Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1945, Blaðsíða 13

Freyr - 01.07.1945, Blaðsíða 13
FRE YR 99 lega ráðum hans í sambærilegum tilfell- um og reyna þau sjálfir, meðan önnur einfaldari eða þá öruggari ráð eru ekki fyrir hendi. Hvað mjólkina snertir, er mér gunnugt um, að hún hefir reynzt vel við ýmis konar eitrunum í meltingarfær- um (1,2). Einna athyglisverðast finnst mér það ráð Sigurðar að gefa fénu vel á morgnana, áð- ur en það er látið út. Vil ég nú leitast við að færa nokkur rök að þessu. Þó ekki sé hægt að útiloka, að umræddur sjúkdómur stafi af sýklum, t. d. líkum þeim, sem orsaka bráðapest eða lambablóðsótt, þá tel ég þó, að svo stöddu, líklegra að um meltingartruflun sé að ræða, sem komi fram við snögg fóðurskipti. Magnús Einarsson dýralæknir lýsir í Dýralækningabók sinni, bls. 116, vamb- þembu í kúm og kindum. Þár segir hann meðal annars: „Einkum ríður á að láta ekki fóðurbreytingar verða snöggar. Meðan kýr eru óvanar grængresinu, má ekki sleppa þeim út á fastandi maga.“ Sigurður Hlíðar yfirdýralæknir segir frá tilsvarandi fyrirbrigðum á sauðfé í bók sinni, bls. 157 (1). Þar stendur meðal ann- ars: „Þembuhættast er, þegar féð étur gráðugt (t. d. nýslegna há, kartöflugras, frosið grænmeti o. fl.), og drekkur ískalt vatn rétt á eftir.“ Mér hafa borizt til rannsóknar undan- farin ár, aðallega að vorinu, innýfli úr kindum víðs vegar af landinu, sem hafa drepizt skyndilega með mjög líkum hætti og Sigurður lýsir við fjörubráðann. Sumar þessara kinda kunna að hafa komizt í fjöru en aðrar ekki. Alltaf virðist eftir upplýs- ingum að dæma, að um fóðurskipti hafi verið að ræða. Kindur þessar veikjast skyndilega, þemb- ast upp, það rennur grá, þunn vilsa fram úr þeim og stundum gorlituð. Þær drepast á skömmum tíma. Innýflaskoðunin bendir helzt í þá átt, að um meltingartruflun sé að ræða, sem orsaki lömun í görnunum. Kindinni virð- ist hætta við því, eftir að hún er lögst, að fá sérkennilega lungnabólgu, sem vænta- lega stafar frá því, að vökvinn, sem rennur fram úr henni, eins og áður er lýst, komizt ofan í lungun. Svo mikið er víst, að í lung- um þessara kinda finnast eingöngu coli- sýklar, sem eiga heima í garnainnihaldi heilbrigðra dýra. Virðist máttleysið stafa frá meltingartrufluninni og eitrun frá inni- haldi meltingarfæranna, en þegar lungna- bólgan kemur til viðbótar, veldur það úr- slitum. Eins og fyrr er sagt, hafa slík fyrirbrigði ekki verið rannsökuð til neinnar hlýtar, svo mér sé kunnugt, en í sambandi við upp- lýsingar Sigurðar um fjörubráðann vildi ég aðeins leyfa mér að benda á það, að ef orsök hans væri sýklar, sem kindin æti með þaranum, væri meðgöngutíminn ótrúlega stúttur, og sömuleiðis kemur batinn fyrr en vænta mætti, eftir að illskeyttir sýklar hefðu náð sér niðri í meltingarfærum kind- arinnar. Hitt virðist mér geta passað furðu vel, að kindin, sem hefir að miklu leyti verið fóðruð inni á heyi og er hleypt út gjafar- laust í nægan þara úr köldum sjó, geti mjög skyndilega orðið fyrir meltingartrufl- un, líkt og lýst hefir verið hér að fráman. í samræmi við það er og árangurinn af meðferð Sigurðar, og bezta ráðið, sem fyrr segir, að gefa kindunum vel á morgnana, áður en þeim er hleypt í þarann, til þess að þær eti minna af honum og hægar. Ef því verður við komið, er eflaust hyggileg- ast að hafa féð aðeins stutta stund í fjöru

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.