Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2005, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2005, Síða 3
DV Fyrst og fremst FÖSTUDACUR 4. FEBRÚAR 2005 3 Hellti í sig kjarki á verálaunaháÉinii Maður vikunnar „Við höfum það rosa gott, erum að borða morgunmat héma fjölskyldan, Mím' Mug (en svo hefur.nýi prinsinn verið nefiidur) Arnarsyni og móður heilsast vel, em spræk, hress og sprellandi," segir nýbakaði faðirinn og sigurvegarinn á verð- launahátíð íslenskra tónlistamanna, örn Elías Guðmunds- son, eða Mugison. „Mér fannst rosalega gaman á hátíðinni og ég er auð- vitað ótrúlega sátttir en það var ennþá skemmtilegra á laugardaginn þegar drengurinn kom í heiminn. Ég var viðstaddur fæðinguna og það er eins og allir sem hafa reynt þetta segja, ólýsanleg reynsla sem þeir einir skilja sem lenthafaí." Mugison fékk fjórar styttur og ætíar að deila þeim bróð- urlega með þeim sem vom honum innan handar. „Pétur fær að halda einni styttu, Ragnar Kjart- ansson og Rúna konan mín deila umslags- verðlaununum, ætíi þau verði ekki far- andverðlaun hjá þeim," segir Mugison, sem hefur ekki smíðað verðlaunahillu og veit ekki hvar gripunum verður komið fyrir: „Kosningaverðlaunin sem vin sælasti flytjandinn em sérstaklega kær, það kom mér algerlaga í opna skjöldu að fá þau. Það var svoh'tið fyndið að þó ég kunni að spila á gítar og semja lög, þá hefur þetta allt gerst svo hratt að maður er í raun alger- lega óundirbúinn allri þessari umfjöllun, ég þurfti að helia í mig smá kjarki til að geta farið upp á sviðið og segja takk, annars hefði ég bara getað fengið taugaáfaU, maður er svo óvanur þessu. Það sem er svo gaman með svona verðlaunum er að þá finnur maður betur fýrir meðbyr fólks og hvað það er móttækilegt á hlutina sem maður er að gera og það fýlUr mig þakklæti sem em kannski dýr- mætustu verðlaunin þegar upp er staðið." Framtíðin er björt hjá þessum unga manni sem hefur sigrað hugi og hjörtu landsmanna með hljómfagurri tónUst og viðkunnalegum persónuleika upp á síðkastið. „Það em aUs konar plott í gangi með framtíðina, bæði á persónulega og opinbera sviðinu, maður er orðinn pabbi núna og þar er tilhlökkunarhlutverk, svo er verið að gefa út plötuna Mugimama í útíandinu þannig að það er ýmislegt á döfinni," segir Mugison, tónlistamaður ffamú'ðarinnar og maður vikunnar. Mugison „Þaövar ennþá skemmtilegra á laugardaginn þegar drengurinn kom í heiminn," segirhann. Spurning dagsins ___________________Ertu sammála vali á söngvara og söngkonu ársins? Ragnheiður átti þaðskilið „Páll var vissulega vel að þessu kom- inn og Ragnheiður átti þetta alveg skilið en einnig margir aðrir Freyr Bragason, starfsmaður Keilusambands islands. „Mér fannst að Jónsi hefði átt að vera valinn besti söngvar- inn en ég er mjög sátt við Ragnheiði. Ég skipti mér samt litið mér af þessu en horfði að sjálfsögðu á.