Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2005 Kærisáli DV Hrotur hafa áhrif ákynlífið Bresk könnun sýnir svo ekki verði um villst að hrotur hafa áhrifá kynlífí hjónabandinu. Efannar aðilinn (oft- ast karlinn) hrýtur reglulega, er stundað minna kynlífen annars hefði verið. 60% þeirra sem tóku könnun- ina voru þeirra skoðunar. Fjóröungur þátttakanda sagði að hroturnar hefðu meira eða minna komið í veg fyrir allt kynlffi hjónabandinu. Það eru meira að segja dæmi um aö hrot- urhafa valdið svo miklum brestum I sambandinu að þaö endaði með hjónaskilnaði. I þessari viku er heil- mikið átak I Bretlandi þar sem hrotu- gjarnir aöilar eru hvattir til aö gera eitthvaö I sínum málum. Svartsýni eykur líkur á vitfirringu Þeirsem eru svartsýnirog neikvæöir að eðlisfari eiga meiri hættu en aðrir á aö fá Alzheimers-sjúkdóminn sfðar á lífsleiðinni. Þetta kemur fram t ný- legri bandarfskri könnun. Þeir komust aö þvl að þeir sem fá hátt skorísvart- sýnisprófi eigi 30% meirilikurá að takast á við vitglöp og vitfírr- ingu á efri árum. Þeir sem eru mjög þung- lyndireru meira að segja I enn meiri áhættuhópi, en þar eru líkurnar fjórir afhverjum tfu sem þurfa að takast á við slíkt ástand. Forsvarsmaður rannsóknar- innar segir að niðurstaðan bendi til þess að munstrið sé einfalt, því alvar- lega þunglyndið er, þeim mun lík- legra er að elliárin verði erfíðari. Villingar vegna sjónvarpsgláps Það eru fjöldamargar ástæður fyrir þvi að minnka sjónvarpsáhorf barna. Ein þeirra er sú að effjög- urra ára barn horfir meira á sjón- varp en tvær klukkustundur á dag, aukast likurnar á þvíað það verði dæmigerður skólaruddi, villingur sem traðkar á samnemendum sín- um. Það eykur einnig líkurnar á offitu og athyglisbresti. Fram kem- ureinnig að 13% bandarískra mæðra telja að börnin sin falli und- ir áðurgreinda skilgreiningu og séu skólaruddar. Hamingja stuðlar að góðri heilsu Þaö þarfsvo sem ekki að koma nein- um á óvart að hamingja og góö heilsa fylgist að. Vfsindamenn í Bret- landi vildu hins vegar rannsaka ná- kvæmlega llkamlegar orsakir ham- ingju, og afhverju hún veldur þvíað heilsufarsástand einstaklinga eryfir höfuð betra. Nú hafa þeir komist að því að það eru nokkur lykilatriði í þessu máli, til dæmis aö því meiri hamingju sem einstaklingurinn býr yfir, því minna framleiða ákveðin hormón aftilfinningum tengdum kvlða og stressi. Þá hafa stressaðir einstaklingar minna afgóðu próteini I líkama sínum. Karlmenn sem eru hvaö minnst hamingjusamir hafa hraðari hjartslátt en hinir en vísinda- mennirnir gátu ekki ráðið hvers vegna konur, hamingjusamar og ekki, eru meö samskonar hjartslátt. Vinnustress er alltof algengur þáttur í daglegu lífi okkar Ekki láta vinnuna stjórna þér Vinnan er stór hluti af lífi flest allra. Margir upplifa einhvers konar stress í kringum vinnuna og oftar en ekki hefur það einnig áhrif á persónu- lega h'fið. Þetta stress getur stafað af margs konar ástæðum. Algengt er að upplifa óvissu í kringum sína stöðu innan fyrirtækisins en því miður er niðurskurður og uppsagnir daglegur hluti af við- skiptalífinu. Margir upplifa að með uppsögn tap- ist ekki einungis