Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Page 20
Villa segir vini og fjölskyldu alls ekki hafa verið hissa yfir starfsvali hennar. „Ég á mjög góða foreldra sem styðja mig í öllu sem ég vel mér. Ég hafði unnið í tískuvöruverslun hjá pabba en stökk svo úr tískunni yfir í vörubílana. Mér er í rauninni alveg sama hvað fólki finnst en mér hefur verið tekið rosalega vel. Ég geri bara það sem ég vil gera og þetta er líka svo rosalega gaman,“ segir Villa en auk þess að flytja efni hefur hún flutt gröfúr og hjóla- skóflur á milli landshluta. „Mér finnst alltaf gaman að takast á við ný verkefni en flutningarnir eru það skemmtilegasta sem ég lendi í," segir Villa og bætir við að hún verði aldrei einmana úti á þjóðveg- unum þar sem út- sýnið sé mikið ffá stóru gluggunum. Gengur með lítinn vörubíl- stjóra Eigin- maður Villu, Þór Kon- ráðsson, HOHArtu er einn af eigendum Arnarfells á Akureyri en Villa vinnur hjá honum. Hún viður- kennir að vélar og vörubílar séu gjarnan umræðuefnið við eldhúsborðið á heimili þeirra enda sé það eðilegt fyrir þau bæði. Fyrir á Villa dótturina Emelíu Dönu sem er 4 ára. Eftir að Emelía kom í heim- inn leið ekki á löngu þar til Villa var mætt í vinnuna aftur og hafði þá stúlkuna með sér. Hún segist viss um hún gangi með lítinn vörubílstjóra, sama hvort kynið það verði. „Ég verð aldrei vör við nokkra for- dóma hjá þeim karlmönnum sem ég hitti. Þeir sjá nátt- úrulega að ég kann þetta al- veg eins og þeir og vinn vinnuna mína af mikium áhuga. Mér finnst alveg magnað að sjá hvað bætist alltaf í flot- ann af konum því við erum býsna seig- ar.“ indi- ana@dv.is Vörufiutningabílstjóri „Ég verð verð aldrei vör við nokkra fordóma hjá þeim karlmönnum sem ég hitti. Þeir sjá náttúrulega að ég kann þetta alveg eins og þeir og vinn vinnuna mina af miklum áhuga." „Ég hef haft áhuga á tækjum og vél- um síðan ég man eftir mér,“ segir Vil- borg Daníelsdóttir, 28 ára vörubílstjóri á Akureyri. Vilborg, eða Villa eins og hún er kölluð, hefúr keyrt stóra vörubíla síð- astliðin fimm ár. Nú starfar hún þó á skrifstofu enda á hún að mæta á fæð- ingardeild í apríl. „Það er enginn sérstak- ur áhugi fyrir vélum í fjölskyldunni, nema að ég á eina frænku sem keyrir rútu. Ég hef alltaf verið svolítil stráka- stelpa, hef verið að keppa á vélsleðum og verið í öðru strákasporti," segir Villa en bætir við að þar sem nú styttist í fæðing- una hafi hún gaman af því að prófa skrif- stofustarfið líka. „Ég get náttúrulega ekki setið undir stýrinu með bumbuna út í loftið en um leið og barnið verður fætt verð ég mætt aftur undir stýri. Eins hef ég nánast kúplað mig út úr vélsleðunum þar sem ég er farin að sinna fjölskyld- unni. Vinnan og börnin eru númer eitt hjá mér núna.“ Úr tískunni yfir í vörubílana Hún segist þó vera dugleg að hitta vinkonur sínar og hitti þær gjarnan í saumaklúbbum. „Ég get alveg verið gamaldags í mér og kann bæði að prjóna og hekla. Vinkonurnar hafa alveg áhuga á að tala um vélar og bíla og hafa fullan skilning á þessu hjá mér. Eg þekki líka mikið af strákum sem ég get rætt við enda hefur maður eignast marga félaga á ferðinni." Vilborg Danielsdóttir Vilborg á von á sér i ápril og er þvi komin ut úr vÖrubi|n- um og inn á skrjfstpfu. 20 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2005 || » | A A f t»v 1 ¥ 1 [\j Var alltcif.mikil . strakastelpa Vilborg Daníelsdóttir er 27 ára vörubilstjóri á Akureyri. Vilborg starfar þessa stundina á skrifstofu enda ófrísk af sínu öðru llÉÉgs. barni en ætlar að setjast aft- urvið stýrið um leiðog bamið er fætt. Ingu Rósar „Ég held að leyndarmálið sé að elska og að vera elskuð. Ég hef verið ham- ingjusamlega gift (30 ár og á þá dásam- legustu fjölskyldu sem hægt er að óska sér. Einnig er ég í mjög lifandi og skemmtilegri vinnu sem er mjög fjöl- breytt og gefandi og vinn þar með mjög góðu samstarfsfólki. Ég er lika mjög veisluglöð og mér þykir gaman að gleðjast yfir skemmtilegum tilefnum og njóta þess að stoppa og gleðjast með fjölskyldu, vinum og þeim sem mér þykir vænt um. Mér finnst mikil- vægt að muna eftir að njóta augna- bliksins, koma sér út úr hversdagsleik- anum og njóta þess sem Kfið hefur upp á að bjóða. Mitt mottó í lífinu er að vera spontan og þakklát fyrir allt það sem ég fæ að njóta," segir Inga Rós Ingólfsdótt- ir sellóleikari og framkvæmdastjóri Kirkjulistarhátíðar og listvinafélags Hall- grimskirkju. Lopapeysureru ótrúlega inn þessa dagana. DV Magasín kíkti í Kringluna og fann fimm ótrúlega saetar peysur íslensk ull er í tísku Hettupeysa Þessi flotta hvíta og bleika peysa kostar 10.780 krónur. á* Falleg Hvít hneppt lopapeysa með bláum bekk úr Is- landia sem kostar 11.980 krónur. Tfskuvara Ullapeysur eru mjög heitar þessa dagana. Þessi fallega hvfta og gráa hettupeysa kostar 10.340 krónur „V og fæst í Islandia ( Kringlunni. Hlýtt og gott Þessi sæta hvíta peysa með brúnum bekk kostar aðeins 9.245 krónur án- en peysan fæst gt£"w, (Islandia ( Kringl- ttíSWÍM unni. wmm • » * » i yyw Islenskt og gott Þessi fallega svarta peysa fæst (Islandia og kostar 9.245 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.