Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Side 27
DV Sport
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 27
ó
Joshua Helm bætti stigametið í núverandi fyrirkomulagi úrvalsdeildar karla
Fjórir 40 stiga leikir í röð hjá Joshua Helm
Joshua Helm, leikmaður KFI,
hefur vakið mikla athygli í vetur
þótt gengi liðsins hafi ekki verið
burðugt og fall í 1. deild sé stað-
reynd. Helm er langstigahæsti leik-
maður Intersport-deildarinnar í
vetur og hefur skorað 781 stig í 21
leik sem gera 37,2 stig að meðaltali
í leik.
Til samanburðar má nefna að
aðeins 9 leikmenn hafa náð að
skora yfir 37 stig í leik í deildinni í
vetur og aðeins tveir þeirra oftar en
einu sinni en það eru KR-ingamir
Cameron Echols (3) og Aaron
Harper (2). Joshua Helm hefur
skorað meira en 37 stig í níu leikj-
um. Helm hefur hreinlega farið
hamförum í síðustu leikjum en í
Grindavík skoraði hann yfir 40 stig
íjórða leikinn í röð en hann var
með 44 stig gegn ÍR í Seljaskóla,
skoraði 48 stig í heimaleikjum
gegn bæði KR og Hamar/Selfoss og
svo 43 stig í Grindavík í fyrrakvöld.
Helm þurfti 25 stig í Grindavík
til að bæta stigamet Stevie Johnson
í núverandi fyrirkomulagi úrvals-
deildarinnar sem hefur verið við
lýði síðan 1996. Stevie „Wonder"
skoraði 762 stig í 22 leikjum með
Haukum 2002-2003 en Johnson er
einnig í fimmta sæti listans með
þau 670 stig sem hann skoraði fyrir
Þór Akureyri árið á undan. Helm
bætti met Johnson í lok þriðja leik-
hluta, skoraði 18 stigílokaleikhlut-
anum og vantar nú aðeins 19 stig
til að vera tíundi maðurinn í sög-
unni til þess að skora yfir 800 stig á
einu tímabili.
Danny Shouse er sá eini af þeim
sem afrekaði slikt í færri leikjum en
Helm (20 leikir og 800 stig tímabil-
ið 1980-81 - 40 stig að meðaltali)
en Frank Booker er næstur af hin-
um en hann skorað 881 stig í 26
leikjum með Val 1991-92.
Auk þessa hefur Helm tekið
14,1 frákast að meðaltali í leik og
hefur náð tvennum í 19 af 21 leikj-
um sínum í vetur sem er það lang-
besta í deildinni. Helm hefur að
sjálfsögðu slegið félagsmetið í
stigaskorun og vantar nú 14 fráköst
í síðasta leiknum gegn Skallagrími
til þess að bæta félagsmet James
Cason í fráköstum en hann tók 308
ffáköst fyrir KFÍ veturinn 1998-99.
Hvernig sem fer er ljóst að Jos-
hua Helm hefur sett sitt mark á
metabækumar í íslenska körfu-
boltanum.
ooj@dv.is
37 stig í leik Joshua Helm hefurþegar bætt stigametiö
þótt einn leikur sé enn eftir aflntersport-deildinni.
FLEST STIGÁTÍMABILI
Joshua Helm hjá KFf er þegar
búinn að bæta stigametið í
úrvalsdeildinni undir núverandl
fyrirkomulagi þótt enn sé einn
leikur eftir af Intersport-delldinni.
Flest stig á 22 leikja tímabili:
781 Joshua Helm
KF( 2004-05
762 Stevie Johnson
Haukar 2002-03
727 Dwayne Fontana
KF( 2000-01
707 Brenton Birmingham
Grindavík 1999-2000
670 Stevie Johnson ÞórAk. 2001-02
► Tólf lið hafa spilað 22 leiki frá og
meðtímabilinu 1996-97.
Stórleikur í
Grindavík
Það verður stórleikur í
Grindavík í kvöld í lokaumferð
Intersport-deildarinnar þegar
heimamenn fá KR-inga í
heimsókn í Röstina. Það era flestir
sammála um að það búi mun
meira í þessum tveimur liðmn
heldur en staða þeirra gefrn til
kynna en fyrir leikinn eru
liðin í 7. (KR) og 8. sæti
. (Grindavík).
j . v. Grindvíkingar
þurfa sigur til þess
aö vera öryggir inn
í úrslitakeppnina en
einnig til þess að verja
metið sitt sem eina lið í
sögu úrvalsdeildar karla
sem hefur aldrei verið
með undir 50% sigur-
hlutfall. Tapi Grindavík
eiga Haukar möguleika á
að komast upp fyrir þá
> —1 með sigriíNjarðvíkog
skilja þar með
Grindavíkurliðið eftir
«4 utan úrslitakeppn-
* _ innar í fyrsta
sinn síðan 1992.
KR-ingar eru öryggir inn í
úrslitakeppnina og geta með sigri
og hagstæðum úrslitmn f öðrum
leikjum komið sér ofar, jafnvel
upp í 5. sætið, tapi Skallagrímur
og ÍR bæði sínum leikjum þar
sem KR er með betri
innbyrðisstöðu gegn báðum
þessurn Uðum.
Gott gengi
Haukanna
Haukar hafa tmnið fjóra af
fimm leikjum með Demetric Shaw
og þurfa sigm í Njarðvík til að eiga
einhverja möguleika á að komast
hm í úrslitakeppnina. Njarðvík er
öruggt með 3. sætið og hefur því
að lidu að keppa í þessum leik.
Af öðrum leikjum kvöldsins má
nefha síðustu leiki KFÍ (gegn
Skallagrími í Borganesi) og Tinda-
stóls (gegn Snæfelli í Hólminum) í
úrvalsdeildinni í bili, Fjölnismenn
taka á móti Keflavík og ÍR-ingar
sækja Hamar/Selfoss heima á
Selfoss. Hamar missir nú af
úrslitakeppninni í fyrsta sinn f
sögu liðsins í úrvalsdeildinni.
I kvöld kl. 21:30
Fifth Gear er einn vinsælasti bílaþáttur Breta. f honum er
allt sem viökemur bílum tekið fyrir á magnaðan og
spennandi hátt.
besta sætið
515 6100 • syn.is • Skffan • Og Vodafone