Bræðrabandið - 01.02.1979, Side 7

Bræðrabandið - 01.02.1979, Side 7
einum. Hann víkur aftur að þessu í 18. og 20.versi og ef til vill líka í 15. yers.i^,:;%4rin.kahn að hafa verið að hugsa 'uin s tj örnugyð j ur.. sem mehn töldu aö réfru :yfir örlögum manna. í 18.versi minnist postulihn á "engladýrkun". Ef til vill eru þessir englar það sama og hinir fornu dul- spekingar (Gnosticar) töluðu um sem "útstreymi" sem átti að vera viss opin- berun á Guði eða birting á Guði og guðlegu valdi. Mikið var um slíkar hugmyndir í fornri stjörnuspeki. Á okkar dögum hefur stjörnuspeki verið endurvakin og milljónir manna hrífast af henni. Bein tilbeiðsla á Satan og illum englum er einnig að verða algeng. Páll minnist líka á annars konar hugmyndafræði sem Satan notar til þess að rugla kristna menn í ríminu. í 14. 16. og 17.versi í öðrxm kapítula víkur hann að 1ögmá1sb undnum hugmyndum Gyð- inga sem voru mörgum árum eftir dauða Krists enn að krefjast umskurnar (11. og 13.vers) og helgihaldi árlegra hátíða Gyðinga eins og tunglkomudaga, laufskálahátíðar,friðþægingardags og matar-og drykkjarfórna (16. og 17.vers). Postulinn segir að Guð hafi notað þessi tæki í liðnum kynslóðum til þess að benda fram til komu Messíasar. Þær voru aðeins "skuggi þess sem koma á en líkaminn er Krists." AÐRAR VILLANDI HUGMYNDIR Postulinn nefnir aðrar hugmyndir sem óvinurinn notar til þess að taka kristna menn til fanga. Á meðal þeirra eru hugmyndir sem miða að því að nióur- lægja manninn (18.vers). Þessar hug- myndir eru byggðar á meinlætalifnaði eða reglimi eins og þessum: "Snertu ekki, bragðaðu ekki, taktu ekki á" (22.vers). Páll kallar þessar hug- myndir mannalærdóma (22.vers). Hann segir að þessar meinlætaiðkanir, þegar fólk neitar sér um ákveðnar fæðutegund- ir eða þægindi til þess að reyna að sigra hið illa, sé í rauninni gagns- lausar til þess að bæta samband sitt við Guð eða gefa honum möguleika á að sigra hið illa í lífi sínu. Að lokum minnist postulinn á aðra villandi hugmyndafræði sem við stríðum við í dag. Hann talar vim þann sem "státar af sýnum sínum, upphrokast ástæðulaust af hyggju holdsins, og heldur sér ekki við höfuðið" (18 og 19.vers). Augsýnilega var það á dögum Páls eins og á okkar dögum að það var til fólk sem fannSt að trúaður máður ætti að tala tungim. Sumt trúað fólk krefst sönnunar á andlegum sann- leika og á sú sönnun að vera sýnileg eða byggjast á tilfinningu. Þessi sönnun telja þeir að felist í háspenntum til- finningum sem þeir segja vera Andann heilaga sem þeir séu að veita viðtöku og samfara þessari reynslu er vanalega tungutal. Öll slík hugmyndafræði er fölsk eða ófullnægjandi segir postulinn. HÚn getur ekki leitt til trúarfyllingar. Allar röksemdafærslur postulans í þessiam kapítula má draga saman í orðin: "Því í honum(Kristi) býr öll fylling guðdómsins likamlega og þér hafið af því að þér heyrið honum til öðlast hlutdeild í þessari fylling enda er hann höfuð hvers konar tignar og valds" (9.og lO.vers). ÞÓ að maðurinn frelsist ekki fyrir verk getur hann fyrir Guðs náð stjórnað hugsunum sínum. Hann getur hafnað þeim hugmyndiom sem eru ekki í samræmi við kenningu Guðs orðs. Með því að gera það bjargar hann sjálfum sér frá því að lenda aftur í þrældómi h j á hinum mikla uppreisnarforingja sem gerir til- kall til þessarar jarðar og alls þess fólks sem á henni býr. í öðrum kapítula KÓlossubréfsins segir postulinn okkur að hinn sanni kristni maður sem í raun og sannleika vill verða sáluhólpinn (en það er sú atburðakeðja sem að ráði Guðs gerir sálin hæfa fyrir eilíft líf) hefur eignast nýjan og þýðingarmikinn mið- depil lífsins. Sá miðdepill er ekki lengur hann sjálfur eða hans eigin viðleitni, hann felst ekki í mannlegri heimspeki, mannlegri erfikenningu eða í lögum eða regloim. Þessi miðkjarni lífs hans er persóna, Kristur, sonur Guðs. Eina von mannsins xam að geta lifað staðföstu kristilegu lífi og eignast hjálpræðið yfirleitt er að hafa Krist sem miðdepil hugsana sinna. Þess vegna stuðlar hinn kristni að endurlausn sinni með vali sínu og vilja, þegar hann veitir Kristi viðtöku sem frels- ara sínum og konoongi og gjörir hann að miðdepli lífs síns. □

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.