Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005
Neytendur DV
Steini sleggja er þúsundþjalasmiöur DVog reddar málunum fyrir les-
endur. Hann tekur á móti áþendingum og svarar spurningum iesenda í
gegnum netfangið heimiii@dv.is.
er gulli bet
Munnhamar Slaghamrar með
timburskafti. Geta verið góðir til
sin brúks en hamarinn á það til
að losna afskaftinu.
Klaufhamar er gott alhliðaverkfæri sem ætti að
vera til á hverju heimili. Það þarf að vanda valið þeg-
ar farið er út í byggingarvöruverslun og þar gild-
ir að fjárfesta í gæðum. Klaufhamar verður
alltaf klaufhamar og er ekki mikið svigrúm fyr-
GúmmíhamarGóðiyrþegor lemja á
eitthvað sem ekki má sjá á.
ir tækni-
ffamfarir á
því sviðí. Góð verkfæri eiga að endast nokkra
mannsaldra og það á líka við um hamarinn.
Litill eða stór?
Munurinn á
hömrunum ligg-
ur í þyngdinni.
Því þyngri sem
hann er, því auð-
veldara er það að
negla svera nagla.
Helstu stærðirnar á
hömrum eru 8,12,
16 og 20
únsur. Ein
únsa er 28,3
grömm. Til
heimilisnota
væri 16 únsu
hamar fínn.
Það er
þægilegt
að nota
hann, auðvelt
að negla með honum.
Hitt er meira fyrir
yngri kynslóðina.
Þú gerir elcki mikið
meira en að negla litla
stálnagla með 8 únsu hamri. Hann er fínn til þess að
nota í einhverskonar fínsmíði eða þegar á negla upp
myndir. En það er vel hægt að nota stærri hamar
þegar hengja á upp myndir.
8 únsur Hentar
fyrir fínsmiði en
litið meira
20 únsur Betri
stærri en minni.
„Þegar ég fæ mér verkfæri, lít
ég svo á að ég sé að fá erfða-
grip sem ég muni láta ganga
til barna minna. Sjálfur á ég
hamar frá afa mínum og kú-
bein sem nær sennilega allt
til landnámsaldar. Góð verk-
færi eiga að endast nokkra
mannsaldra."
Verkfæri
eftlr
hentug-
leika
Fólk á að kaupa
verkfæri sem hentar
fyrir verkefnið sem er
framundan. Það þýðir
ekkert að fara upp á þak
með 8 únsu hamar eða 10
kílóa sleggju. Eins og með öll
verkfæri er úrvalið á hömrum
gríðarlega mikið. Þótt það sé
meginreglan þarf það ekkert
endilega að eiga við að verð
og gæði haldist í hendur. Stærðin
skiptir líka máli, það er hægt að
kaupa of litla eða of stóra hamra. Það
þarf einnig að passa upp á að klaufin
sé vel hönnuð, hún má ekki vera það flöt að
liamarinn geti staðið upp á enda. Ekki
heldur of bogin þannig að ekki sé
hægt að koma klaufinni að vegna
skaftsins.
Varasöm timbursköft
Hamrar með timburskafti eiga það
16 únsur Góð
stærð. Hentar
fyrir fiest allt
heimiiisbrúk.
Sleggjan Gott þegar brjóta á vegg.
Ekki þegar hengja skai upp myndir.
Slaghamrar
Svo er líka til slaghamrar. Til dæmis iðnaðar-
hamrar sem almennir horgarar hafa ekkert að gera
við nema viðkomandi ætli að fara út í að rétta bfla
eða stunda einhvers konar málmsmíði. En svo eru
líka til gúmmíhamrar sem eru þægilegir upp á að slá
saman parket eða eitthvað slíkt. Gúmmfhamrar eru
líka til með timburskafti, einnig eru til hamrar með
nælonhaus. Þá er gott að nota þegar lemja á saman
hluti sem ekki má sjá á, eins og parket. En þá dugar
það líka vel að leggja spýtukubb að parketinu og
brúka hefðbundinn 16 eða 20 únsu hamar.
til, sérstaklega ódýrari gerðirnar, að
hamrarnir sjálfir eru illa festir á skaft- |
ið. Það eru ýmis leiðindi sem fylgja því
eins og margir kannast eflaust við. En
það er reyndar ráð við því. Ef skaftið er
timburlakkað má pússa með grófum
sandpappír neðan af skaftinum (ekki
saga eða neitt slíktjog dýfa honum svo ofan í salt-
vatn. Þá myndast þensla í viðnum sem heldur hamr-
inum betur á skeftinu og um leið fúaver viðinn.
Þetta verður að vera saltvatn, annars fúnar viðurinn.
í raun er þarna verið að búa til rekaviðsskefi enda
rekaviður besti viður heims eins og allir íslendingar
eiga að vita.
Málunum reddað!
Steini sleggja.
