Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Side 8
8 MÁNUDAGUR 13.JÚNÍ2005 Fréttir DV Bræðurnir Kjartan Valur Guðmundsson og Halldór Örn Guðmundsson eru ákærð- ir fyrir hrottalega líkamsárás á Jónas Val Jónasson fyrir um ári síðan. Jónas tvíkjálkabrotnaði meðal annars og hefur ekki enn náð sér að fullu. Ofbeldisbræð- urnir eru synir lögreglumanns á Selfossi. I Ofbeldisbræður Bræðurnir Kjartan I Va/ur Guðmundsson (til vinstri) og Halldór Örn Guðmundsson (til hægri) spörkuðu [Itrekað ÍJónasVal Jónsson meðan hann Id óvlguríjörðinni. Leita að heitu vatni Á fundi bæjarráðs Fjarð- arbyggðar á fimmtudag var kynnt að Orkustofnun hef- ur ákveðið að styrkja heita- vatnsleit sveitarfélagsins á Reyðarfirði og Norðfirði um sex milljónir á þessu ári. Sveitarfélagið mun leggja ffam samsvarandi upphæð til leitarinnar. Jarðfræðistofan Stapi leitar nú tilboða í tilraunaboranir og er stefnt að því að heita- vamsleitir hefjist á þessu ári. Áður hefur fundist heitt vatn á Eskifirði og er nú verið að leggja hitaveitu í öll hús þar og mun því verki ljúka um áramót. 17áraók inn í garð á Selfossi 17 ára drengur á Sel- fossi virðist hafa fagnað því fulldátt að fá öku- skírteini sitt í hendurnar. Drengurinn sem er ný- kominn með bflpróf ákvað að bregða sér á rúntinn á 750 BMW- inum sínum og sýna fólki á götum bæjarins nýjabflinn. Ekkivildi betur til en svo að þessi rúntur endaði með því að drengurinn missti stjóm á biffeiðinni í krappri beygju, og ók inn í garð með viðkomu á rafmagnskassa. Á heima- síðunni www.live2cm- ise.com birtir frændi drensins myndir af bfln- um í runnanum og hlæja bflatöffarar landins að ófömm þessa 17 pilts sem mun hafa sloppið óhultur úr þessum ógöngum. Rúmföttil lækningar á ísafirði Orku- og lækn- ingarrúmföt era um þessar mundir til kynningar á ísafirði. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þessi rúmföt era kynnt annarsstaðar en í Japan, en þar hafa þau ver- ið í notkun um tíu ára skeið. Maður heitir Okazaki og kona Savu og vinna þau saman að því að kynna rúmfötin fyrir vestan. Savu segir lækningarmátt rúm- fatanna vera ótrúlegan og erfitt sé að skýra út fyrir fólki hvernig rúmföt geti breytt þróun sjúkdóma. Mikilvægt sé fyrir fólk að reyna sjálft. Synir logreglumanns börðu nema til óbóta Kjartan Valur Guðmundsson, 22 ára bflasali og 18 ára bróðir hans, Halldór örn Guðmundsson, réðust á Jónas Val Jónasson á Bfladögum á Akureyri í fyrra. Ákæra var gefin út á þá bræður fyrir meiriháttar líkamsárás þann fjórða febrúar á þessu ári, en aðal- meðferð í málinu var á fimmtudag. „Menn gleyma svona seint," seg- ir Jónas Valur Jónasson um árásina sem hann varð fýrir aðfaranótt sautjánda júní fyrir rétt tæpu ári síð- an. Jónas átti sér þá enga von þegar hópur stráka, undir forystu bræðr- anna Kjartans Vals Guðmundssonar og Halldórs Arnar Guðmundssonar, réðist á hann og börðu til óbóta. Bræðurnir era synir rannsóknarlög- reglumanns í Reykjavík. Sýslumaðurinn á Akureyri krefst refsingar yfir bræðrunum en auk þess fer lögmaður Jónasar fram á rúmlega eina milljón króna í skaða- bætur. Hryllileg sjón „Þetta var hryllingur," sagði eitt vitnanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær um árásina en lýsing vitna á at- burðarás þessarar örlagaríku nætur samræmdust í nánast öllum tilfell- um og vora einkar óhugnandi. Samkvæmt vitnum var atburða- rásin á þann veg að nokkrir strákar veittust að stelpum sem vora að skemmta sér á svæðinu. Rifrildi kom upp og Jónas blandaði sér í málið með því að koma stúlkunum til hjálpar. ■ í öllum látunum endaði Jónas á því að slá Halldór í andlitið. Stuttu - síðar sáust Halldór og Kjartan bróðir hans, auk fimm ann- arra, elta Jónas sem reyndi að forða sér á hlaupum. Þeir náðu að fella hann og hófu þá strax að sparka í hann og kýla, aðallega í höfuðið. Þegar árásinni tók að linna reyndi Jónas að standa upp en þá hljóp Halldór að honum aftur og sparkaði í höfúð hans af miklu afli og sagði að enginn kæmist upp með að slá sig. Að sögn Jónasar var lítið sem vitni gátu aðhafst til að hjálpa hon- um. „Þeir vora svo margir auk þess sem flestir sem sáu þetta vora stelp- ur.