Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2005, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2005, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ2005 Fréttir DV Kaupfélag fær nýtt líf „Það er búið að teikna þarna verslunarrými og 24 íbúðir," segir Sigrún Þor- grímsdóttir framkvæmda- stjóri Tjarnarbyggðar sem hefur keypt húsnæðið við Strandgötu 26-28 í Hafnar- firði en það hýsti áður Kaupfélag Hafnarfjarðar. Á reitnum á einnig að vera bílakjaUari. Viðræður eru í gangi við verslunarmið- stöðina Fjörð og Hafnar- fjarðarbæ um að víkka reit- inn ffekar út með uppbygg- ingu á verslunar- og þjón- ustuhúsnæði. Pabbadagur í hávegum í tilefni þess pabba- dags sem halda á 19. júní stendur yfir leit að besta pabbanum. Sá sem stendur fyrir þessari nýbreymi er Sveinn Guðfinnsson sem haldið hefixr úti heimasíðunni pabbar.is þar sem sýnt er jákvætt sjónarhom á föðurhlutverkið. „Flest- um þykir þetta góð hug- mynd en ég hef heyrt einhverjar raddir um að svona dagar tengist um of peningaplokki," segir Sveinn sem segir daginn aðeins vera til að gefa tilverunni frekari lit og gleði. Beckham á íslandi Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður. „Þau höfðu áhrifá mlnu heimili. Unglingsstelpan vildi nefnilega fara og vera fyrir framan eitt- hvert hótel eða skautahöll en ég neitaði þvl.Annars hefég veriö algerlega áhyggjulaus yfír þessu máli þvi að öðru leyti hefur þaö ekkert komi við mig. Skoðun mln varðandi frægt fólk á íslandi er sú aö þetta eigi aö vera friö- helgiland og þaö eigi að fá að vera algerlega i friði.“ Hann segir / Hún segir „Þau voru ekki á Islandi en þau eru bara alltafvelkomin til Is- lands. Ég held ég myndi nú ekki þekkja þau á götu en ég er reyndar þannig að ég þekki engan úti á götu. Ég hefmisst af svo mörgum frægum, hreinlega „seleb“-spotta engan. Annars væri ég til I að fá einhvern annan frægan, til dæmis er ég að blða eftir að Keanu Reeves komi hingað.“ Katrín Jakobsdóttir, varaformaöur Vinstri grænna. Séra Jón Þorsteinsson, prestur í Lágafellssókn í Mosfellsbæ, og eiginkona hans, Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra, hafa það sérdeilis gott á prestssetr- inu Mosfelli. Prestur og ráðherra borga aðeins tæpar 45 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir 234,9 fermetra stórglæsilegt einbýlishús. Prestur og ráðherra borga l]ör- falt giiaua í leigu en algieaaiagur Mosfell Það væsir ekki um prestinn og ráðherrann I þessu glæsilega einbýlishúsi. Prestsbústaðurinn á Mosfelli í Mosfellsbæ er 234,9 fermetrar að stærð. Húsið var byggt upp frá grunni árið 1997 fyrir rúmar 40 milljónir og var það í þriðja sinn síðan bústaðurinn var byggður sem það var gert. Séra Jón Þorsteinsson og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfis- ráðherra hafa haldið bú á Mos- felli síðan það var endurbyggt en borgað mun lægri leigu fyrir húsið en gengur og gerist á al- mennum markaði, leigu sem fasteignasalar sem DV ræddi við telja að væri í það minnsta fjórfalt hærri ef almenningur ætti í hlut. Prestar, sem búa á prestssetri, borga 2% af fasteignamati íbúðar og bílskúrs á ári og 3% af fasteignamati hlunninda, jarðhita, lax- og silungs- veiði og ræktaðs lands, eftir því sem Hjörleifur Sveinsson, starfsmaður Prestsseturssjóðs, sagði við blaða- mann. 45 þúsund í leigu á mánuði ónir. Þegar þessar tvær tölur eru lagðar saman kemur í ljós að séra Jón borgar tæpar 534 þúsund krónur á ári í leigu, eða tæpar 45 þúsund krónur á mánuði. Hann fær glæsi- legt 234,9 fermetra einbýlishús, 33,5 fermetra bflskúr, 16 hektara af rækt- uðu landi og veiðileyfi fyrir lax og sil- ung í Leirvogsá, sem þykir vera með fi'nni veiðiám landsins, fyrir þennan pening sem myndi ekki duga fýrir 52 fermetra íbúð í Hátúni 6 í Reykjavík. Fjórfalt lægra en á almenn- . um markaði Leigu- og fasteignasalar sem DV talaði við voru