Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1944, Blaðsíða 14

Freyr - 01.03.1944, Blaðsíða 14
40 FRE YR leið, svo þeim hefði verið í lófa lagið að sækja hingað hest, ef þeir hefðu það viljað. En ég hefi aldrei heyrt á það minnst, að slíkar málaleitanir hafi verið á döfinni. Sýnist þetta benda til þess, að ekki séu bjartar vonir fyrir hendi um mikinn mark- að þar í landi. Benda má og enn á það í þessu sambandi, að Bretar hafa innt af hendi hin mestu afrek á sviði landbúnað- ar, — ekki eingöngu við stórfelda nýskip- un á því sviði — heldur og — e. t. v. engu síður — í fyllri nýtingu þess er fyrir hendi var. En á því sviði sýnist ekki heldur hafa verið rúm fyrir hestana okkar. Við athugun alls þessa, virðist naumast annað sýnt, en að litlar vonir standi til framtíðarmarkaðs fyrir hesta okkar í Bret- landi. Við þetta má og bæta því, að þegar litið er til þess verðs ,er var á ísl. hestum í Bretlandi, meðan allt gekk sinn vana gang um viðskipti milli þjóða, sýnist útlit- ið skána heldur lítið. Sé það verð miðað við núgildandi verð á hestum hér á landi, að því þó viðbættu, sem algengar nauð- synjar munu hafa hækkað í verði þar í landi, ætla ég að ljóst verði, að það mundi svo lágt, að við því liti enginn. Það mundi standa langt að baki afsláttarverði eins og það er nú. Um markaðsvonir í öðrum grannlöndum okkar verður fátt sagt að svo komnu. Þó má benda á þetta: í fyrsta lagi var sá markaður þröngur og engar vonir fyrir hendi sjáanlegar nú, er bent gætu til veð- urbrigða, enda þar allt óráðið. í öðru lagi er sú stefna mjög ríkjandi nú, að taka olí- una æ meir í þjónustu landbúnaðar og ferðalaga, og engar líkur fyrir hendi er bendi á aftur hvarf í því efni. Er þar aug- ljós stefna íslendinga, og hversu miklu fremur mun það þá ekki í þeim löndum, sem lengra eru komin um ræktun og sam- göngur. Loks má benda á, að svo var í pott- inn búið af íslendingum í þessu efni, að í rauninni var vonlítiið að halda þeim markaði, hvað þá auka hann. Sá viðskipta- háttur var mjög ríkjandi, að hvers konar gallagripur var fullgóður til þess að „fara á markað.“ Þar með er ekki sagt, að ein- göngu gallagripir hafi „farið á markað,“ heldur hitt, að þangað var hver trunta full góð. Virðist með öllu útilokað að sá við- skiptaháttur hafi ekki spillt markaðinum. En fyrir þessi mistök verður nú ekki bætt, ótrúlegt virðist annað, en ef til þess kæmi að til slíkra markaða yrði stofnað að nýju upp úr styrjöldinni, yrði að ganga hart fram í því, að aðeins yrðu valdir gripir látnir. En þá kemur að agnúa, er ég ætla að mörgum yrði talsvert sár þyrnir í aug- um, þetta, að gera hestana að völdum grip- um. Verður enginn ágætur af engu, hestar okkar ekki frekar en aðrir. Til þess að þeir fái þann þroska, er þeir hafa hæfni til, þurfa þeir stórum bætta meðferð, og auk þess tamningu, er geri þá orku, er hestur- inn hefir yfir að ráða, þeim tiltæka er hennar á að njóta. En það er víst, að hvor- ugt þetta er fyrir hendi hér um slóðir, og torveldi mörg fyrir hendi að gera hvort tveggja svo vel sé. Ég er því vonlítill um vænlega lausn þessa máls á grundvelli er- lendra markaða, hvernig sem málinu er velt fyrir sér. Má þó enn benda á, að stöku raddir hafa heyrst um, að ísl. hestar geti gengið að, — og séu enda mjög líklegir — til ýmis konar íþrótta og annarrar „sport“- mennsku borgarbúa. Til þeirra mála þekki ég ekki og sleppi þeim því hér. En til þess- ara hluta hafa hestarnir okkar aðeins verið vegnir á orð, og sýnist reynslan hafa fund- ið þá léttvæga til þessa. 2. Innlendir lifhrossamarkaðir. Þær raddir hafa heyrst, að nauðsyn bæri til þess að svo yrði verkum skipt hér á landi,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.