Freyr - 01.03.1944, Qupperneq 16
42
FRE YR
er slíkur, að það er óhætt að hækka það
mark frá því sem nú er. Og ef þær kröfur
beindust í þá átt, að sá markaður byggð-
ist að mestu á fulltömdum hestum, og
sæmilega traustum, er víst að ýmsum, er
nú horfa mestum vonaraugum til hans,
meðan hrossin eru seld ótamin, og á allan
hátt óvalin, mundi þykja þrengjast fyrir
dyrum, og þá vafi hvort þeir yrðu eins gin-
keyptir fyrir þeirri framleiðslu. En í raun
og veru er það eina leiðin til þess að kaup-
andinn eigi víst, að hann kaupi ekki „kött-
inn í sekknum." En geta má þess í þessu
sambandi, að talsverðum vandkvæðum
mundi það bundið fyrir ýmsa, er þó eiga
drjúgstóran hrossahóp, að temja ungviðin
svo, að þau yrðu viðunandi markaðsvara
sem slík, enda mun ekki til þess hugsað
af fjölda manna.
Með þessu lauslega yfirliti yfir markaðs-
horfur, sem hér er að framan skráð, virð-
ist mér nokkur rök vera færð að því að
vonlítið sé um viðunandi markað fyrir við-
hald þessa hrossastofns, sem nú er hér um
slóðir, hvað þá ef hann yxi enn, sem öll
veðurmerki virðast benda til. Verður og að
hafa það í huga, að þessi tvö héruð, er hér
hafa verið nefnd, eru ekki ein um þessi
mál. Ætla ég að líka sögu megi segja úr
fleiri héruðum, þó ég telji vafamál að jafn-
stór skref hafi verið stigin annars staðar,
eins og t. d. hér um Húnaþing. Og víst er, að
fleiri hrossaræktarhéruð þurfi á markaði
að halda og þarf að gæta þeirra atriða jafn-
framt. Virðist því vonlítið, að hrossastofn-
inn svari þeim arði, sem af honum er vænst,
og af honum verður að krefjast, sé hann
metinn frá sjónarmiði þjóðfélagsheildar-
innar. Virðist því þetta atriði eitt nægi-
lega alvarlegur hlutur til þess að vera tek-
inn til rækilegrar athugunar.
En þó þetta eitt sé ærið áhyggjuefni,
standa á bak við hrossastofninn aðrir enn
alvarlegri þættir, og enn ótaldir. Skal þeirra
minnst hér að nokkru.
Það mun hverjum ljóst, er vill virða þann
þáttinn viðlits, að nú er orðið svo margt í
högum af hrossum, að til stórvandræða
horfir. það er alveg víst, að ef sú hrossa-
mergð, sem nú er í högum hér í Austur-
Húnavatnssýslu og allmiklum hluta Skaga-
fjarðar, verður svo framvegis, hlýtur beiti-
land að ganga mjög til þurðar. Sjást þess
þegar ljós merki, einkum þó á afréttum,
sem — a. m. k. sumar hverjar, — liggja und-
ir stór skemmdum. Vinnur að vísu upp-
blástur að þessari eyðingu, og mun enda
fljótt á litið stór virkastur. En hitt er jafn-
víst, að örtröð á þar sinn þátt, enda mun
hún hin traustasta hjálparhella uppblást-
ursins. Þó ber þess að gæta, í sambandi við
örtröðina og hrossamergðina, að í fyrsta
lagi nær þessi geypifjölgum naumast nema
til síðasta áratugs, og afleiðingar hennar
því ekki að fullu komnar í ljós, því að
stærstu skrefin hafa tvímælalaust verið
stigin síðustu árin, einkum þó að ég ætla
1938—1940. í öðru lagi má benda á í þessu
sambandi, að sá áratugur, sem hér um
ræðir, hefir yfirleitt verið grassæll hér um
slóðir, svo að litið sé til þessara ára sem
heildar, munu þau vera fyrir ofan meðal-
lag í því efni. Á þessu tímabili hefir ekkert
grasleysisár komið, t. d. á borð við 1918, svo
þetta atriði hefir orðið bæði til þess að
vernda gróður að nokkru, og auk þess átt
drýgri þátt í að bjarga stofninum, en flesta
grunar. En þrátt fyrir þetta blasa örtraðar-
merkin sorglega víða við augum vegfar-
andans.
Menn geta að eilífu jagast um í hvers
höndum eignaréttur yfir landi skuli vera,
og skal ekki lagt orð í belg þeirrar deilu.
En um hitt vona ég að enginn deili, að sá
eignaréttur má aldrei vera róttækari en
það, að af þeirri höfuðkröfu sé aldrei sleg-