Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 Sport DV n il 3 Collina ætlar að hætta í sumar Allt virðist stefna í að ítalski knattspyrnudómarinn Pierluigi Collina muni leggja flautunni í sumar en þá syngur hann sinn svanasöng sem alþjóðlegur dómari. Collina, sem er orðinn 45 ára gamall, mun að öllum líkindum taka að sér starf yfirmanns ítölsku dómara- nefndarinnar sem ákveður hvaða dómarar dæma leiki í A- og B-deildinni á Ítalíu. Collina hefur lc‘ngi /'J' verið þekktasti *■ dómari í heimi og sá besti. Hann dæmdi meðal annars úrsUtaleikinn á miUi BrasUíu og Þýskalands á HM 2002 og úrshtaleik meistaradeUdar Evrópu á mflli Bayern Munchen og Manchester United árið 1999. Framtíðin hjá Baros óljós Framtíð tékkneska fram- herjans MUans Baros hjá Liverpool er óljós eftir að hann var settur á bekkinn fyrir úrslitaleik > Liverpoolog Chelsea í A defldar- / v, bikarnum á sunnudaginn. „Ég veit ekki af hverju ég spUaði ekki á sunnudaginn. ^ égreifstekki við neinn,“ sagði Baros við enska fjölmiðla en því var haldið fram að rifr Udi á miULi hans og Rafael Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool, hefði valdið því að Baros, sem er markahæsti leikmaður Liverpool (úrvalsdeUdinni, hafi setið á bekknum í umræddum leik. Baros sagðist ekki vUja fara ffá félaginu en sagði þó framú'ð sína óljósa. Woodgate frá út tímabilið Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate verður ekki meira með spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabUi en hann þarf að gangast undir aðgerð á rifnum lærvöðva sem hefur plagað hann aUt frá því að hann gekk tU liðs við félagið í sumar og hefur gert það að verkum að hann hefur ekki spUað einn einasta leik með liðinu. Talsmaður spænska Uðsins staðfesti þetta í gær en heyrst hefiir að meiðsUn séu það alvarleg að þau gætu stefnt ferU Woodgates í hættu. Florentino Perez, stjómarformaður Real Madrid, hefur þrýst á lækna Uðsins að koma Woodgate aftur á vöUinn en það gerist ekki • '. á næstunni. ' * 11 r i r \ /; •• -.j. /; SnnBBBHHBHHf Smari Guðjt alhmm Frammistaða Eiðs Smára Guðjohnsen í úrslitaleik deildarbikarsins um síðustu helgi hefur verið mikið á milli tannanna á helstu fjölmiðlum Bretlandseyja undanfarna daga. Talað er um að loksins hafi Eiður fengið tækifæri í þeirri stöðu sem honum hentar best; í tómarúminu fyrir aftan framherjana og að þar fái hæfileikar hans að njóta sín til fullnustu. Hann fær frábæra dóma hjá fjölmiðlum og er í mörgum tilvikum valinn maður j leiksins. DV Sport lá forvitni á að vita hversu góður Eiður Smári raunveru- j lega er og hversu langt þessir hæfileikar hafi fleytt honum. Fengnir voru vel / valdir einstaklingar til að segja sitt álit á okkar ástkæra fyrirliða og þjóð- arstolti, þar sem einfaldlega var spurt: Já Nei □ iá gf Nei □ EGGERT MAGNÚSSON Formaður KSÍ: „Ekki spurning. Ég tel hann vera í hópi 10 bestu framherja Evrópu. Sven-Göran Eriks- son hefur sagt mér persónulega að hann sé mjög hrifinn afþeim hæfileikum sem Eiður býryfir og hann væri líklega byrjunarmaður í enska landsliðinu. Það segir mikið um hans getu. Framherjar eru mjög gjarnir á að hugsa bara um eitt - að skora mörk. Eiður er ekki í þeim hópi og hann skapar svo mikið. Það sást best í úrslitaleiknum um helgina að leikur Chelsea umbyltist eftir að hann kom inn á. Ég get ekki borið hann saman við Drogba því þeir eru svo ólíkir leikmenn en þegar horft er til alla þátta tel ég Eið vera einn afbestu framherjum Evrópu." GUÐJÓN ÞÓRÐARSON þjálfari Keflavíkur: „Ég held að Eiður Smári sé klárlega einn afbestu framherjum ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann spilar eins vel og hann getur. Hann er mjög fjölhæfur leikmaður en mér finnst eini galli hans vera sá að hann vantar meiri árásargirnd fyrir framan markið. Hann skorar frekar lunkin og skemmtileg mörk heldur en einhver potmörk. Hann er mjög góður I að koma sóknum afstað en ef spilamennska hans er skoðuð ofan í kjölinn þá sést að hann er ekki nógu fljótur að koma sér inni í vítateiginn eftir að hann hefur spilað boltanum frá sér. Efhann lagar þetta getur hann orðið betri en allir framherjar deildarinnar." ÓLAFUR GARÐARSON FIFA-umboðsmaður: ég tel að hann eigi heima í hópi og þá dreg ég frá áhrifin afþjóðernis- kenndinni. Hann hefur margt til brunns að bera sem aðrir hafa ekki, líkt og leikskilning og næmt auga fyr- ir spili en hann er ekki jafn góð- ur að klára færin og til dæmis Ruud van Nistelrooy og Thi- erry Henry. Það má heldur ekki gleyma því að hann spilar oft ekki alveg á toppnum. Hann dregur sig niður og er kannski meira i spil- inu en margir aðrir leikmenn," sagði Ólafur sem vildi ekki tjá sig um hvort Eiður Smári væri betri en Dennis Bergkamp en leik- stíll þeirra þykir vera svipaður. „Bara það að vera borinn sam- an við Dennis Bergkamp er heið- urísjálfusér." Já □ Nei gt Ó/IARTINSPINKS Blaðamaður hjá The Sentinel í Stoke: „Ég myndi ekki segja að Eiður væri einn affimm bestu framherjum í ensku úrvalsdeildinni eins og ' " erí dag. Hann á ekki fast sæti í Chelsea-liðinu í dag en efþað væri þá hefði hann svo sann- arlega hæfileika til að vera á meðai fimm bestu. Hann væri líklega í byrjunarliðinu hjá öll- um öðrum liðum í deildinni en Chelsea er með mjög sterkan hóp svo þetta er erfitt. Ég er hrifinn afhonum þvi hann er með góða tækni þrátt fyrir að vera stór og sterkur og hann getur skorað stórkostleg mörk. Ég hefði í það minnsta ekkert á mótiþvíað fá hann íStoke." I ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.