Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst
FÖSTUDAGUR 11.MARS 2005 3
í Austurbæjarskóla er fjölmenningarlegur skóli. Þessir
hressu ungu krakkar notuðu frímínúturnar til þess að leika
sér á skólalóðinni þegar ljósmyndara bar að garði. í skólan-
um fer fram svokölluð fjölmenningarleg kennsla þar sem
áherslan er lögð á sjálfsagð-
an fjölbreytileika fólks. í
öllum bekkjum er margs
konar fjölbreytileiki til staðar. Börn eru af óliku kyni, koma
úr ólíkum fjölskyldum, þau hafa ólík viðhorf og reynslu að
baki, mismunandi áhugamál og mismunandi hæfileika.
Skyndimyndin
Ólíkur uppruni er aðeins einn þáttur fjölbreytileikans.
Markmið fjölmenningarlegrar kennslu er að nemendur læri
að virða þennan ijölbreytileika og að nýta hann. Fjölmenn-
ingarkennsla er ekki viðbótarfag heldur liggur hún þvert í
gegnum öll svið kennslunnar á öllum aldursstigum.
Fjölmenningarleg kennsla leitast við að kenna börnum
að takast á við fjölbreytileikann í umhverfi sínu, virða hann
og gera sér grein fyrir gagnsemi hans. Það var gaman hjá
krökkunum sem nutu veðurblíðunnar í gær.
Spurning dagsins
Hvervinnur Idolið?
Stemmningin ermeð
Hildi Völu
Ég held meö Heiðu en ég hefþað á tilfinn-
inguni að Hildur Vala taki þetta. Það er eins
og stemmningin sé með henni.
Ég ætla samt að leggja mitt af
mörkum svo að Heiða vinni
og kjósa hana í kvöld.
Þóra Björk Ingólfsdóttir
verslunarstjóri.
.............. ...............
Ég hefbara
ekkert fylgst
með þessari
keppni þannig
að ég hefekki
hugmynd um
hvernig þetta
fer.
Halla Eiríksdóttir
upplýsingafulltrúi.
Hildur Vala
vinnur. Hún er
töffari og kann
að fara með
svona keppni
og alla
ábyrgðina sem
henni fylgir. Ég
ætla að kjósa Hildi.
Skúli Arason
upplýsingafulltrúi.
Það er erfitt að
segja hver vinn-
ur, ég ruglast
alltafá þessum
stelpum. Ég
held að Hildur
Vala vinni, hún
hefur unnið mikið á og ég hef
trú á að hún klári þetta í kvöld
með stæl. Hún fær mitt atkvæði.
Gunnar Finnsson rafvirki.
Hildur Vala
vinnur i kvöld.
Égerekki
búinn að fylgj-
ast mikið með
en ég sá síð-
asta þátt. Þá
heillaði Hildur mig og ég trúi því
að hún vinni í kvöld.
Karl Óskar Svendsen múrari.
Úrslitin í Idol stjörnuleit fara fram í Smáralind í kvöld.
Lausir og liðugir á dýrðartímum
§ • >■-
y~r
Knattspyrnumenn f Atlavfk
Magnús Jónsson KR-ingur,Jón Gunnar
Sveinsson Framari, Halldór Eiösson úr
Ungmennafélagi Borgarfjaröar, Njáll
Eiðsson Valsari og Bjarni Jóhannsson.
„Þetta var á útihátíð
þegar Atlavík var og hét. Ég held að
Kristján Már Unnarsson hafi tekið
þessa mynd. Hann var einmitt á Dag-
blaðinu á þessum tíma," segir Bjami
Jóhannsson, knattspymuþjálfari hjá
Breiðabliki.
Myndin af Bjama og félögum
hans er tekin verslunarmannahelg-
ina 1983; sumarið áður en Bítilinn
Ringo Starr mætti með Stuðmönnum
á svæðið. „Við vorum auðvitað þá
líka. Stuðmenn vom alltaf þama og
Atlavík var „in“ þá,“ segir Bjarni.
„Þetta var með síðustu hátíðinum í
Atlavík. Það er alveg synd
að Atlavíkurhátíðin skuli
hafa verið felld niður því
þetta var alger dýrðartími."
Bjami er frá Neskaupstað en
lék á þessum tíma með íþrótta-
bandalagi fsafjarðar sem þá var í
efstu deild. Hann segir þá félaga sem
em með honum á myndinni aila hafa
verið í Atlavík ár eftir ár.
„Við vomm þama lausir og liðugir
og í léttum gír. Ég held til dæmis að
þegar myndin var tekin hafi verið
eina skiptið sem Jón var með lífs-
marki á þessari hátíð," segir Bjami og
hlær. „Vlð skemmtum okkúr kon-
unglega."
Að láta til skarar skrfða
Orðatiltækið að iáta til skarar skriða er
meðai annars þekkt úr Svarfdælasögu, að
því er segir I Mergi málsins, bókJóns G.
Friðjónssonar. Skör merkir til dæmis brún,
kantur eða stigapallur. Jón segir nútíma-
rriyndina trúlega eiga við
um Isrönd. Þá erlíkingin að
láta til skarar skríða dregin
afskipi sem brýtur sér leið i gegnum ísinn.
Málið
ÞEIR ERll FEÐGAR
Ferðakóngurinn og ferðafrömuðurinn
Feröaskrifstofukóngurinn Andri Már Ingólfsson í
Heimsferðum er sonur ferðamáiafrömuðarins og
kórstjórnandans Ingólfs Guðbrandssonar. Ingólfur,
sem er fæddur á Kirkjubæjarkiaustri áriö 1923, var
stofnandi ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Slðar hefur
hann rekið Heimskiúbb Ingólfs. Hann stýrði Póly-
fónkórnum um árabil. Andri er fæddur IReykjavik
árið 1963. Móðir Andra er Laufey Kristjánsdóttir,
sem fæddist á Djúpavogi árið 1931. Eva Mjöll Ing-
ólfsdóttir er alsystir Andra. Þau eiga níu hálfsystkin
Www.markisur.com
Dalbraut 3, 105 Reykjavík * Nánari upplýsingar í síma
567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar