Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1945, Side 18

Freyr - 01.07.1945, Side 18
104 PREYÉ rei er Urókur að Wama i Garðshorn Árið 1933—34 voru 4972 dráttarvélar í Nýja- Sjálandi, 1938—39 var tala þeirra komin upp í 8031, en 1942—43 voru þær orðnar 13967. * Tala dráttarvéla, af öllum gerðum, í Stóra-Bret- landi var 116.825 árið 1942, en 172.770 árið 1944. * „Eylands-ljáirnir“. Mjög margar fyrirspurnir hafa borizt um það, hvort ljáir þessir verði fáanlegir í sumar. Ennfrem- ur hafa S. í. S. borizt áskoranir um að gera allt sem hægt er til þess að útvega þá sem fyrst. Litlar sem engar likur eru þó til þess, að það takist á þessu sumri Einstaka bóndi hefir átt og notað Eylands-ljái allt fram á síðasta sumar, þrátt fyrir það þó þeir hafi ekki flutzt til landsins um 5 ára skeið. Hafa ljáirnir stundum komizt í ótrúlega hátt verð manna á milli, allt upp í 150 krónur ljárinn!! Um nafnið á Eylands-ljáunum er það að segja — að gefnu tilefni — að ég hefi aldrei óskað eftir því að þeir væru við mig kenndir. Það voru verka- menn i smiðjunni, sem smíðaði ljáina, og íslenzkir bændur, sem skírðu þá þessu nafni, og samkvæmt ósk verksmiðjunnar leyfði ég að nafnið Eylands- Ifár væri á þá sett. Mun það þó aldrei hafa verið skrásett sem vörumerki hvað þá meira. Því miður virðist enn vera spölur að því marki, að allir bændur geti afrækt með öllu orfin og ljáina, við heyskapinn, jafnvel þótt þeim vand- ræðum verði aflétt, að heyvinnuvélar fáist ekki eftir þörfum eins og nú er. Meðan svo fer fram, verður engum til vansa að eiga hlut að máli, að afla góðra ljáa handa þeim, sem þá þurfa að nota. — Og vonandi bíta Eylands-ljáirnir jafn vel, þegar þeir fást aftur, þótt á þá kunni að vera límdur pappírsmiði, sem á er letrað nafnið „Eylandsljár“! Á. G. E. Ljáasmiðjan á Brúarflötum í Hallingdal.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.