Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDACUR 7. JÚNÍ2005 15 Fann§t slös- uo i.Grafar- yogi Kisa júnímánaðar i Kattholti fannst slösuð við Goðaborgir í Reykjavík. Hún var flutt á Dýraspítalann í Viði- dal þar sem hún fékk þá meðhöndlun sem hún þurfti, en hún hef- ur verið í Kattholti síð- an 30. maí. Við kom- una þangað var hún bæði hrædd og döpur. Ef einhver þekk- ir kisu sem sína þá hafið samband við Kattholt en hún bíður þess að eigandi hennar sæki hana. Bergljót Davíðsdóttir skrifarum dýrin sín og annarra á mánudögum í DV. Bangsi í aðgerð Hvítabjörn í dýragarði í New York er að ná sé eftir að hafa gengist und- ir aðgerð. Ein tönn í gómi hans var fjarlægð, en hún kom í veg fyrir að hann gæti andað eðlilega. Tönninn óx innarlega í gómi en dýralæknar notuðu meitil og hamar til að ná tönninni úr. Bangsi vegur um fjögur hundruð kíló og var tönnin stór eftir því. Bangsi andar nú eðlilega og leikur við hvern sinn fingur í garðinum eftir að hafa náð kröftum á ný með eðlilegum andardrætti. NUTRO - 30% AFSLÁTTUR Þurrfóður fyrír hunda og ketti í hæsta gæðaflokki, Full búð af nýjum vörum. 30% afsl.af öllu. Opið mán. til fös 10 - 18, Laugard. 10 - 16, sunnud. 12-16. TOKYO HJALLAHRAUNI 4 HAFNARFIRÐI SÍIVll 545 8444 Kjúklingur ineð fjögur læri Rúmenskur bóndi býst við að græða vel á fjögurra leggja kjúkl- ingi sem kom úr eggi hjá honum fyrir skömmu. Bóndinn segir að varla sé hægt aö ímynda sér öll þau læri sem hægt yrði að fram- leiöa takist honum að rækta áfram þetta afbrigði. Þá fái hann fjögur læri afhverjum í stað tveggja áður og það muni gefa vel / aðra hönd. Efræktunin tekst ekki þá muni fjöldamargir vilja koma og borga fyrir að sjá þennan ferfætta kjúkling, en hann á von á löngum lífdögum hjá honum, þvi hann er fullkomlega heilbrigður, að sögn eigandans. Innilokuð í röri í viku tíma Kisur geta lent í ýmsum raun- um þegar þær eru úti. A heimasiðu Kattholts var sagt frá litlum kett- lingi, sem fengiö hefur nafnið Halla, og fannst við Malarás í Reykjavík. Framkvæmdir stóðu yfir i götunni og lokaðist Halla inni I drenlögn í viku. Hljóðin i henni heyrðust og var henni bjargað úr prísundinni. Hún er sködduð á hálsi og hallar undir flatt og getur ekki hreyft háls- inn almennilega.Vonandi er skaðinn ekki varanlegur, en þau í Kattholti gera alltsem i þeirra valdi stendur til að hún lifí. Papillon hundurinn, Lady killer ber nafn með rentu og vinkona hans Anny stóðst ekki töfrana og steinlá. Ávextir ástar þeirra eru tveir yndislegir hvolpar sem fædd- ust skömmu eftir heimkomuna. Magnea segir það alls ekki hafa kom- ið að sök og í raun hafi hún fengið fjóra hunda í stað tveggja sem hún keypti og geti ekki annað en verið ánægð með það, þrátt fyrir að það hafi ekki verið í myndinni að Anny yrði pöruð svo fljótt. En við því var ekkert að gera, ástin spyr hvorki um stund né stað,“ segir hún. Hvolparnir, sem heita Evita og Embla, eru nú um það bil níu vikna og Magnea ætlar að halda annarri fyrir sjálfa sig en láta hina. Hún seg- ir það ekki enn ákveðið hvert hún fari en það verði víst eldd vandræði að finna