Freyr - 01.07.1945, Side 3
[
]
1
3W
J
MflNfl-DflRBLflÐ UM LflNDB Ú N (flÐ
Nr. 7
Reykjavík, júlf 1945
XL. árg
Á ekki að byrja á upphafinu?
Kröfur nútímans eru: Aukin tœkni —
meiri orka. — Þannig er auglýst með stórum
stöfum og þannig er hrópað úr ræðustól-
um og á gatnamótum af býsna mörgum,
sem telja sig til þess færa og útvalda, að
leiða þjóðina til hins íyrirheitna lands alls-
nægtanna, þar sem spakmælið forna: í
sveita þíns andlitis skaltu þins brauðs neyta
gildir eigi framar. Þar, sem enginn þarf að
erfiða, en allflestir geta setið auðum hönd-
um og stjórnað orku og fjármunum.
Bændurnir og landbúskapurinn verða
einnig aðnjótandi, í ræðu og riti, nokkurs
af því, sem koma skal. En meðan fyrir-
heitna landið er ekki fullnumið, og 5—6
þúsundir bænda sitja enn á jörðum sínum,
í dreifbýli við misjöfn kjör, og ganga að
því sem gefinni staðreynd, að þeir verði að
erfiða eftir megni, til að sjá sér og sínum
farborða, og til að bæta hag sinn hæg-
um skrefum, sé ég þann kost vænstan
að ræða um þau tæki, sem hér eru
þekkt af nokkurri reynslu, sem létta störf-
in og erfiðið en afnema það ekki. Nógir
aðrir reynast þess albúnir að fræða um
„undur og stórmerki“ er koma skulu.
Bændur eru nú að eignast búvélar örar
og meira en áður hefir þekkzt. Vélar, sem
yfirleitt eru miðaðar við áframhaldandi
þróun þeirra búnaðarhátta, er þeim hafa
bezt gefizt, en ekki við byltingu. En þótt
hægt miði, samanborið við óskir og úrræði
hinna háfleygustu postula vélamenningar-
innar, ber þegar nokkuð á því, að mörgum
bóndanum veitir örðugt að ná fullum tök-
um á þeim „einföldu“ vélum, sem þeir eru
að eignast. Um það atriði er ef til vill vert
að ræða, þótt segja megi að slíkt sé að
halda sér æði mikið við jörðina og nútím-
ann. — Það er ekki minna um vert að gæta
fenginna véla og nota þær sem bezt, en
að afla þeirra.
Um 200 bændur eignast dráttarvélar á
þessu ári, og þar við bætast þó nokkur bún-
aðarfélög og búnaðarsambönd með stærri
vélar. Þetta er allmikið, þegar þess er gætt,
að fyrir rúmlega ári síðan voru töluvert inn-
an við 100 dráttarvélar alls til á landi hér.
Flestöllum dráttarvélunum fylgja einhverj-
ar vinnuvélar af nýjum gerðum, t. d. sláttu-
vélar og plógar, sem eru þannig tengdir
við þær, að einn maður stjórnar hvoru
tveggja, dráttarvél og vinnuvél. Múgavél-
arnar eru að ná útbreiðslu — en mörgum
gengur illa að átta sig á þeim við fyrstu
sýn og not. Dráttarvélar eru teknar til
nýrra nota, t. d. við að vinna á túnum, aka
heim heyi og þannig mætti lengi telja.