“ Tvíkjálkabrotinn Framburður vitna segir að eftir hópárásina hafi Jónas legið óvígur í blóði sínu á jörðinni en þó verið með meðvitund. Þegar Jónas komst undir læknishendur var það mat lækna að ástand hans væri svo slæmt að ráðlegast væri að senda hann með sjúkraflugi til Reykjavík- ur. í árásinni tvíkjálkabrotnaði Jónas, hlaut brot í fram og hliðar- vegg hægri kinnar auk verulegra bólgna í andlit. „Ég lá á sjúkrahúsi í þrjá daga og var óvinnufær í sex vikur eftir árás- ina,“ sagði Jónas sem enn er með verki í háls og kjálka eftir árásina og óvíst er hvort hann muni nokkurn tímann ná sér að fullu. Engir hrottar „Þetta er auðvitað leiðinlegt mál og það er alltaf slæmt þegar svona gerist," segir Guð- mundur Ingi „Ég lá á sjúkrahúsi í þrjá daga og var óvinnufær í sex vikur eftir árásina." Ingason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Reykjavík og faðir árásarmannanna Kjartans og Hall- dórs. „En mér finnst mikilvægt að það komi fram að allt upp í níu manns tóku þátt í slagsmálunum og því er erfitt að segja hver gerði hvað. Það kemur ekki í ljós fýrr en eftir tvær til þrjár vikur þegar það verður dóms- uppkvaðning í málinu. Það hefur aldrei neitt komið fyrir þessa stráka áður. Þeir era engir hrottar." Guðmundur bendir jafnframt á að Halldór hafi aðeins verið sextán ára þegar árásin átti sér stað og sé sautján ára núna þannig hann sé enn undir bamaverndarumsjá. Hann bendir jaftiffamt á að Halldór „sé viðkvæmur strákur." gudmundur@dv.is johann@dv.is Allir vilja eiga hlut í Mosaic Fashions hf. Vinsæl hlutabréf Samkvæmt heimasíðu KB banka era almennu hlutafjárútboði Mosaic Fashion formlega lokið. Mikill áhugi og spenna er fyrir þessu nýja fyrir- tæki sem er eigandi helstu kvenntískumerkja frá Bretlandi. Föstudaginn sl. var haldin gríðarleg tískusýning í skautahöllinni sem merki á borð við Oasis og Karen Mil- len vora sýnd á tískupallinum. Karen Millen sjálf mætti á tískusýningu ásamt fleiri stórstjörnum. Önnur merki undtír Mosaic era Whistles og Coast. Eftirsókn var gríðarleg eða um tvö þúsund og þrjú hundrað manns ósk- uðu eftir að kaupa hlut eða rúmlega áttfalt fleiri hlutum en í boði vora. Fjárfest var fyrir 10,7 milljarða króna og hluthöfum verður úthlutað minna hlutafé en íjárfest var fyrir. irnimi Tfskusýningin f Skautahöllinni fórvel fram og seldust hlutabréfin vel. Mosaic Fashions hf. verður skráð í Kauphöll íslands 21 júní. „Þaö liggur á að klára æfingar í Borgarleikhúsinu svo maður geti komið sér I sumarfrí, “ segir Gunnar Hansson leikari.„Þaö veröur gott aö komast í frl og fara til útlanda en ég ætla að skella mér til Spánar og hafa það gott," Lögreglan lýsir eftir eiganda Hver er eigandi peninga- skápsins? Á lögregluvefnum má margt sniðugt finna. Margur borgarinn skilar inn hlutum til lögreglunnar sem finnast á víðavangi. En á heimasíðunni má finna ljósmynd- ir af hinum ýmsu hlutum sem hafa glatast í borginni. Þar má meðal annrs finna kíki, gult Suzuki mótorhjól, plötusnúða- græjur, hátalara og að sjálfsögðu peningaskáp. Skápurinn fannst í Austurborg Reykjavíkur nýlega og er harð- læstur. Lögreglan auglýsir eftir eiganda skápsins, sem hefur greinilega ekki tekið eftir því að hann vantar. Meðal annars vekur furðu að skápurinn hafi komist út á götu. Þá er spurt hver hafi skilað honum til lögreglunnar. Líklegt þykir að honum hafi verið stolið en þjófurinn ekki megnað að bera hann lengra. Ekki er vitað hvað er að finna í peningaskápnum. Tzmm ' -■ Skápurinn Lögreglan fann skápinn en eig- andi finnst ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.