Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Blaðsíða 39
DV Síðasten ekki sist
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 39
m
Frelsið eryndislegt!
í ljósi vafasamra viðskiptahátta
íslenskra „stór‘‘-fyrirtækja síðustu
misserin hlýtur maður að spyrja sig
hverju sæti. Hvernig í hoppandi
stendur á því að menn sem njóta
virðingar í samfélaginu, hafa kom-
ið sér vel fyrir og er treyst fyrir gríð-
arlegri samfélagslegri ábyrgð með
rekstri stórra fyrirtækja á litlum
markaði í litiu hagkerfi geta verið
svona óheiðarlegir? Nægir þar að
nefna stjórnendur olíufélaganna,
tryggingafélaganna, viðskipta-
bankanna, og nú síðast, bygginga-
verktaka.
Reyndar er kannski vægt til orða
tekið að tala um óheiðarleika. Það
gefur til kynna minniháttar svik
sem ekki valda neinum meiriháttar
samfélagslegum skaða. Nær væri, í
ljósi þeirrar samfélagslegu ábyrgð-
ar sem þeim er treyst fyrir að axla -
í nafni frelsisins - að tala um
hreina siðblindu. Eða hvað?
Þegar litið er til áhrifa þessara
myrkraverka á verðlag og verð-
bólgu í landinu, með tilheyrandi
margfeldisáhrifum á síhækkandi
skuldir heimilanna, erum við ekki
að tala um einhverjar smávægi-
legar yfirsjónir. Að ekki sé
minnst á síendurtekin skila-
boð þessara svikahrappa út
í samfélagið um að svik og
prettir borgi sig á endanum,
þrátt fyrir allt. Hvað gengur
þessum mönnum eiginlega
til? Kunna þeir ekki að
skammast sín?
Hallelúja!
Sífellt er að koma betur
og betur í ljós hversu illa
þessir menn eru að
höndla frelsið. Gallinn á
frelsinu er vitaskuld sá að
því fylgir ábyrgð í orði en
ekki á borði. Það virðist
engu skipta hversu oft eða
ákveðið menn eru minntir
á ábyrgð sína af stjórn-
málamönnum - meira að
segja formönnum stjórnar-
flokkanna (þeir mega þó
eiga það), ekkert gerist.
Hvar endar þetta? Svo
virðist sem þessir mógúl-1
ar, sem sjálfir hagnast
um milljarða á öllu saman
Ðavíð Sigurþórsson
segir skuldir
heimilanna vinda upp
á sig í takt við athafnir
siðblindra og óábyrgra
kaupahéðna
Kiallari
með stokk-obsjónum og Guð má
vita hverju, skilji ábyrgð sína sem
svo að hún beinist eingöngu gegn
hluthöfunum, s.s. þeim sjálfum.
Arðsemi ofar ábyrgð - hallelúja!
Ojbara!
Það þarf enda ekki að skrapa
mikla skán af skítahaugnum til að
fnykurinn gjósi upp. Skemmst er
að minnast ábendinga Hjálmars
Árnasonar og Ögmundar Jónas-
sonar á ítrekaðar tilraunir bank-
anna til að kreista líftóruna úr
íbúðalánasjóði, svo þeir geti nú
notið frelsisins til að víla og díla
með fjöregg landsmanna í friði.
Guð forði okkur frá því. Svo neita
þeir náttúrulega öllu saman og
henda bara þeim mun
hærri upphæðum í að
„Svo neita þeir náttúruiega öllu saman og
henda bara þeim mun hærri upphæðum í að
dæla vellyktandi ímyndar- og auglýsingaúða
upp í vit landsmanna til að kæfa stinkinn og
halda aftur afógleðinni."
dæla vellyktandi ímyndar- og aug-
lýsingaúða upp í vit landsmanna til
að kæfa stinkinn og halda aftur af
ógleðinni. Og kaupa sér bara fleiri
háskólakennara og fræðimenn til
að koma fram fyrir sína hönd og
halda því fram að allt sé í himna-
lagi miðað við einhverjar hókus-
pókus-forsendur. Kommon! Það
sér hvaða þöngulhaus sem er í
gegnum þessi ódýru partítrix. Og
þó að bönkunum hafl að mestu
tekist - hingað til! - að halda sig
réttum megin við lögin, sem geta
náttúrulega verið teygjanlegri en
Húbba Búbba á heitum degi, þá
eru þeir óravegu frá því að geta tal-
ist heiðarlegir í samfélagslegu
samhengi.