tekjurnar heldur einnig hluti af því sem einkenni mann sem persónu. Þeir yfirmenn sem þurfa að taka slíkar ákvarð- anir gera það með hag rekstursins í huga. Þeir geta ekki leyft sér að velta fyrir sér þeim persónulegu skuld- bindingum sem fyrirtækið hefur gert við starfsmennina. Ein leið til að kom- ast yfir slíkar aðstæður, þar sem óviss- an og stressið er mikil, er að gera slíkt hið sama. Aftengja tilfinningar sínar við starfið. Þetta er jú aðeins starf, það sem skiptir verulegu máli er fjölskyld- an, heimilið, áhugamálin og fleira í þeim dúr. Oft þarf að endurskipuleggja forgangs- röðun sína með tilliti til þess að þeir hlutar vilja oft gleymast í hinu dag- lega amstri. Það er hægt að sinna starfinu vel án þess að vera „alltaf ‘ í vinnunni. Það eru reyndar mun betri líkur að þú sýnir meira frumkvæði og betri afköst ef þú ert í góðu andlegu jafn- vægi. Vinnan er mikilvæg, en þú ert mikilvægari. Sæll! Dóttir mín 14 ára er með eittvað SMS-æði - hún er öll- um stundum að senda eða lesa SMS. Hún htur varla upp- úr símanum sín- um og þegar maður er að tala við hana skrifar hún SMS á meðan. Við höfúm reynt að stoppa þetta við matarborðið en þá verður hún bara pirruð og borðar kannski ekki neitt. Geta unglingar orðið háðir sím- anum sínum? Af hverju verða ung- lingar svona „hooked"á SMS og er það staðreynd að fólk geti alveg misst sig við að senda þessi skilaboð? Kveðja, SMS-móöii Kæra SMS-móöir Það er staðreynd að síðustu ára- tugi höfum við orðið var við fleiri og fleiri einstaklinga sem eru háðir öðru en vímuefnum. Lengi hefur það ver- ið viðurkennt að fólk missir tök á vímuefnun og flesdr eru sammála um það í dag að hægt sé að missa tökin á vímuefnanotkun. Það sem hins vegar hefur komið í ljós er að hægt er að missa stjóm á ýmiss kon- ar hegðun. Fólk er háð fjárhættuspil- um, kynlífi, verðbréfakaupum, net- inu, ád og þróar með sér einhvers konar innkaupaæði. Við fyrstu sýn gæti mörgum þótt stjórnleysið á þessum hegðunum vera háh fárán- legt, þ.e. fólk á erfitt með að trúa því að einstaklingar geti algjörlega misst stjóm á jafn hefðbundnu atferli og til dæmis áti. Með tímanum fræðumst við meira og kynnumst fleirum sem em háðir hinum ýmsu hegðunum og skiljum því betur að þetta getí verið raunverulegur vandi. Fólk hættir ekki - þrátt fýrir að flosna upp úr námi, tapa miklum fjármunum, og valda sjálfum sér og ástvinum sínum gríðarmikilli vanlíðan. Þetta höfúm við orðið vör við hvað varðar offitu og spilafíkn og undanfarin ár, netíð, svo eitthvað sé nefrit. Vítahringur Ástæða þess að við líkjum þessu oft við fíknir er í r inni sú, að þrátt fý að ekki sé um efnainntöku að ræða, þá virðist fólk lenda í svip- uðum vítahring og fólk sem er háð vímu- efnum. Ef við yfirfær- um þetta áráttu - eða fíknmynstur - yfir á þá sem væm orðnir háðir „gemsanum" sín- um og SMS-inu, værum við með einstakling sem væri farinn að dvelja meira og meira við að skoða, senda og bíða eftir SMS- um. Þar af leið- andi væri hann/hún farinn að sleppa eða forðast ýmis „önnur áhuga- mál“ eða aðstæður. Einstaklingurinn næði minna minna að vera m öðmm aðstæðum (almenn sam- skiptí, nám, vinna) vegna