Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ2005
Menning UV
Menningarlegt karaókí
„Menningarlegt karaókí? Algjörlega
og mjög metnaðarfiillt. Þetta var alveg
brjálað og við unnum farandbikar sem
stendur héma í andyrinu. Fólk lagði allt
sitt í þetta; blóð, svita og tár,“ segir Svan-
borg Sigurðardóttir í bókabúð Pennans
Eymundsonar í Austurstræti.
Hún er kampakát og má vera það því
í glæsi- og æsÚegri karaókíkeppni sem
haldin var um helgina á ölveri sigraði
bókabúð Pennans Eymundssonar í
Austurstræti kollega sína £ versluninni
við Laugaveg.
Keppnin fór þannig fram að hvor
verslun um sig lagði til ein sjö söngatriði,
enda margt hæfileikafólk í þessum versl-
unum. Beta rokk hlaut til dæmis sérstök
verðlaun fyrir framkomu. Hún tók lagið
„Eye of the Tiger“ og mætti í hnefaleika-
búningi til að flytja lagið. Maríanna
Lúthersdóttir þótti besti söngvarinn.
„Hún var stórkosdeg og söng lagið „I've
never been to me" - mjög hjartnæmt lag
sem býður uppá mikla túíkunarmögu-
leika sem hún nýtti sér til hins ítrasta,
enda leikkona. Lagið var upphaflega
flutt af söngkonunni Charlene," segir
Svanborg sem sjálf lét ekki sitt eftir liggja
í keppninni og söng dúett ásamt Þor-
gerði Elínu. í dómnefnd sátu þau Egill
öm Jóhannsson, Óttarr Proppé, Drífa
Hilmarsdóttir og Erla Brynjarsdóttir.
■fc
Æ
r*
Vörður
Ljóðið sem DV býður fram í
dag, með góðfúslegu leyfi útgef-
anda, er eftir Njörð P. Njarðvík
og er að finna í nýlegri ljóðabók
hans sem kom út nú í vor. Hún
ber titilinn: Aftur til steinsins.
Njörður er doktor í íslensk-
um bókmenntum og hefur verið
prófessor við Háskóla íslands í
allmörg ár.
Hann hefur
samhliða þeim
starfa sínum fengist jöfnum
höndum við að rita fræðibækur,
sögur, leikrit og ljóð.
Ljóð
Fræðileg Qölskylda
Það er bemlmis afbrigði-
legt að hlusta á sígilda
tónlist fyrir hádegi."
Beethoven í botn
Þriðji hluti.
Sónötur fyrir fiðlu og pianó nr.
81 G-dúr, 9 í A-
valdsdóttir V.
og Gerrit ™
Schuil. Tón-
leikasalurinn /
29. mai.
Tónlist
Tvíburabræðurnir og
systir þeirra öll í Skír
Út er kominn Skímir - Tímarit
Hins íslenska bókmenntafélags. Að
vanda kennir ýmissa grasa í ritinu
en það sem mesta athygli vekur er
ef til vill að Skímir birtir þrjár
greinar sem ritaðar em af systkin-
um: Þær em eftir tvíburabræðurna
Armann og Sverri Jakobssyni auk
greinar eftir Katrínu litlu systur
þeirra.
Sagnfræðingurinn Sverrir ritar
grein sem heitir „Austurvegsþjóðir
og íslensk heimsmynd - uppgjör
við sagnfræðilega goðsögu". Ar-
mann, sem er íslenskufræðingur,
kemur svo í kjölfarið með grein
sem ber yfirskriftina „Sinn eiginn
smiður -Ævintýrið um Sverri kon-
ung“. Og þar á eftir kemur síðan
Katrín bókmenntcúræðingur
með grein sem heitir: „Merk-
ingarlausir fslendingar". Undir-
titill er: Um samfélag og þjóðerni í
sögum Arnaldar Indriðasonar.
Allar eru greinarnar hinar
áhugaverðustu. Þannig kemst til
að mynda Katrín að þeirri niður-
stöðu að í glæpasögum Arnaldar
sé íslenskt þjóðerni merkingar-
laus stimpill sem enginn skilur
lengur; „innantóm tákn, lauslega
tengd við stað þar sem framin eru
ömurleg og subbuleg morð." En
það má sem sagt ljóst vera að ekki
skortir fræðileg umræðuefni þegar
þau þrjú koma saman í fjölskyldu-
boðum.
Foreldrar þeirra eru Signý Sig-
greinar ihinum nýja Skírni og Ijóst má vera
að ekki skortir fræðileg umræðuefni þegar
blásið er til fjölskylduboða.
urðardóttir sálfræðingur og Jakob
Armannsson aðstoðarbankastjóri
en hann er látinn. Elsta systirin í
systkinahópnum er svo Bergljót
Njála kennari, en hún var að þessu
sinni ekkert að skipta sér af útgáfu
Skímis.
Njörður P. Njarðvfk Sendinýverið frá
sér ljóðabókina,Aftur til steinsins“ en
þar er að finna ljóðið,Vörður“.
Vörður
Enn ganga vörðurnar yfir heiðina
þótt leiðin sé fáförul
og ekki margir
sem telja sig þurfa leiðsagnar
þangað sem förinni er heitiö
Þær þokast upp úr dalbotninum
feta sig meðfram gilskorningum
stika svo fram klifið
og stefna rakleitt inn (þokubakkann
Þær kæra sig kollóttar
þótt úr þeim hrynji
steinn og steinn
þvf erindið er brýnt:
að varöa leið
Attunda fiðlusónata Beethovens
er sú glaðlegasta og áhyggjulausasta
af öllum. Fyrsti kaflinn hefur sterkan
pastoraleblæ, menúettinn er af-
skaplega þokkafullur og Vínarlegur
og það er jafnvel eitthvað sígauna-
legt við lokakaflann með sfnum
hringdanslegu tóntegundaskiptum.
