Freyr - 01.07.1945, Page 12
98
FRE YR
Fjörubráðinn og varnir gegn honum
í tilefni af þeim atburðum, að Gu'ðmund-
ur Pálmason, vitavörður í Rekavík bak
Látur, missti mest af ám sínum í fjöru-
bráða veturinn 1936, tel ég rétt að láta
koma fyrir almenningssjónir 16 ára reynslu
mína í baráttunni við fjörubráðann, ein-
kenni hans og varnir gegn honum, því
að margar eru þær sauðfjárpestir, sem
árlega höggva stór skörð í fjárstofninn,
þótt hægt yrði að verjast fjörubráðanum
að mestu eða öllu leyti.
Það mun vera óhætt að fullyrða, að
þar sem svo er háttað, að ís leggur firði,
þar mun fjörubráðinn vera landlægur og
koma fyrir meira og minna árlega. Hins
vegar mun fjörubráða verða lítið eða ekki
vart, þar sem hafsjór þvær iðulega fjör-
urnar.
Fjörubráðans verður mest vart í Góu-
straumana. Þurfa menn þá að gæta þess,
að beita ekki í fjöru fyrstu- dagana eftir
hlákur, og þegar ísrek af lónum og fjörðum
hefir borizt á beitarfjöruna, nema gefa
fénu vel á morgnana, áður en það er látið
út. Enn fremur að fylgja fénu eftir, ef það
fer í fjöru, og vera við öllu búinn.
Auðkenni fjörubráðans eru þessi: Skepn-
an dettur niður með stunum, að ég hygg
á fyrsta stundarfjórðungi eftir að hún hef-
ir étið sóttkveikjuna. Oftast leggst hún á
hægri hlið og réttir frá sér alla fætur.
Þembist upp, stynur þungan, og úr nös-
unum rennur slímkennd froða.
Þegar auðkenni fjörubráða koma í ljós,
verður að koma kindinni í hlýtt hús hið
fyrsta og leggja hana á reiðingsdýnu eða
annað, sem er nokkuð mjúkt. Gefa kind-
inni strax svo sem hálfflösku af spenvolgri
nýmjólk, strax úr kýrspenanum, mjólkuð
í flöskuna. Ef kindin er ekki langt leidd,
stendur hún upp 5—10 mínútum eftir inn-
gjöfina. Dugi ekki mjólkurinngjöfin er gott
að hella ofan i kindina bolla af sterku kaffi
með 25 dropum af kamfórudropum. Hress-
ist kindin ekki við síðari inngjöfina, þarf
að setja henni stólpípu, og gera það sem
fyrst, því að kindin lifir ekki yfir tvær
klukkustundir frá því hún tók bakteríuna
ef ekkert er að gert.
Ofanskráða aðferð hefi ég notað undan-
farin 20 ár með þeim ágæta árangri, að
ég hefi sjaldan misst kind úr fjörubráða,
og hafa þó oftast komið fyrir mörg fjöru-
bráðatilfelli á hverjum vetri. Margir halda
því fram, að ær þær, sem fá fjörubráða,
láti lömbunum. Svo hefir ekki orðið hjá
mér, nema þegar veikin hefir verið komin
á mjög hátt stig.
Selárdal, 20. marz 1945.
Sigurður Samsonarson,
frá Fagradal.
Fjörubráðinn
Ritstjóri Freys hefir óskað þess, að ég
léti í ljós álit mitt á grein Sigurðar Sam-
sonarsonar um fjörubráðann. Mér er ekki
kunnugt um, að neinar verulegar rannsókn-
ir hafi farið fram á sjúkdómi þeim, sem hér
er lýst, þótt hann sé eflaust jafn gamall
og sauðfjárrækt vor.
Reynsla Sigurðar virðist mér mjög at-
hyglisverð og skrif hans til fyrirmyndar
öðrum bændum, sem kynnu að hafa álíka
fróðleik í fórum sínum. Þar sem ég hefi
ekki haft tækifæri til þess að kynnast slík-
um sjúkdómi nánar, og orsök hans er ekki
þekkt, get ég að sjálfsögðu engan dóm lagt
á meðferð þá, sem Sigurður hefir notað,
en tel rétt fyrir bændur að fylgja nákvæm-