Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1944, Qupperneq 13

Freyr - 01.03.1944, Qupperneq 13
FRE YR 39 Hrossarækt Ritgerð sú, er hér fer á eftir, er birt í sam- ráði við milliþinganefnd Búnaðarþings 1943, með það fyrir augum, að sem flestir bændur veiti henni athygli. Ef litið er yfir búnaðarskýrslur Húnvetn- inga s. 1. áratugi, verður ekki hjá því kom- ist að veita því athygli, að þar hefir kom- ið fram mjög ákveðin þróun um fjölgun einnar teg, búfjár okkar þ. e. hrossanna. Því verður ekki neitað, að í fljótu bragði séð, virðist þess þróun eiga nokkurn rétt á sér. Á. s. 1. áratug hefir sauðfé héraðs- ins fækkað til stórra mun af völdum mæði- veiki, svo ætla mætti að til þessara fjölg- unar hafi verið gripið að hugsuðu máli, til mótvægis við það hrun, er þar átti sér stað. En ég ætla, að við nánari athugun komi í ljós, að hér hafi meir ráðið van- hugsun cg hæpin von um stundarhag, en hitt, að á bak við þessa þróun standi örugg vissa um bættan þjóðar- og héraðshag. Skulu hér færð nokkur rök fyrir þessu, og verður þá fyrst fyrir að virða fyrir sér þær markaðsvonir , sem standa á bak við þessa þróun. Þeg'ar hrossastofn Húnvetninga og Skagfirðinga er athugaður, kemur í ljós að hann er svo stórfeldur, að sýnt er, að sá fjöldi sem þar er fyrir hendi, er svo gífurlegur, miðað við stærð héraðanna, að þess er enginn kostur að hann nýtist að í nokkrum sýslum hyggja nú búnaðar- sambönd og sýslufélög til þess að kaupa TD 9, með ýtu og jarðvinnsluverkfærum, og nota vélarnar jöfnum höndum við jarð- rækt og vegagerð. í febrúar 1944. Á. G. Eylands. fullu, nema fyrir hendi sé öruggur mark- aður út úr héröðunum. Þegar þetta mál er athugað, virðist frá leikmannasjónar- miði um þrjár leiðir að ræða, er nokkrar vonir gætu staðið til í þessu efni, þ. e. er- lendir markaðir, lífhross til þeirra héraða, er torveldara eiga um uppedi, og afslátt- ar hross. Skal þetta athugað nokkuð gjörr. 1. Erlendir markaðir. Þær raddir hafa verið uppi undanfarið að til þeirra standi að ýmsu ágætar vonir. Hafa fróðir menn haldið því fram, að fyr- ir hendi hafi verið ýmsar leiðir í þessu efni, og þó einkum tilnefnt tvent er þær vonir byggist á: Námuvinna — einkum í kolanámum ------ og þá helst í Bretlandi, og e. t. v. í Belgíu — og landbúnaður og þá Danmörk og Svíþjóð einkum tilnefnd, sem vænlegustu markaðslöndin. — Það skal fúslega játað, að ég hefi ófullkomin gögn að byggja á ályktanir mínar, en nokkrar staðreyndir ætla ég þó að séu hverjum heilskyggnum manni auðsæjar, og skal bent á nokkur atriði. Taka skal jeg það fram, að eins og nú standa sakir, er ekki til neins að tala um Norðurlönd í þessu sambandi, og því miðað við það, er við horfði meðan allar leiðir voru frjálsar. Koma þá fyrst til greina námurnar. Á síðustu árum fyrir styrjöldina mun óhætt að fullyrða, að sá markaður hafi verið að mestu eða öllu lokaðir. Og orsökin mun ó- hætt að fullyrða að hafi verið sú, að hest- orkan hafi verið búin að missa gildi sitt sem slik. Hefir hún sýnilega orðið að víkja sæti fyrir annarri orku, er fljótvirkari hefir reynst. Benda má og á, að eins og nú horfir herða Bretar svo að sér á hvern þann hátt er fært þykir, og leita jafnframt hverra þeirra úrlausna um sparnað jafn- framt auknum kröfum um afköst. Milli ís- lands og Bretlands hefir alltaf verið opin

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.