Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1945, Blaðsíða 9

Freyr - 01.07.1945, Blaðsíða 9
FRE YR 95 ingastofuíini um' vilja eða möguleika til úrlausnar, heldur af hinu fyrst og fremst, að bændur treystast eigi til að taka kaupa- fólk gegn því kaupgjaldi, sem nú er; þegar þar við bætist, að allt er í óvissu um af- urðaverð til bændanna, þegar fram á haustið kemur. Og þetta síðast talda mun ráða mestu, því að kaupgjaldið mun vera svipað nú og í fyrra. Þó er ráðningastof- unni ekki fullkunnugt um það, vegna þess að oftast er samið um kaupið utan skrif- stofunnar, milli verkafólksins og bænd- anna eða umboðsmanna þeirra. Fyrir milligöngu Búnaðarfélagsins við sendiherra Dana og viðskiptafulltrúa Fær- eyinga hér á landi mátti vænta þess að allt að 80 Færeyingar yrðu ráðnir til bænda nú í vor til 4—8 mánaða, á vegum ráðn- ingastofunnar, en aðeins 38 hafa gefið sig fram. Allir voru þeir ráðnir tafarlaust, en vitað er um nokkra af þeim, að þeir hafa ekki komið til skila til bændanna, heldur hafa þeir ráðið sig í kauptúnum, sem leið þeirra lá um út í sveitirnar. Einnig hefir það komið fyrir, að þeir hafa „gengið úr vistinni“ og hafa þá borið við veikindum sjálfir eða heima hjá sér i Færeyjum. Sið- ar hefir ráðningastofan þó sannfrétt, að þessir menn hafa ráðið sig í vinnu annars- staðar og til annars en sveitastarfa. Alls hefir ráðningastofan skráð beiðnir um nálega 120 Færeyinga, og nokkrar von- ir stóðu til að til hennar kæmu 40—50 Færeyingar umfram þá ca. 80, sem hér að framan greinir, en úr því varð ekkert. Hins vegar er kunnugt að nokkrir bænd- ur hafa náð í Færeyinga að öðrum leiðum. Eins og áður er eftirspurnin langmest af svæðinu frá Jökulsá á Sólheimasandi að Haffjarðará. Vafasöm varkárni Á „Bænda- og húsmæðraviku" Búnaðar- félags íslands í marzmánuði síðastl. flutti loðdýraræktarráðunautur ríkisins, Hólm- járn J. Hólmjárn, erindi um kjarnfóður. Fjallaði það um ýmsar tegundir fóðurbætis og það, hvað ætti bezt við að gefa hverri búfjártegund. Vafalaust hefir verið nokkuð á þessu er- indi að græða eins og fleirum, sem flutt voru á þessari löngu og skemmtilegu „viku“. Eitt atriði í umræddu erindi var þó þann veg vaxið, að tæplega má standa ómótmælt af hálfu bænda, sem hafa gagnstæða reynslu við ráðunautinn. Á ég þar við kjarnfóðurgjöf sauðfjár. Eftir að hafa ráðlagt bændum að gefa helzt aldrei óblandaðan fóðurbæti kom ráðunauturinn með áminningu á þessa leið í niðurlagsorðum erindis síns. — Gefið aldrei eintómt síldarmjöl, sem fóðurbæti, sízt hámjólka kúm og lambfullum ám, en þó e. t. v. beitarfé lítinn skammt. — Einu rökin, sem ég man til að ráðunaut- urinn færði fyrir þessari aðvörun var til- vitnun í grein, sem Bjartmar Guðmundsson á Sandi skrifaði í 1. hefti Freys þessa árs og hét „Um skjögur.“ Er þó grein þessi engin rök fyrir svona almennum ráðlegg- ingum í búnaði. Jafnvel þó gert sé ráð fyrir að tilgáta B. G. sé rétt, að síldarmjölsgjöf- in hafi á vissan hátt orsakað máttleysi í lömbum ánna, þar sem hún féll saman við óvenju einhliða heygjöf í innistöðu. Eintóm hálfgrös hrakin (mýrastör). Vil ég nú leiða að því nokkur rök, að ég tel framanskráð- ar ráðleggingar ráðunautarins mjög vafa- samar. Hér í Þistilfirði og nærsveitum er gjald- eyrir bænda næstum einvörðungu sauð-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.