Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ2005
Siðast en ekki síst DV
Verksmiðjulykt en ekki mygla
„Við seljum -fimm til sex
svona rúm á dag og höfum
gert í mörg ár, þetta eru
fyrstu dæmin um að fólk
hafi kvartað," segir Jón Rafn
Valdimarsson, innkaupa- og
birgðastjóri Sveftis & heilsu.
DV heyrði í tveimur konum
sem höfðu keypt amerískt
rúm hjá Svefni & heilsu og
höfðu skilað þeim vegna
þess að dýnurnar
væru myglaðar.
Konurnar töldu báðar mikil-
vægt að það kæmi ffam að starfsfólk
Svefns & heilsu hefði verið einkar
liðlegt í þessu máli.
Ha?
Ekki mygluð Jón Rafn Valdimars-
son segir viöskiptavini hafa ruglast
á myglulyktog verksmiðjulykt.
WjysMúí'iM
Jón Rafn kannaðist við þessi mál
og sagði þau einstök. Hann hafi
sjálfur skoðað dýnurnar og sagði
meinta fúkkalykt sem kon-
urnar sögðu frá einungis vera
verksmiðjulykt sem færi eftir
nokkurn tíma. Önnur konan
sagði mér reyndar að hún
væri mjög viðkvæm fyrir alls
konar lykt.
„Þér er velkomið að koma
hingað niður eftir til okkar og
lykta af dýnunum sjálfur,
enda er lykt sögu ríkari. En ég
> fullvissa þig um að þetta er
einungis verksmiðjulykt."
Vart þarf að taka það fram
að þrátt fyrir gott boð neitaði blaða-
maður DV þessu ágæta boði Jóns
Rafns.
Hvað veist þú um
Sparisji ■
Hainarfjarðar
1. Hvenær var Sparisjóður
Hafnarijarðar stofnaður?
2. Hvað heitir sparisjóðs-
stjórinn?
3. Hvað eru margir stofn-
fjáreigendur í sjóðnum?
4. Hvaða ætt hefur ráðið
ríkjum í sjóðnum í mörg ár?
5. Hversu hátt er stofnfé
sjóðsins?
Svör neðst á síðunni
■<k
Hvað segir
mamma?
„Hún Guörún
var alveg sér-
stakt barn og
varalltaf
mjög ærleg
og heiðarleg.
Ég er mjög
ánægð með
hana/'segir
Dagbjört
SóleySnæ-
björns-
dóttir, móðir Guðrúnar Gísladóttur
leikkonu.„Það fór oft á tíðum mikið
fyrir henni og mér er það minnisstætt
þegar hún ætiaði að byggði kassa-
fjalakofa og ætlaði aö sofa í honum
kvöidið áðuren hún fermdist. Þá var
hún með 40 stiga hita. Það er dæmi
um hvaö hún var uppátækjasöm.
Mérfannst voðalega vænt um verð-
launin sem hún fékk á dögunum, því
hún er alltafóhemju dugleg. Þegar
hún var fjögurra ára ákvað hún að
veröa leikkona, og þá varð ekki aftur
snúið. Mestu máli skiptir aö hún er
alltafgóð við mömmu sína og hugs-
ar vel um hana,“segir Dagbjört.
Guðrún Gisiadóttir ieikkona fékk
Grímuverðlaunin fyrir frammi-
stöðu sína á fjöiunum, leik sinn i
Mýrarljósi, og fékk hún verðlaunin
sem besta leikkona i aukahlut-
verki. Hún hefur kætt iandsmenn
með leik sínum i fjölda ára og á
mikið lofskilið fyrirþað.
Grönvold og félögum hjá ASÍ á með-
ferð erlends vinnuafls á Islandi.
Svön
1. Hann var stofnaður árið 1902.2. Hann heitir Magnús
Ægir Magnússon. 3. Þeir eru 47.4. Það er Mathiesenætt-
in sem hefur ráðið ríkjum í sjóðnum,- 5. Það eru fimmt-
án milljónir samkvæmt samþykktum stjómar sjóðsins.
BikQildalri meö msýiiingu
- Eitthvaö sépkemiltgt i gangi
„Mér finnst svolftið einkennilegt
að það sé sama fólk að vinna í „Bítl“-
sýningunni og átti að vinna í sýningu
okkar Jóhanns," segirKristjánHreins-
son skáld. Fyrir tveimur árum kom
Jóhann Sigurðarson leikari að máli
við hann með hugmynd að leiícsýn-
ingu þar sem Bítlamir væru í aðal-
lilutverki. Nú virðist sem hugmynd
hans hafi verið stolið.
