeim aftur lífsandann, og
bjóða hinum þurru beinum að lifa.“ — Ellen G.
White, The Faith I Live By, bls. 185.
Hvílík frelsissjón! Hvílíkir stórkostlegir
endurfundir! Enginn mannlegur penni getur lýst því
til fullnustu!
Vinir og fjölskyldur sem svo lengi hafa verið
aðskilin af dauðanum sameinast nú á ný.
„Fjölskyldukeðjan verður aftur tengd. Þegar við
lítum á dána ástvini okkar, eru það forréttindi okkar
að líta fram til morgunsins þegar básúna Guðs
hljómar, þegar „hinir dauðu munu upprísa
óforgengilegir, og vér munum umbreytast." (1. Kor.
15,52.).
„Síðustu viðloðandi leifarnar af bölvun
syndarinnar verða fjarlægðar, og hinir trúu
fylgjendur Krists munu koma fram í ,fegurð Drottins
vors og Guðs‘, og endurspegla fullkomlega Drottin
sinn í huga, sál og á líkama.“ — sama.
„Hinir réttlátu sem lifa munu umbreytast „á einu
augabragði." Fyrir rödd Guðs voru þeir dýrlegir
gjörðir; nú eru þeir gerðir ódauðlegir og ásamt hinum
upprisnu heilögu hrifnir upp til fundar við Drottin í
loftinu. Englar „munu safna saman hans útvöldum
frá áttunum fjórum, himinsendanna á milli.“ Lítil
börn eru borin af heilögum englum í arma mæðra
þeirra. Vinir, sem dauðinn hefur aðskilið um langan
tíma, sameinast og munu aldrei framar skiljast, og
þeir stíga upp til borgar Guðs með gleðisöngvum." —
Child Guidance, bls. 566.
Þetta er hámarkið! Þetta er dagurinn! Endurkoma
Krists er upp runnin! Allt er þetta dýrleg og
stórfengleg staðreynd.
Snúum okkur aftur aö Guðs
endurleysta fólki
Hinn dýrlegi herskari — frelsarinn og hinir
frelsuðu allra alda — hefja himnaferð sína til borgar
Guðs. Gleðisöngvar slíkir sem dauðleg eyru aldrei
hafa heyrt óma í himinhvelfingunum. Engin
jarðneskur íburður hefur nokkru sinni komist í
hálfkvist við þessa sigurskrúðgöngu hinna
endurleystu. Himneskir herskarar fylgja hinum
fagnandi hóp endurleystra með gleði- og
fagnaðarhrópum um himininn til borgar Guðs.
Þegar hinir endurleystu nálgast hlið Guðs, „sjá
þeir sveit engla báðum megin hliðsins“; og er þeir
fara framhjá, „segir Jesús, ,Komið, þér hinir blessuðu
föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var
fyrirbúið frá grundvöllun heims/ “ — sama, bls. 567.
Hvílík heimkoma! Hvílíkir fjölskylduendurfundir!
Mörgum öldum áður, á hérvistardögum sínum, hafði
Jesús lofað, „Og þegar ég er farinn burt og hefi búið
yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til
þess að þér séuð og þar sem ég er.“ (Jóh. 14, 3). Nú er
þetta 'nforð uppfyllt. Öll fjölskylda Guðs er örugg og
óhult innan hliða borgar Guðs — loksins komin
heim!
Jesús elskar sína eigin svo mikið að hann vill ekki
vera aðskildur frá þeim. Lengi er hann búinn að
hlakka til þessara fjölskylduendurfunda með sínu
sanna fólki.
Hvílíkur dagur!
Karlar og konur, piltar og stúlkur, endurheimt úr
landi óvinarins sameina nú raddir sínar í þakkar- og
lofgjörðarsöngvum.
Loks er bæn frelsarans að fullu svarað: „Ég vil, að
það sem þú gafst mér, — að einnig þeir séu hjá mér
þar sem ég er.“ (Jóh. 17, 24.). Aldrei framar munu
synd eða syndarar aðskilja hina endurleystu frá
endurlausnara sínum. Hér mun hann sjá ávöxt
„þeirra hörmunga, er sál hans þoldi,... og seðjast."
(Jes. 53, 11.). Gleði meistarans er fullnuð er hann
horfir á verðlaun fórnar sinnar á Golgatahæð. Þeir
tilheyra honum um alla eilífð.
Jesús lætur nú þá, sem hann hefur keypt með blóði
sínu, koma fram fyrir föður sinn „fram fyrir dýrð
sína, lýtalausa í fögnuði." (Júdas 24.). Hér eru „þeir
er varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm.“ (Op. 14,
12.). Hér eru þeir „sem þú hefir gefið mér... og
enginn þehra týndist." (Jóh. 17,12.).
Hér er „frumgróði handa Guði og handa lambinu.
Og í munni þeirra var enga lygi að finna; þeir eru
24