Eins og oft áður í þessari tónleikaröð
átti píanóleikarinn það til að vera of
hávær og jafnvel hrjúfur. En alls ekki
alitaf. Að öðru leyti var sónatan
ágætlega spiluð með miklum sjarma
í menúettinum og dillandi fram-
skriði £ lokakaflanum svo hann varð
svo ómótstæðilegur og það hefði al-
veg mátt spila hann aftur sem auka-
lag.
Áhorfendur standa á öndinni
Hin fræga Kreutzersónata er lfk-
lega mesta fiðlusónata Beethovens
og Tolstoj nefndi eina af skáldsögum
sínum eftir henni. Fyrsti og sfðasti
kaflinn, sem eru eins konar taran-
tella, eru stormasamir og kraftmiklir,
en hægi kaflinn tilbrigði við Ijóðrænt
stef. Flutningur þessa verks var ef til
vill sá besti í tónleikaröðinni. Inn-
gangurinn að fýrsta kaflanum var
magnaður og gaf tóninn fýrir það
sem í vændum var. í hæga kaflanum
var samleikurinn frábær og sú tilfinn-
ingalega dýpt sem Ieynist undir
snjöllum tilbrigðunum kom fagur-
lega fram. Síðasti kaflinn var gríðar-
lega öflugur og æsandi í leiknum svo
áheyrendur stóðu á öndinni en það
gerist bara á góðum tónleikum. Síð-
asta sónatan, sem er ljóðræn ger-
semi, hljómaði hins vegar fremur
köld þótt hún væri á margan hátt fal-
lega leikin í öllum línum og hending-
um. Það vantaði bara þennan háljóð-
ræna gæfúmun í þessu afar við-
kvæma og vandflutta verki.
daga að vori. Og þótt tónlistarfólki
þyki sjálfsagt að æfa sig á morgnana,
er það nú einu sinni svo að fæstir
eru í skapi til að hlusta á og melta al-
varlega tónlist á morgnana. Slík
nautn er síðdegisgaman eða kvöld-
skemmtun. Gönguferðir, kirkjusetur
og skokk eru hins vegar morgun-
vænar athafnir á sunnudögum og
líka það að liggja í leti og láta sig
dreyma um betri tíð með blóm í
haga. Það er beinlínis afbrigðilegt að
hlusta á sígilda tónlist fýrir hádegi.
Vonandi verður þessi fáránlegi tón-
leikatími ekki að íslenskum tískufar-
aldri. Svo mælir hinn djúpviti en
músikmorgunfúli tónrýnir DV!
Sigurður Þór Guðjónsson
Fáránlegur tónleikatími
Það var sól og vaknandi vor alla
þessa þrjá sunnudagsmorgna þegar
tónleikaröðin fór fram. Konsertamir
voru allir vel sóttir enda voru þeir
óneitanlega mikilsháttar viðburður í
tónlistarlífinu. Samt sem áður er
þetta afleitur tónleikatími, klukkan
ellefu á sunnudagsmorgni. Dæmið
af undirrituðum gefur hugmynd um
hvers vegna. Klukkan var vel farin að
ganga tvö þegar tónleikunum lauk.
Þegar undirritaður hafði lokið við að
háma í sig dýrindis krásir og gat far-
ið að ffla heiminn og njóta h'fsins
saddur og sæll í sólinni var klukkan
orðin hálf þijú. Þessi tónleikatími
kemur einfaldlega í veg fyrir að fólk
geti notið dýrmætra
Dreifingin og innflutningurinn farin
en útgáfuréttindin ekki.
Óttar Felix selur
„Nei, ég er ekki búinn að selja
útgáfuna, ég held henni og út-
gáfuréttindunum. Aftur á
móti seldi ég dreifinguna
og innflutninginn. Það
heitir Sonet dreifing
og er á sama stað og
áður,“ segir Óttar Fel-
ix Hauksson, athafna-
og tónlistarmaður.
Sá sem keypti heitir
Ásvaldur Friðriksson.
„Hann og hans fjölskylda
keyptu en Ásvaldur var
sölustjóri hjá mér."
Þetta þýðir þá að Óttar
Felix er eftir sem áður útgefandi
og vemdari tónlistarsnillinga á
borð við Hljóma, Róbem'nó, KK
og Magga og fleiri. „Ég er með um
það bil 200 tftla sem ég á útgáfu-
réttinn á og telst því handhafi
næst stærstu útgáfuréttinda á
landinu. Sena ein er
stærri."
Athafiiamaðurinn
hefur nú söðlað um,
er orðinn fram-
kvæmdastjóri sölu-
sviðs hjá Frjó - sem
dreifir stoðvörum til
fslenskra grænmetis-
bænda. Að auki er
hann sestur í stjórn
skáksambandsins
sem varaforseti, tók
við af Hrafni Jökuls-
syni þar, auk þess að vera svo for-
maður Taflfélags Reykjavíkur.
„Það er elsta og virðulegasta tafl-
félag landins. Já, skákin er farin að
taka aukinn tíma frá mér.“
Óttar Felix Hauksson
Útgáfuréttindin íhans
eigu eru önnurstærstu
á íslandi á einni hendi.