„Ég skrifaði drög að
i,, handritiogviðjóilútt-
Íumst margoft til þess |
að þróa þessa hug- f
% mynd. Húnvarmeð-
al annars kynnt fyrir
Hilmi Snæ og
Rúnari
Sigurjón Briem og
Jóhannes As-
björnsson Standa
að sýningunni,, Bítl".
Jóhann Sigurðar-
son leikari Lagði
I sjálfur út með að
gera bítlasýningu.
| Hilmir Snær
Guðnason leikari
Segir að allirséu vinir.
Frey, sem við höfðum hugsað í aðal-
hlutverkin," segir Kristján og bætir
því við að ástæða þess að sýningin fór
í frost væri að bæði Hilmir og Rúnar
voru uppteknir við annað. Einnig
höfðu þeir Kristján og Jóhann sam-
band við Pálma Sigurhjartarson til
þess að sjá um tónlist í sýningunni,
en hann sér einnig um tónlist í sýn-
ingu Hilmis
’ i Snæs „Bítl“.
l„Ég ekkert að
fvæna menn
um þjófrtað
bara ein-
kennilegt að sömu menn sem áttu að
ganga til okkar séu að setja upp sýn-
ingu um sama efni. Það talaði enginn
við okkur og útskýrði málin og nú eru
50-100 blaðsíður sem liggja að baki
ónýtar."
„Hugmyndin var upphaflega mín,
það stóð til að gera þetta," segir Jó-
hann Sigurðarson. Jóhann segir
einnig að þeir hafi aldrei hætt við
verkefnið og að það hafi enginn verið
í samráði við hann um nýju sýning-
una. „Núna er ég kominn með réttinn
að lefioiti eftir
Willy
Russell um Bítlana sem heitir „John,
Paul, George and Ringo. Það kemur
allt seinna í ljós með það.“ Aðspurður
segist Jóhann elcki vilja tjá sig hvort
þessi nýja bítlasýning hafi komið
honum á óvart eða sært hann.
Aðstandendur „Bftl"-sýningarinn-
ar segja að allt sé í góðu lagi og að
engu hafi verið stolið frá Jóhanni og
Kristjáni. „Jóhamies Asbjömsson og
Sigurjón Briem áttu hugmyndina að
þessari sýningu og hún á eJdcert sam-
eiginlegt með lnnni nema það að
fjalla um Bítlana," segir Pálmi Sigur-
hjartarson sem sér um tónlistina f
sýningunni.
Pálmi Sigurhjartar-
son tónlistarmaöur
Sér um tónlist í„Bitl“
ogáttiað geraþaðl
sýningu Jóhanns.
.íí*.
Kristján Hreinson
skáld Finnst eitthvað
sérkennilegt við þetta
alltsaman.
Krossgátan
Lárétt: 1 lof,4 hnakk-
dýnu,7 ágætum,8
skraut, 10 nísk, 12
hrædd, 13 kró, 14 hindr-
un, 15 eiginkona, 16
höll, 18 ró, 21 hnífar, 22
spjót, 23 beljaka.
Lóðrétt: 1 flokk, 2
hætta,3 lúsablesi, 4 al-
varlegar,5 bergmála,6
handlegg,9 orðrómur,
11 prókúra, 16trekk, 17
klampi, 19 heiður,20
lykt.
Lausn á krossgátu
•LU|! 03 'ejæ 61 'I1|0 Ll '6ns 91
'goquin 1 \ jeuun 6'uue g'emg s'jeunqöuncj y'jnyejjos g'uöo 3'dqq 1 niajggq
■ujnej £3 'jpö ZZ 'JBin>| 13 jQæu 81 'U>|s 91
'OJJ SL 'qqeq ÞL 'ejis £ 1 '6oj z 1 'mneu 01 'iund 8 'ujngo6 l 'ej9d P 'soJft L :»?J?1
1 Talstöðin
* FM 90,9
Hafliði Helgason ritstjóri Markaðarins fjallar um ýmsa þætti viðskiptalífsins. Alla virka daga kl. 17:30
MARKAÐURINN