Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Qupperneq 21
20 MÁNUDAGUR 13.JÚNÍ2005 Sport DV DV Sport MÁNUDAGUR 13.JÚNÍ2005 21 ■» Þegar stjórnarformaður Chelsea, Peter Kenyon, heimsótti CSKA Moskvu í nóvember, lyfti hann glasi og skálaði með eftirminnilegri setningu: Við sjáumst í úrslitum Meistaradeildarinnar í Istanbúl í sumar. Sú ósk rættist ekki hjá Kenyon en CSKA fór þess í stað alla leið í Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið lagði Sporting Lissabon í úrslitaleik. Vilja margir meina að með þeim sigri hafi umheimurinn fengið að sjá afleiðingar hinnar rússnesku byltingar - sem er rétt að hefjast. Enginn veit meö vissu hvaðan þetta gríðarlega aukna fjármagn kemur inn í rússneska knattspyrnu, en á meðan það streymir inn er úr- slitaleikur milli tveggja rússneskra félaga í Meistaradeildinni árið 2008 ekki fjarstæðukennd. Fyrr í mánuð- inum keypti Dynamo Moskva, helsti keppinautur CSKA, tvo portú- galska landsliðsmenn frá Portó á samtals 14 milljónir punda, þá Maniche og Costinha. Slíkar fjár- hæðir eru sjaldséðar í deildum á borð við England, Ítalíu og Spáni ef undan eru skilin 3 til 4 risafélög hvers lands. Þessi kaup sýna það svart á hvítu að rússnesk knatt- spyrna er í stórsókn og segja forkálf- ar hennar að ballið sé rétt að byrja. Miklir peningar Þáttur Romans Abramovitsj í öll- um þessum hugsjónum rússnesku fótboltaforystunnar er stór. Olíufyr- irtæki hans, Sibneft, er opinber styrktaraðili CSKA og mun veita fé- laginu fjármagn upp á 29 milljónir punda næstu tvö árin. Liðið nýtur góðs af þessum peningum og síð- astliðið haust sló félagið skosku ris- ana í Glasgow Rangers út í Meist- aradeildinni. Liðið féll reyndar út úr riðlakeppninni sfðar meir, en eins og áður segir fór liðið alla leið í Evr- ópukeppni félagsliða í kjölfarið. í haust stóð félagið svo af sér samkeppni við fjölmörg félög frá meginlandi Evrópu um þjónustu eins eftirsóttasta framherja Brasilíu, Vagner Love, en CSKA keypti hann á 5,5 milljónir punda. Það sama á við um króatíska framherjann Ivica Ohc, sem kaus CSKA fram yfir nokk- ur félög á Spáni og á Ítalíu. En það var ekki fyrr en þriðji erkióvinurinn, Spartak Moskva, kló- festi einn feitasta bitann á leik- mannamarkaðinum síðasdiðið sumar, Fernando Cavenaghi frá Argentínu fyrir átta milljónir punda, sem ítölsk og spænsk félög fóru að hafa verulegar áhyggjur. Áður voru ungar og upprennandi stjörnur frá S-Ameríku fengnar í kippum úl heitu landanna í Mið-Evrópu, en nú eru þau farin að lúta í lægra haldi fyrir ijármagninu að norðan. Áfram gerðust kaupin á eyrinni, Dinamo Moskva keypti brasilíska framherjann Derlei frá Portó, en fjórða liðið í höfuðborginni, Lokomotiv, keypti rússneska lands- liðsmanninn Dmitry Sychyov frá Marseihe. Fjármagnið virðist ótak- markað hjá nokkrum liðum og meira að segja smáliðið Terek Grozny, frá hinni stríðshrjáðu Téténíu, er með árlega veltu upp á 16 milljónir punda. Ekkert skráð Þá er stóru spurningunni enn ósvarað - hvaðan koma þessir pen- ingar? Ekki koma þeir frá áhorfend- unum því af stóru liðunum í Moskvu er Lokomotiv með hæsta meðaiáhorfendafjöldann, 11.240, þar sem miðar kosta á bilinu 200- 600 íslenskar krónur. Ekki koma þeir frá sölu varnings tengdum Uð- unum því föt í Rússlandi eru mjög ódýr á evrópskan mælikvaröa. Þar sem engin peningauppspretta er sjáanleg er kannski ekki skrítið að heiti ýmissa mafi'usamtaka séu bendluð við félagið, þar sem þau eru talin sjá um að „þvo“ pening- ana. Það skrítnasta við þetta aUt sam- an er sennUega sú staðreynd að fé- lögum er ekki skylt að gefa upp ár- legt peningaflæði sitt né neitt sem snýst að bókhaldinu. EftirUt með fjárreiðum rússneskra félaga er ein- faidlega ekki tU staðar og lögum samkvæmt er það bara allt í lagi. Munum spila í úrslitum Formaður CSKA og góðvinur Abramovitsj, Yevgeny Giner, segir að möguleikar rússneskra félagsliða á því að ná árangri á evrópskum vettvangi séu jafngóðir og hvers annars Uðs í heimsálfunni. Aðspurður hvort hann telji mögu- leika á því að leikmenn á borð við David Beckham