henni gott heimili því Papillon hundarnir séu afar vinsæl- ir. Smáhundar eru mjög vinsælir, enda þægileg stærð og þeir eru meðfærilegir í umgengni. Fegurð þeirra er sérstök vegna eyrnanna, sem standa mjög hátt og minna mest á fiðrildi þegar þeir eru full- vaxnir. Enda heita þeir Fiðrildi en það er þýðing úr frönsku á orðinu Papillon Magnea hefur átt Papillon í nokk- ur ár og er alltaf jafh ánægð með þá. „Ekki inni í myndinni að Anny yrðipöruð svo fljótt. En við því var ekkert að gera, ástin spyr ekkineins, eftíminn erréttur." „Ég flutti þau inn frá Danmörku og þar sem þau voru bæði í minni eigu og sömu tegundar þá kom ekki annað til greina en hafa þau saman í búri. Samveran hafði þau áhrif að með þeim tókust ástir og skömmu eftir að þau komu heim komu ávextir ástar þeirra ljós og fæddust þessar tvær yndislegu tíkur," segir Magnea Tfídn heitir Anny og rakkinn Lady kiiler og ber hann svo sannarlega nafh með rentu. Hann er algjör sjar- mör og Anny hefur ekki staðist þokka hans og snarfallið fyrir honum. „Þetta eru yndislegir hundar, afar þægilegir og bh'ðir og feldur þeirra fallegur. Þeir eru eru mjög glæsilegir í sýningahringnum og taka sig vel út. En það er ekki allt, flestir eiga þá ein- göngu sem gæludýr og ég þekki eng- an sem ekki hefin verið ánægður með hundinn sinn, en þrátt fyrir síð- an feld þá er hann þannig samsettur að þeir fara alls ekki mikið úr hárum," segir Magnea Þeir sem vilja ffæðast meira um Papillon geta farið inn á heimasíðu félagsin, www.papillon.is Andrea Osk, dóttir Magneu og vinkona hennar með for- eldra og afkvæmi Þærskilja von bráðar systurnar, Embla fer á nýtt heimili en systir hennar verður eftir heima hjá mömmu og pabba. Hraun og sprungur hættulegar Um helgina týndist Baseji- hundinn Eros í sólarhring á Þing- völlum og fannst fyrir hreina hend- ingu ofan í sprungu sem hann hafði fallið í. Sprungan var vel falin því gróður var vaxinn yfir hana svo hún sást ekki og var því sprungan Skoðun Beggu hættuleg jafnt dýrum sem mönn- um. Fyllsta ástæða er til aö vara hundaeigendur við hættulegum svæðum í grennd borgarinnar. Sunnan við Hafnarfjörð og víðar í kringum höfuðborgina eru hraun sem geta verið mjög varasöm. Sumir hundar eru þeirrar náttúru að þurfa að fara ofan í allar gjótur og þefa, en aðra grópur veiðieðlið um leiö og þeir sjá fugl. Hundaeigendur ættu kanna vel landslagið áður en þeir sleppa hundunum sínum lausum. Sjálf bý ég ég við jaðar hrauns sem tfkumar mínar elska að hreyfa sig í. í byrjun fór ég með þær og leyfði þeim að vera frjálsum, en eft- ir að önnur þeirra hvarf í góða stund og gerði mig vitstola af hræðslu hef ég gætt þess vel að fara ekki með þær í hraunið. Ég gerði mér ljóst hve hættulegt það er, en hundar geta auðveldlega lent í völ- undarhúsi og ekki komist til baka. Þeir geta lokast inni f göngum vegna hruns og jafnvel fest og ekki náö að losa sig hjálparlaust. Sfðast en ekki síst geta þeir fallið ofan í sprungur eins og kom fyrir Eros á Þingvöllum. Vart er hægt að hugsa sér ömur- legri dauðdaga en þennan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.