Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Qupperneq 33
DV Menning
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 33
Ritið fjallar um fornleifafræði
Ritið heitir tímarit Hugvísindastofnunar Há-
skólans. Það hefur komið út í fjögur ár og er
nýkomið út annað hefti ársins 2004 og er
helgað fornleifafræði. Heftið er nær 260 siður
og hefur að geyma greinar er varða þemað
eftir Gavin Lucas, íslensk fornleifafræði í
—1 norður evrópsku sam-
Ritfregn hengi; Kristján Mímisson
sem kallar eftir faglausri
hugsun í fornleifafræði. Steinunn Kristjáns-
dóttirog Orri l/ésteinsson rita einnig um efnið.
Öll gera þau upp stöðuna í íslenskri fornleifa-
fræði, hvert á sinn hátt og er heftið því greinarbesta yf-
irlit sem komið hefur út um langt árabil um stöðu okkar
iþeirri vísindagrein. í heftinu birtast einnig Ijósmyndir
af hauskúpum frá uppgreftrinum á Skriðuklaustri,
meðal annars afþeim kúpum sem taldar voru
af inúíta-konum til skamms tíma.
Þá er i heftinu umræða um tjáningafrelsið og
virkjunarmál, þar sem þeir leggja til lagða
Guðmundur Heiðar Frimannsson og Ólafur
Páll Jónsson. Þröstur Helgason skoðar nýjar
þýðinga á fræðiritum. Guðni Elísson skoðar
nýjar sýningar Þjóðminjasafnsins í langri grein
og Baldur Hafstað ræðir um Stephan G. og Ind-
iaána. Þá birtir Ritið tvær þýddar greinar um
fornleifafræði eftir þá lan Hodder og Martin
Carver. Heftið er brýn viðbót við fræðilega
umræðu og verður fjallað nánar um þá á þessum síðum
seinna. Því er dreift af Háskólaútgáfunni og má panta
það á vefhennar, en einnig er það selt í öllum meiri-
háttar bókaverslunum.
Teikningar verða aðalefni í nýrri sýningu Safnsins, prýði
Laugavegarins, sem opnar á laugardag. Þar eru erlendir
myndlistarmenn að sýna í félagi við Ingólf Arnarsson.
Á Laugavegi 37 í Reykjavík í gam-
alli gallabuxnabúð er Safrúð, eina
opna einkasafnið á íslandi um sam-
tímalist. Það eru þau Pétur Arason og
Ragna Róbertsdóttir sem eiga Safnið
og reka með styrk frá Reykjavíkur-
borg. Á laugardaginn opna nýjar sýn-
ingar í Safninu en þar eru að staðaldri
nýjar sýningar á vegum myndlistar-
manna sem blanda verk sín saman
við eldri verk Safnsins. Að þessu sinni
er það Ingólfur Amarsson myndlist-
armaður og prófessor í Listaháskól-
anum sem sýnir teikningar á Lauga-
veginum.
Ásamt málverki er teikning helsti
miðill Ingólfs og eiga verk hans sam-
eiginlegt að vera afar fínleg og unnin
af þolinmæði og nákvæmni. Teikn-
ingarnar eru gerðar með nostursam-
innsetningarlistamaður kom sérstak-
lega og setti upp verk í safninu.
Eigandi gallerísins Pierogi er einn
sýnenda, Joe Amrhein, og verður
hann viðstaddur opnunina en hinir
listamennirnir eru Dawn Clements,
Brian Conley, Kim Jones, John J.
O'Connor, Tavares Strachan og
Daniel Zeller.
SAFN Laugavegi 37 er opið mið-
vikudaga til föstudaga frá 14 til 18 og
laugardaga og surmudaga frá 14 til
17. Þar er til húsa ágætis bókasafn um
samtímalist sem er öllum opið ásamt
aðgangi að nettengdri tölvu. Gestir
geta óskað leiðsagnar alla laugar-
daga, hvenær dagsins sem er. Nánari
upplýsingar eru á heimasíðu SAFNS,
www.safn.is
legum blýantsstrokum sem endur-
spegla ljós og skugga með hug-
leiðslukenndum hætti.
Frá húnu forvitnilega galleríi Pier-
ogi, í New York, koma verk eftir sjö
listamenn. Galleríið er þekkt fyrir að
gestum er boðið að skoða verk eftir
mikinn fjölda listamanna í stórum
skjalaskúffum, svokölluðum éFlat
Filesí. Þannig eru verkin í Pierogi að
megninu til unnin á pappír, teikning-
ar, grafikverk eða ljósmyndir. í hópn-
um sem sýnir í Safni er áhersla lögð á
teikningu.
