Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2005 í 1 Landssíminn kærir Landssíminn hefur lagt fram kvörtun til Sam- keppnisstofnunar yfir aug- lýsingum Ogl, nýjustu þjónustu Og Vodafone. Landssíminn telur auglýs- ingu Og Voda- fone ólögmæta því óheimilt sé að gefa til kynna að þjónusta sé ókeypis ef ein- hver þáttur hennar er gjaldskyldur. Og Vodafone undrast kvörtun Landssím- ans og segir það koma skýrt firam í auglýsingunni hvernig þjónusta sé í boði. Meðlimir Fazmo-hópsins mega búast við að heyra frá lögreglu innan skamms. Þriðja kæran sem tengist meðlimum hópsins hefur borist lögreglu. Einn meðlima Fazmo segir að nokkrir svartir sauðir komi slæmu orði á hópinn. Hann hyggst biðja fórnarlamb sitt afsökunar i von um að málið verði látið niður falla. lýjustu j 9& Fleiri lornarlðmb ofbeldis klíkunnar gefa sig fram Kaupa rútu með bflstjóra Bæjarráðið í Sandgerði vill að bærinn kaupi sautján manna rútu til að aka nemendum í bænum til grunnskóla og fjöl- brautaskóla og til að aka fötíuðum og sinna öðrum akstri á vegum bæjarfélags- ins. Leggja á áherslu á akst- ur í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, til Reykjanesbæjar og í Fjölbrautaskóla Suður- nesja og í Ragnarssel. Ráða á bflstjóra í fullt starf og verður aksturinn ókeypis fyrir notenduma. Rannsókn lögreglunnar á tveimur hrottafengnum líkamsárás- um, sem áttu sér stað fyrir utan Hverfisbarinn um helgina, er nú komin á fullt skrið. Tveir menn sem urðu fyrir árásunum hafa lagt inn kæru og vinnur lögreglan nú að því að ræða við vitni. DV hefur heimildir fyrir því að þriðja kæran bætist í sarpinn innan skamms en ungur maður sem varð fyrir árás á Hverfisbarnum aðfaranótt laugardag hyggst leita til lögreglu. Grænlensk börnfái gistinqu BæjarráÍHomaflarðar vill að athugað verði hvort foreldrar nemenda í Fieppuskóla séu tilleiðan- legir að hýsa grænlenska gmnnskólanema ffá Sisimuit. Áætíað er að kosmaður sveitarfélagsins vegna heimsóknarinnar verði hálf milljón króna. Grænlensku börnin em væntanleg til Hornafjarðar eftir tíu daga. DV greindi ffá því í gær að með- limir hóps ungra manna sem kallar sig Fazmo hafi staðið að árásinni að- faranótt sunnudagsins. Fjölmargir gáfu sig fram við blaðið í gær og höfðu margir slæma sögu að segja af viðskiptum sínum við Fazmo-hóp- inn. Einn þeirra varð fyrir árás nokkurra þeirra þegar hann var staddur á Hverfisbarnum aðfaranótt laugardags. Árásinni lýst á netinu Hallgrímur Andri Ingvarsson, einn forsprakki hópsins lýsti árás sinni á manninn á heimasíðu hóps- ins, Fazmo.tk: „Þrjú glös flugu niöur aíefrí hæðinni og eitt var ekki langt frá andlitinu á einni grúppíunni okkar. Það liðu svona þrjár sekúnd- ur og hálft fazmo-krúið var mætt á efrí hæðina... eitt borð flaug og fengu sumir viðeigandi með- ferð... svo komu dyraverðirnir með skottið á milli iappanna oghentuþeim út." Ari Hermóður Jafetsson, vinur þess sem fyrir árás Fazmo-hópsins varð, sat á efri hæð Hverfisbarsins umrætt kvöld þegar hópur manna þusti í átt að þeim. 1 „Þeir veltu borð- inu sem við sát- um við ogréðustá vin min,“ segir Ari. „Þeir kýldu hann nokkrum sinnum í andlitið og spörk- Páfinn fordæmir rokk og samkynhneigð Krummi í Mínus sáttur við fordæmingu páfa Nýkjörinn páfi, Benedikt XVI, er afar fhaldssamur og hefur til að mynda fordæmt samkyn- hneigð og rokktónlist en hana hefur hann kallað „tjáningu hinna óæðri hvata". Krummi, söngvari rokkhljómsveitarinnar Mínuss, segir það vera i rokkinu til ff amdráttar að stórar persónur fordæmi það. Sjálfur er Krummi kaþólsk- ur. „Það hefur alltaf verið þannig að eftir því sem rokkið er fordæmt meira því fleiri sækjast í það. Þetta er eins konar sálftæði, fólk vill heyra það sem er bannað," segir Krummi. Honum finnst það þó verra að nýi páfinn sé á móti sam- kynhneigð. „Það hefur klárlega mik- ið verri áhrif og er eitthvað sem ekki er hægt að afsaka." „Þeir veltu borðinu sem við sátum við og réðust á vin min... kýldu hann nokkrum sinnum í andlitið og spörkuðu í hann." uðu í hann." Ari segir að svo virðist sem mennirnir hafi haldið að hann og vinur hans hafi fleygt glösum af efri hæðinni. „Það er alrangt," segir Ari. „Við sátum bara þarna og vorum að reyna að skemmta okkur. Þeir eru þekktir í bænum þessir rugludallar." Biðst afsökunar DV ræddi við fórnarlamb árásar- innar, sem er ungur maður um tví- tugt. Hann vildi ekki láta nafns síns getið en staðfesti að hann hygðist leggja inn kæru vegna málsins. Hann sagðist hafa farið á slysavarð- stofu strax eftir árásina en hann fékk stóran skurð í andlitið. Hann sagðist þekkja til árásarmannana, þeir gengju undir nafninu Fazmo-krúið. Nokkrir meðlimir Fazmo-hóps- ins sem DV ræddi við í gær staðfestu að hafa átt hlut að máli. Einn viður- kenndi að hafa átt þátt í árásinni að- faranótt sunnudagsins en taldi sá hins vegar að fáir menn innan hóps- ins kæmu óorði á heildina, til dæm- is með óábyrgum skrifum um atvik- ið á heimasíðu hópsins, Fazmo.tk. Viðmælandinn tók fram að hann sæi eftír atburðum laugardagsins. Hann hyggst biðja fórnarlömb árásanna afsökunar og býðst til að borga sjúkrakostnað í von um að fallið verði frá ákæru. Breyttu síðunni eftir umfjöll- un DV Mikil umferð var á Fazmo.tk í gær en tæplega tíu þúsund manns hafði heimsótt síðuna þegar blaðið fór í prentun í gær. Athygli vakti að síðan hafði tekið miklum breyting- um eftir að frétt DV um hópinn birt- ist í gær. Nöfnum meðlima hafði verið kippt út, texta breytt og mynd- ir fjarlægðar. Skemmst er að minn- ast ummæla eins forsprakka hóps- ins, Hallgríms Andra Ingvarssonar, á síðunni en hann bað félaga sína í Fazmo að fara varlega í lýsingum sínum á slagsmálum og steranotkun því slfltar sögur væru ekki fyrir alþjóð. andri@dv.is • • VOSK OGVAKANDI „Keppnisgolf er mjög krefjandi, þess vegna nota ég Rautt Eðal Ginseng. Þannig kemst ég í andlegt jafnvægi, skerpi athyglina og eyk úthaldið.11 Ragnhildur Sigurðardóttir Margfaldur íslandsmeistari og stigameistari í golfi RAUTT EÐAL GINSENG - þegar reynir á athygli og þol

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.