á einu máh um að þessi leiga væri hlægilega lág miðað við það sem almennt gerðist á höf- uðborgarsvæðinu. Þeir voru sam- mála um að einbýlishús í þessum stærðarflokki væru metin á frá 80 til 100 milljónir og að fólk þyrfti að borga allt frá 160 þúsund upp í 200 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir slík hús. Hann færglæsilegt 234,9 fermetra einbýl- ishús, 33,5 fermetra bílskúr, 16 hektara af ræktuðu landi og veiðileyfi fyrir lax og silung í Leirvogsá, sem þykir vera með fínni veiðiám landsins, fyrir þennan pening sem myndiekki duga fyrir 52 fermetra íbúð í Hátúni 6 í Reykjavík. en ef hærri talan er tekin þarf klúbb- urinn að borga 50 þúsund krónur. Á þessu sést að séra Jón þarf í versta falli að reiða fram tæpar sex þúsund krónur í leigu þegar tekjum hans af Mosfelli er bætt við en í besta falli getur hann átt U'u þúsund krónur aukreitis sem leggjast þá ofan á laun hans í hverjum mánuði. í tilfelli séra Jóns Þorsteinssonar er fasteignamat íbúðar og bílskúrs 21,2 milljónir. Þau þurfa því að borga rúmar 423 þúsund á ári í leigu. Fast- eignamat hlunnind- anna er 3,7 millj- Með tekjur á móti Séra Jón hefur aukinheldur tví- þættar tekjur af jörðinni. Hann selur veiðiréttindi í Leirvogsá og fékk fýrir þau tæpar 67 þúsund króntn á síð- asta ári. Það gera tæplega 5.600 krónur á mánuði. Séra Jón á einnig í viðræðum við Golfklúbb Bakkakots um að leigja klúbbnum fimmtán hektara land til að klúbburinn geti stækkað vöilinn sinn úr níu holum í átján. Samkvæmt heimildum DV er talið að klúbburinn muni greiða allt frá flögur hundruð til sex hundruð þúsund krón- ur í ársleigu til séra Jóns. Ef lægri talan er tekin greiðir klúbbur- inn rúmar 33 þúsund krónur á mánuði í leigu oskar@dv.is Petra Sigríður Gunnarsdóttir stakk kærastann og hann fyrirgaf henni í DV Dómari les DV í héraðsdómi Mál hm'faparsins á Akureyri var dómtekið í gær og er niðurstöðu að vænta frá Héraðsdómi Norðurlands eystra innan skamms. Málið er höfðað vegna hnífsstungu sem Petra Sigríður Gunnarsdóttir veitti kærasta sínum Jóhannesi Gunnars- syni í ágúst á síðasta ári. Petra hefur játað sök. Sigrún Guðmunds- dóttir, héraðsdómari í Reykjavík, dæmir í mál- inu en allir þrír dómarar Héraðsdóms Norður lands eystra úr- skurðuðu sjálfa sig van- hæfa. Það út- skýristafþví að móðir Jóhann- esar er dómritari við héraðsdóm- inn. Freyr Ófeigsson dóm- stjóri segir að ekki þyki eðli- legt að hann eða aðrir dóm- arar dæmi í máli sem teng- ist starfsmanni dómsins svo náið. Verjandi Petru, Ólafur Rúnar Ólafsson, lagði dómþingi í gær fram frétt DV um hnífs- stunguna en í henni var rætt við bæði Petru og Jóhannes málið. „Ég Freyr Ófeigsson Dóm- stjóri úrskurðaði sjálfan sig vanhæfan I málinu. Dóm- ari var fenginn að sunnan. ætla að láta reyna á sérat- kvæði Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar í Hæsta- rétti," segir Ólafur Rúnar og vísar til sérálits sem Jón Steinar skilaði í dómi Hæstarétt- ar yfir Kjartani Ólafssyni. Taldi Jón Steinar í séráhti að umfjöllun fjölmiðla um barsmíðar Kjartans á konu sinni og þá niður- stöðu dómara í héraði að kona hans ætti að hluta sök á því, ætti að verða til þess að refsing hans yrði milduð. Ólafur Rúnar segist þess næstum fullviss að Sigrún Guð- mundsdóttir dómari taki þessi gögn ekki til greina við ákvörðun um refsilækkun en taldi engu að síður rétt að reyna á það. í frétt DV sem Ólafur lagði fram sagði Jóhannes Gunnarsson það blóðugt fyrir fjöl- Ólafur Rúnar Ólafsson Verj andi Petru lagði fram fréttir DVI von um refsilækkun. wuAMÁuommiRbóu /IDV sagöi frá hnffa- "1 parinu (aprfl. '■rekUdUlMtAMMlw Enn með ksrustunni skylduna að punga út peningum fyr- ir lögfræðingi í máli sem þessu og að það kæmi Petru, kærustu hans, illa þegar fram líða stundir að hafa svona nokkuð á sakaskrá. andri@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.