Vinsældir og áhugi á þeim miðli
hafa farið vaxandi síðustu misseri
enda margir listamenn að vinna með
teikningu á athyglisverðan hátt nú
um stundir. Einnig verða til sýnis
ljósmyndir og fleira auk þess sem
Koddamaðurinn æfður fyrir Litla sviðið
Nú standa yflr æfingar á Kodda-
manninum, írsku verðlaunaverki
eftir Martin McDonagh sem hér er
orðinn þekktur af verkum sínum
Halta Billa og Fegurðardrottning-
unni frá Línakri. Um frumflutning
hér á landi er að ræða en áður hef-
ur það gerst að verk Martins hafa
verið frumsýnd af áhugamannafé-
lögum eins og raunin var með
Halta Biila norður á Húsavflc.
Það er Þórhallur Sigurðsson sem
leikstýrir en hann var einn þeirra
eldri leikara sem sögðu samningi
sínum lausum hjá Þjóðleikhúsinu á
dögunum og hyggst nú einbeita sér
að fræðslustarfi fyrir Þjóðieikhúsið
jafriffam leikstjórn, en hann hefur
um áratuga skeið verið virkur í
barnaleikhússtarfi. Verkið sem
hann vinnur að um þessar mundir
er þó enginn barnaleikur.
Rithöfundur í einræðisríki er
kallaður til yfírheyrslu. Hvers
vegna? Skyldi það hafa eitthvað að
gera með smásögur sem hann hef-
ur birt og minna surnar óþægilega
á hroðalega glæpi sem framdir hafa
verið í borginni á undanförnum
mánuðum?
Koddamaðurinn er nýlegt verk
sem hefur vakið mikla athygli
Martin McDonagh, írska leikskáldið
unga, sem er að hverfa frá horfinni
sveit til hrottalegs nútíma.
Martin er einn athyglisverðasta
höfundur samtímans í Bretlandi og
hér víkur hann enn frá þeim írska
veruleika sveitanna sem hefur ver-
ið ráðandi í fyrri verkum hans sem
hér hafa sést. Viðfangsefni hans að
þessu sinni eru tengsl lífs og listar,
um ábyrgð listamannsins gagnvart
samfélaginu og stöðu einstaklings-
ins í landi þar sem rfldr harðstjórn.
Koddamaðurinn hlaut Olivier-
verðlaunin árið 2004 sem besta
nýja leikritið.
Hið unga leikskáld Martin
McDonagh hefur vakið mikla at-
hygli á síðustu árum fyrir óvenju
vel byggð leikrit sem einkennast af
harkalegum átökum og kaldrana-
legum húmor og fjalla um kynlega
kvisti í afskekktum byggðarlögum á
vesturströnd írlands. McDonagh
sló í gegn aðeins 25 ára aö aldri
þegar leikrit hans Fegurðardrottn-
ingin frá Línakri var sýnt hjá Royal
Court-leikhúsinu í London árið
1996 og í Borgarleikhúsinu 1998.
Leikrit hans hafa meðal annars ver-
ið sýnd við miklar vinsældir á ír-
landi, í London og New York en
þau hafa verið þýdd á 28 tungumál
og sýnd í 39 löndum. Þjóðleikhúsið
sýndi verk hans, Halta Billa, haust-
ið 2002 í leikstjórn Þórhalls.
Leikendur eru meðal annarra
Amar Jónsson, Rúnar Freyr Gísla-
son, Sigurður Sigurjónsson, Þröst-
ur Leó Gunnarsson. Þýðandi er
Ingunn Ásdísardóttir, um lýsingu
sér Bjöm Bergsteinn Guðmunds-
son, höfundur leikmyndar og bún-'
inga er Vytautas Narbutas og leik-
stjóri er sem fyrr segir Þórhallur
Sigurðsson. Framsýning verður á
Litla sviðinu 1 aprfl skömmu eftir
páska.