Ertu með góða ábendingu?
Sendu okkur tölvubréfá heimili@dv.is efþú ert með ábendingar um skemmtilegt
viðfangsefni á heimilissiður DV.
Þythokkíborð á tilboði
BYKO-bæklingurinn með tilboð-
um sem gilda út marsmánuð kom út
fýrir skömmu. Þar kennir ýmissa
grasa eins og gefur að skilja. Einn af
skemmtilegri vörunum sem voru á tilboði
var þythokkíborð sem fæst á 24.900 krón-
ur. Þetta er alvöru græja sem vitanlega
þarf að tengja við rafmagn. Þythokkíborð
hefur verið víða til í spila- og keilusölum og ávallt
vinsælt hjá yngri kynslóðinni. Kannski fermingar-
gjöfin í ár?
Kreditkort eru böl. Klipptu það í
sundur áður en þú sekkur dýpra. Ef
þú ert ein(n) af þeim sem átt nánast
aldrei fýrir kreditkortareikningnum
um mánaðamótin þá á þessi fullyrð-
ing við um þig. Ef þú lifir á þeim
peningum sem þú átt ekki enn, í
stað þess að komast af á peningum
sem þú átt í veskinu þínu, þarftu að
snúa þeirri þróun við. Það er miklu
hollara og heilbrigðara að hlakka til
útborgunardags launanna heldur en
þegar nýtt kreditkortatímabil geng-
ur í garð, oftast 18. hvers mánaðar.
Þess í stað kvíðir þú mánaðamótun-
um, þegar þú þarft að finna upp á
nýrri töfralausn til að geta borgað
aÚa reikningana.
Verslanir eru ófeimnar að nýta
sér þennan veikleika mannsins, að
freista þeim með tilkynningum að
nú sé nýtt kortatímabil hafið. Þannig
sé kúnnunum óhætt að versla
áhyggjulaust, reikninginn þarftu
ekki að borga fyrr en um þarnæstu
mánaðamót og það verði nú ekkert
mál - það er svo langt í þamæstu
mánaðamót.
Kreditkort er ein af fjölmörgum
ástæðum þess að fjármál margra
heimila em rjúkandi rúst. Oft kemur
allt annað að sök, veikindi gætu leitt
til tekjutaps, atvinnumissis og
þannig mætti lengi telja. En niður-
staðan er alltáf sú sama. Gjöldin em
hærri en tekjurnar. Þá er aðeins
tvennt - og ekkert annað - sem kem-
ur til ráða. Hækka tekjurnar eða
minnka gjöldin. Það reynist þó
mörgum þrautin þyngri.
Ekki bíða of lengi
Ásta Helgadóttir lögfræðingur er
forstöðumaður ráðgjafaþjónust-
unnar og segir það gífurlega mikil-
vægt að fólk leiti sér hjálpar áður en
það sekkur dýpra og dýpra. „Við fs-
lendingar erum þekktir fýrir frestun-
aráráttu okkar og það er svo dýrt að
skulda," segir hún. „Okkar starf féfst
í því að slökkva elda en það er jafii-
vel enn mikilvægara að ná til þeirra
sem em ekki enn komnir á það stig.
Forvarnarstarf er gífurlega mikil-
vægt í þessu, eins og öðm.“ Ráð-
gjafastofan hefur haldið uppi for-
varnarstarfi í gmnnskólum, mennt-
askólum, SÁÁ og fleiri samtökum.
„Því fyrr sem þú tekst á við þennan
vanda þeim mun auðveldara verður
það að snúa þróuninni við.“
Staðreyndin er einfaldlega sú að
það er erfitt að horfast í augu við
þessar aðstæður. Það er svo mikill
léttir þegar viðkomandi einstakling-
um tekst að halda sér á floti þessi
mánaðamótin, að þeir sjá ekki
ástæðu til að leiða hugann að næstu
mánaðamótum - þegar ástandið
verður jafnvel orðið verra. Þetta er
vítahringur sem verður að rjúfa.
Hvaða lausnir standa til
boða?
Starfssemi ráðgjafaþjónustunnar
liggur í augum uppi. Þú hringir í
Erfið krukkulok
Hvert einasta mannsbarn kannast við erfið-
leikana sem hægt er að lenda í þegar opna á
krukku. Vegna lofttæmis sem myndast í
krukkunni getur það reynst pínlega erfitt að
skrúfa lokið af. Til em nokkur húsráð sem má
reyna áður en stungið er gat á lokið. Til dæm-
is að láta krukkulokið undir heita vatnsbunu
og reyna svo. Einnig má reyna að setja á sig
uppþvottahanskana til að ná betra gripi og
þykk teygja utan um lokið gegnir einnig sama
hlutverki. Þá em einnig til sérstakar pjötlur úr
plasti til að ná betur gripinu. Allt ágæt ráð og
þess virði að prófa áður en lokið er eyðilagt.