Skamm!
Samkvæmt lögmálum annarra
landa um afleiðingar siðblindu í
viðskiptum ættu sumir þessara
manna í það minnsta að vera bún-
ir að vera í íslensku viðskiptalífi, ef
ekki hreinlega kippt úr umferð. All-
ar kröfur um að þeir axli siðferðis-
lega ábyrgð af glæpum sínum gegn
þjóðinni hrökkva af þeim eins og
Dom Perignon af gæs. Enda sér
maður þá valsa um, glaðbeitta með
glott á vör, milli stjórnarfunda úr
einni fyrirtækjasamsteypunni í þá
næstu, sönglandi með Nýrri
danskri: „Frelsið er yndislegt, ég
geri það sem ég vil. Skyldi mað-
ur verða leiður á því til
lengdar að láta sem ekk-
ert sé?“ Skamm!
V *
■•■W
Talstöðin
FM 90,9
ALLT & SUMT MEÐ
HALLGRÍMI THORSTEINSSYNI
OG HELGU VÖLU HELGADÓTTUR
L Alla virka daga kl. 15.
Sandkorn
Eirikur Jónsson
• Uppi varð fótur
og fit í höfuðstöðv-
um Icelandair í New
York í byrjun síðasta
mánaðar þegar
þangað hringdi
heimsfrægur miðill
og lýsti áhyggjum
sínum. Sagði miðillinn að hann
hefði vonda tilfinningu fyrir dag-
setningunum 7., 17. og 27. febrúar.
Þetta væru dagar sem flugfélagið
þyrfti að vara sig á. I
fýrstu tók starfsfólk
þetta ekki alvarlega
en fiskisagan flaug
og þegar dagarnir
runnu upp voru allir
á tánum. Flugfreyja
sem flaug frá New
York 7. febrúar seg-
ist aldrei hafa kynnst öðrum eins
taugatitringi hjá áhöfhinni og það
sama gilti um aðrar sem flugu 17.
og 27. febrúar. Allt fór þó vel...
*■
• Ogmeiraum
Flugleiðir, Ragnhild-
ur Geirsdóttir sem
nýlega var ráðinn
forstjóri félagsins
átti sér þann draum
fyrir nokkrum árum
að verða flugfreyja.
Fór hún í flugfreyju-
próf en féll. Hún var þó nógu klár til
að verða forstjóri félagsins...
• Uppsagnir Tinnu Gunnlaugs-
dóttur í Þjóðleikhúsinu hafa mælst
vel fyrir og ekki síst
hjá þeim sem sagt
var upp. Spaug-
stofumennirnir
Randver Þorláksson,
Sigurður Siguijóns-
son og Pálmi Gests-
son höfðu þó vit á
því að segja sjálfir upp frekar en að
láta reka sig. Mun Tinna hafa gert
þeim ljóst að ekki dygði að vera frá
tvo daga í viku hverri við upptökur
á Spaugstofunni þegar menn væru í
fullu starfi við Þjóðleikhúsið...
• Spaugstofan er nú á sínu þrett-
ánda ári í Ríkissjónvarpinu og ef
þeir félagar hafa tekið tvo daga í
hverri viku yfir vetrarmánuðina til
að vinna við upptökur vegna
skemmtiþáttarins geta allir reiknað
hversu marga daga þeir hafa verið
frá samningsbundnum störfum
sínum í leikhúsi allra skattgreið-
enda. Munu annir þeirra við
Spaugstofuna hafa komið niður á
æfingaferli fjölmargra leikrita sem
þeir tóku þátt í. Þykir Tinna Gunn-
laugsdóttir hafa sýnt skörungs-
skap, stjórnvisku og kjark þegar
hún lét til skarar skríða gegn því
fáránlega vinnulagi sem tíðkast
hefur í Þjóðleikhúsinu...
• Björk Guðmundsdóttir kann vel
við sig á nýju heimili við Ægisíð-
una í Reykjavík.
Segist hún nú vera
að hugsa um að
kaupa sér trillu til
'tiö hafa I flæðarmál-
inu fyrir neðan
húsið sitt. Gæti hún
þá róið til fiskjar á
góðviðrisdögum og jafnvel alla leið
yfir til forsetans á Bessastöðum
þegar samkvæmum er slegið þar
upp...