Bóksölulistar
Listinn er gerdur út frá
sölu dagana 23. febrúar til
1. mars og tekur til sölu í
bókabúðum Máls og menn-
ingar. Eymundsson og
Pennans
AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR
SÆTI BOK
K
HOFUNDUR
Skugga Baldur (kilja) - Sjón
Karlmannahandbokin - Barbara Enander
3. Tantra fyrir elskendur - Annle Johnson
4. Englar og Djöflar (kilja) - DanBrown
5. Belladonna-skjaliö (kilja) - lan Caldwell
6. Skugga Baldur - Sjón
7. Fólkið í kjallaranum (kilja) - Auður Jónsdóttir
8. 350 stofublóm - Robert Herwig
9. Hvalir við ísland - Mark Cawardine
10. Bakað úr spelti - Fríða S. Böðvarsdóttir
SKALDVERK - INNBUNDNAR
Skugga Baldur - Sjón
2. Sálmabók - ýmsir höfundar
3. Belladonna-skjallð - lan Caldwell
4. Kleifarvatn - Arnaldur Indriðason
5. Konan sem man - Unda Ley Shuler
6. Stúlka með perlueyrnalokka - Tracy Chevalier
7. Karitas án titils - Kristín Marja Baldursdóttir
8. Dauðans óvissi tími - Þráinn Bertelsson
9. Paddy Clarke Ha ha ha - Roddy Doyle
10. Baróninn - Þórarinn Eldjárn
SKALDVERK - KILiUR
Skugga Baldur (kilja) - Sjón
2. Englar og djoflar -
3. Belladonna-skjalið - lan Caldwell
4. Fólkið í kjallaranum - Auður Jónsdóttir
5. Híbýli vindanna - Böðvar Guðmundsson
6. Furðulegt háttalag hunds um nótt - Mark Haddon
7. Ýmislegt um risafurur og tímann - Jón Kalman Stefánsson
8. Sagan af Pí - Yann Martel
9. íslandsklukkan - Halldór Laxness
10. Kvenspæjarastofa númer eitt - Alexander McCall Smith
HANDBÆKUR - FRÆÐIBÆKUR - ÆViSOGUR
1. Karlmannahandbókin - Barbara Enander
2. Tantra fyrir elskendur - Anne Johnson
3. Hvalir vlð ísland - Mark Carwardine
4. 350 stofublóm - Robert Herwig
5. Bakað úr spelti - Fríða S. Böðvarsdóttir
6. Árin eftir sextugt - Hörður Þorgilsson og Jakob Smári
7. íslendingar - Sigurgeir Sigurgeirsson og Unnur Jökulsdóttir
8. 100 góðir réttir frá Miðjaröarhafi - Diana Seed
9. Andvökuskáld: Stephan G. Stephanson - Viðar Hreinsson
10. Hreystin kemur innan frá - Maria Costantino
BARNABÆKUR
1. Jói og risaferskjan - Roald Dahl
2. Atlas barnanna - Anita Ganieri og Cris Oxlade
3. Litla lirfan Ijóta - Friðrik Erlingsson og Gunnar Karlsson
4. Ævintýri H. C. Andersen - Vaka Helgafell
5. Hvar er Valll? - Martin Handford
6. Á sveitabænum - Nikkubók - Jírina Lokerova
7. Grimms ævintýri - Vaka Helgafell
8. Kapalgátan - Jostein Gardner
9. Dýrin á bænum hans Donalds gamla - Shena Morey
10. Aldrei aftur nörd - Thorstein Thomsen
ERLENDAR BÆKUR - ALLiR FL0KKAR
1. The Rule of Four - lan Caldwell & Dustin Thomason
2. Monday Mourning - Kathy Reichs
3. The Other Side of the Story - Marian Keyes
4. Brother & Sister - Joanna Trollope
5. Angels and Demons - Dan Brown
6. Ransom - Daniella Steel
7. 3rd Degree - James Patterson
8. Robert Ludlum’s - Bourne Legacy - Eric Van Lustbader
9. With No One as Witness - Elizabeth George f
10. The Messiah Code - Michael Cordy J
ERLENDAR VASABROTSBÆKUR
1. The Rule of Four - lan Caldwell & Dustin Thomason ' 1
2. Monday Mourning - Kathy Reichs
3. The Other Slde of the Story - Marian Keyes
4. Brother & Sister - Joanna Trollope
5. Frankenstein - Dean Koontz og Kevín J. Anderson
6. Ransom - Daniella Steel
7. 3rd Degree - James Patterson
8. Robert Ludlum’s - Bourne Legacy - Eric Van Lustbader
9. Garden of Beasts - Jeffrey Deaver
10. The Taking - Dean Koontz
Vasabókalistinn byggir á sölu í ofannefndum verslunum
auk dreifingar í aðrar bókabúðir og stórmarkaði á vegum
Pennans/Blaðadreifíngar
'9'