“ Kristjana Louise Friðbjarnar- dóttir, nemi í Vopnafjarðar- skóla. „Égersam- mála valinu á Ragnheiði Gröndal og einnig sátt við önnur úrsiit." Elísa Mjöll Guðsteins- dóttir, nemi við Kvennaskóla Reykjavíkur. „Eivör Páls- dóttirátti að vinna. Einnig átti Páll Rósin- krans ekki heima þarna." Jónas Már Karlsson þjónsnemi. „Ég er mjög sáttur með val- ið á Ragnheiði Gröndal og Páli Rósinkrans en ég heföi vilj- að sjá Mugison I þessum verð- launaflokki.“ Sigurður Sigurðsson, versl- unarstjóri í Blómavali í Kringlunni. Páll Rósinkrans og Ragnheiður Gröndal fengu íslensku tónlistar- verðlaunin sem söngvari og söngkona ársins 2004. Við veiddum og aðrir ekki Gamla myndin að þessu sinni er frá rjúpuveiðitíðinni haustið 1989, nán- ar tiltekið í októberþað ár. Á mynd- inni eru veiðifélagarnir Ólafur Sigur- geirsson, Sigurjón Pétursson og Einar Sveinsson með góða veiði eða 170 rjúpur. „Þetta æxlaðist þannig að við veiddum mikið af rjúpu en aðrir ekki á sama svæði og við vorum á/'segir Ólafur Sigurgeirsson lög- maður um myndina. „Við vorum að koma úr veiðinni í Dalasýslu þeg- ar myndin var tekin." Ólafur segir að hann hafi farið i rjúpnaveiði á hverju ári meðan slík veiði var leyfð. Hann er hins vegar alveg sammála því að friða átti rjúp- una. „Það varofmikil sókn í rjúpuna síðustu árin og því var það afhinu góða að hún var friðuð," segir Ólaf- ur.„í framtíðinni, þegar búið verður að byggja upp stofninn, gefst svo tækifæri til að skipuleggja þessar veiðar betur. Ég get vel hugsað mér að rjúpan sé alfriðuð i desember ár hvert því sú rjúpa sem lifað hefur af Rjúpuveiði 1989 Á myndinni eru veiðifélagamir ÓlafurSig- urgeirsson, Sigurjón Pétursson og Einar Sveinsson með góða veiði eða 170 rjúpur.Á innfelldu myndinni er Ólafur í dag. fram í desember á góða möguleika á að lifa afallan veturinn og koma ungum á legg vorið eftir." oi mér föthjá Hjálpræðisl j klæðist á mismunandi hátt ei hvern ég er að fara að hitta - fer t. gúmmiskóna þegar ég er skáld og íli lausari föt þegar ég er fræðima nn Valdimarsdóttir skáld í v við Mannlif sumarið 2 Gamla myndin Orðatiltæki eru oft þekkt í ákveðnum landshluta. Til dæmis er orðasambandið að sitja ekki undir sjö og dilla þeim áttunda til þekkt frá Vestfjörðum. Orðatiltækið virð- Málið ist vera notaö um þá sem eru latir, eink- um krakka, eða þá sem ekki vilja sitja auðum höndum. Þá er hægt að segja; Láttu mig fá eitthvað að gera svo ég sitji ekki undirsjö og dilli þeim áttunda. ÞÆR ERU MÆÐGUR ikkonan & leikkonan Brynja Valdís Gfsladóttir leikkona er dóttir Önnu Kristfnar Arngrfmsdóttur leikkonu. Þær mæðgur þykja afar nánar þó þær hafi ekki náð að leiða saman hesta sfna á leiksviðinu, svo tekið hafi verið eftir. Þær eru báðar kraftmiklar og ósérhllfnar I starfi sem þykir mikill kostur I heimi þar sem primadonnur hafa lengi náð að ryðja sér til rúms. Að sögn kunnugra eru þó ekki til prlmadonnutaktar hjá þeim mæðgum sem þykja þvert á móti einstaklega léttlyndar og þægileg- arl allri viökynningu. 1 2 3 4 5 6 7 * 9 10 11 12 13 14 15 16 13 14 I I I I I I I I I I I I I I I I I NTTE med artiskok ÉPr 30 vege1 fabilske kapsj* Eflir orku og úthald Eykur fitubrennslu • Styrkir ónæmiskerfið Örvar efnaskiptin • Stuðlar að jafnvægi blóðsykurs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.