stöðugrar „gemsanotkunar", og yrði mjög eirðarlaus þegar það væri ekki hægt, eins og þegar síminn er ekki til stað- ar. Viðkomandi myndi upplifa vax- andi pirring, eins og þú nefúir, þegar ekki væri mögulegt að senda og lesa SMS eða yfirhöfuð væri ekki með símann, og næði ekki að stoppa eða draga úr þessari iðju þrátt fyrir vandamál sem því gætí fýlgt (s.s. óhóflegur kostnaður, versnandi ár- angur í námi og starfi, eða miklar skammir, svo eitthvað sé nefnt). Það sem gerir það að verkum að fólk verður háð einhverju eins og að skrifa og fá SMS em viðbrögðin sem fólk upplifir. Þegar um vfmuefrú er að ræða em það bein líkamleg við- brögð við inntöku efria, en við SMS er það að fá viðbrögð eða jafnvel við- urkenningu frá öðrum í formi texta- skilaboða. Atferlisfíknir Ef við líkjum þessu saman við tölvuleikjaáráttu, þá höfum við lengi tekið eftir vandamálum ein- staklinga meö að stjórna tölvu- leikjanotkun. Með tilkomu tölvu- leikja á netinu gat fólk verið að fá viðbrögð frá „alvöru" fólki og það strax og hvenær sem var. Við það jukust vandamál tengd tölvunotk- un svo um munar. Við höfum líka orðið vör við fólk sem hefur misst stjórn á spjalli á netinu, og er SMS- ið í rauninni mjög líkt þeirri hegð- un. Þeir sem vinna með atferlisfíkn- ir (spilafíkn, kynlífsfikn, ofl.) hafa orðið varir við þetta vandamál meira og meira. Sífellt fleira fólk virðist vera að leita sér ráðgjafar vegna GSM-notkunar hjá sér og þá sérstak- lega SMS-notkunar. Nýlegt dæmi er um atvinnubílstjóra í Danmörku sem fór í meðferð vegna óhóflegra SMS-sendinga og sendi hann að meðaltali 217 skilaboð á dag og gat ekki stoppað sjálfúr þrátt fyrir að ráða ekki við símareikning og aðrar neikvæðar afleiðingar. Annað slagið koma líka fréttir um fólk sem hefur sent óhemju mikið af SMS-skilaboð- um og fólk sem hefur fengið slæma vöðvabólgu af mikilli notkun. Við þekkjum líka flest orðið dæmi um fólk sem er ekki „með“ í samskipt- um, vegna þess að það er upptekið við að lesa og skrifa SMS og dæmi eru um fólk sem vaknar á nóttinni til að skrifa SMS. Félagsleg einangrun Ég ætla ekki að fúllyrða um hversu víðtækt þetta vandamál er né hversu truflandi og alvarlegar afleið- ingar það getur haft í för með sér. Hins vegar er mikilvægt að átta sig á, að ef fólk er orðið háð SMS-i og sím- anum, eins og í dæmum sem hér hafa verið nefnd, getur það valdið fé- lagslegri einangrun, þunglyndi, og skertri náms- og vinnugetu, svo ekki sé talað um kostnaðinn. Ég held að við ættum að leggja áherslu á hóflega notkun á þessari tækni eins og annnarri tækni og annarri iðju okkar. Þetta er sérstaklega mikilvægt fýrir okkur, sem koma að uppeldi bama, þar sem helstu SMS-iðkendumir em böm og unglingar. Þar af leiðandi er mikilvægt að vera meðvituð um hversu mikið bömin okkar verja tím- anum sínum með símanum sfrium á kosmað annarra þátta í lífi sínu. Meökveöju, Bjöm Harðarson sálfræðingur * ‘f. Björn Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir eru sérfræðingar DV í málefnum sálarinnar. Þú get- ur sent þeim bréf á kaerisali@dv.is. Dótdr mín er með SMSæðll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.