og Thierry Henry fari til rússneskra liða í nánustu framtíð sagði Giner að svo gæti vel farið. „Við erum gott félag og það er því ekki vandamál fyrir okkur að semja við góða leik- menn, eins og þá,“ segir hann. Igor Akinfeyev, markvörður CSKA og rússneska landsliðsins, tek- ur í sama streng og Giner og hefur sent út aðvörun úl Evrópu. „Styrkur rússnesku deUdarinnar fer ört vax- andi og árið 2007 mun Rússland eiga tvo fuUtrúa í MeistaradeUdinni. Það er aUt tU staðar tU að vera með deUd í sama klassa og þær sem eru á Englandi og ítafiu. Við erum ekki veUcari,“ segir Akinfeyev, sem reynd- ar var með í því Uði CSKA sem tapaði fyrir Chelsea í riðlakeppni Meistara- deUdarinnar fyrr í vetur. „Þeir eru betri en við og búa yfir meiri reynslu en við á þessari stundu. En CSKA er ungt Uð og við náum þeim að gæðum á næstu tveimur árum, sannið þið tU. Þessi leikur gegn Spoiting var ekki síðasti úrslitaleUcur okkar í Evr- ópu. Ég er sannfærður um að ég muni spUa úr- sUtaleik MeistaradeUdar- innar með CSKA á næstu árurn." Roman Abramovich og Chelski Vellríkuren siðlaus? Peningarnir í Rússlandi hafa haft víðtækari áhrif á knattspyrnuna en nokkum hefði grunað ekki aUs fyrir löngu. Nú eru rétt tvö ár Uðin síðan Roman Abramovich keypú Chelsea fyrir 140 mUljónir punda. Síðan hafa leikmenn í heimsklassa hvað eftir annað gengið kaupum og sölum og það er sama hvaðan gott kemur eða þá hvort það sé yfirhöfuð úl sölu - það skal keypt ef áhuginn er fyrir hendi. Mörgum hefur blöskrað þessi vinnubrögð, enda finnst mönnum súrt í broti að horfa upp á lið eins og Chelsea, með sitt ótakmarkaða fjármagn, geraviðskipú án tUlits úl eins né neins. Dæmi um þetta er mál Ashleys Cole hjá Arsenal. Nú er ljóst að Cole hefur láúð freistast af rússnesku peningunum og í vetur mætú hann á fund með Peter Kenyon, stjórnarformanni Chelsea, og Jose Mourinho, stjóra Uðsins, tU að ræða hugsanleg kaup Chelsea á Cole. En hann er samningsbundinn Arsenal og braut þetta því í bága við lög enska knattspyrnusambandsins. AUir aðilar voru dæmdir úl að greiða metfjárhæðir í sekúr. Blekið var varla þornað á dómsúrskurðinum þegar Tottenham rak Frank Arnesen, yfirmann íþróttamála félagsins. Hann vissi af áhuga Chelsea og lét glepjast af RússagulUnu. Og hann er örugglega ekki sá síðasú. Putin Rússlandsforseti Tók vel á móti leikmönnum CSKA Moskvu og sýndi þeim listir sinar með knöttinn. Nordic Photos/AFP Var með heimþrá en sneri aftur Brasiiíski sóknarmaðurinn Vagner Love yfirgafCSKA Moskvu þegar Ijóst varð að liðið kæmist ekki áfram upp úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. En hann sneri aftur og skoraði nokkur mikilvæg mörk fyrir liðið í Evrópukeppni félagsliða, þará meðal eitt I úrslitaleiknum gegn Sporting Lissabon. Reuters Les Ferdinand heiðraður af Bretadrottningu „Sir" Les fær heiðursorðu Þótt hann hafi löngum verið kaUaður „Sir“ Les Ferdinand mun hann sennUega ekki hljóta þá naftibót formlega. En Bretadrottning sæmir han engu að síður heiðursorðu, svokaUaðri MBE-orðu sem David Beckham hlaut úl dæmis ekki aUs fyrfr löngu. Hann gengur undir nafninu „Sir“ Les hjá stuðningsmönnum QPR þar sem hann lék lengst af á sínum ferli. Þar lék hann 152 leiki og skoraði 80 mörk. En hann hefur komið víða við á sínum langa ferU og er hann úl að mynda aðeins einn þriggja sem hefur skorað þrennu fyrir þrjú mismunandi úrvalsdeUdarfélög. Árið 1987 gekk Ferdinand úl liðs við QPR frá utandeUdarliðinu Hayes. Fyrstu tvö tímabUin þar geldc honum Ula að festa sig í sessi og kom aðeins við sögu í þremur leUcjum. Hann var þá lánaður tU tyrkneska félagsins Besiktas þar sem hann sló rækUega í gegn. Hann varð tyrkneskur bikarmeistari með félaginu og skoraði 21 mark í aðeins 32 leikjum. Næstu fimm árin varð hann að goðsögn við QPR, vann sér sæti í enska landsliðinu og var á endanum keyptur úl Newcasúe. Meiðsli urðu að lokum tU þess að hann náði sér almenrúlega á strik aftur og er hann í dag leUcmaður Reading. JcIjWD ríimwn Cameron D/a frænka Binna í Gröf 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.