Símablaðið - 01.01.1924, Blaðsíða 12
8
SÍMABLAÐIÐ
stjórar og verkfræðingar hafa séð að
eru nauðsynlegar, komast ekki í fram-
kvæmd af þeim ástæðum. Ríkisrekstur,
í hvaða mynd sem er, hefir sýnt, að
hann getur ekki staðist samkepni ein-
staklinga eða félaga, þrátt fyrir það, þó
sumir segi, að hann hafi eins góð skil-
yrði til þess. En ef nánar er litið á,
mun svo ekki vera. í fyrsta lagi, eins
og áður er drepið á, að umbætur þær,
sem forstjórarnir stinga upp á, og gera
þarf, komasl ekki í framkvæmd sökum
þekkingarleysis þeirra, sem fjármálin
hafa í höndum, þrátt fyrir það, að
kostnaðurinn yrði margendurgreiddur
peningalega á eftir. Við þurfum ekki að
fara langt að leita að dæmum. Við höf-
um þau hér hjá okkur.
Landssímastjórinn hafði lagt til í vet-
ur að veittar yrðu nokkrar þúsundir
króna til aukningar bæjarsímastöðvar-
innar í Reykjavík, og sem auðvitað var
nauðsynlegt, en við umræður á þingi
um þennan lið, sagði einn þingmaður:
»að engin meining væri að samþykkja
slikt, því hann vissi ekki belur, en að
miðstöðin væri ný bygð og væri því
líklega óþarfi að fara að eyða fé til
hennar fyrst um sinn«. Hann hefir víst
haldið að peningunum yrði á glæ kast-
að, eða ekki skilið nauðsynina, en vita
mátti hann, að landssímastjórinn myndi
ekki, og síst á þessum tímum, fara fram
á fé til símans að óþörfu. Af þessu
má sjá, að framsýni og dugnaður fær
oft á tíðum ekki notið sín, þegar um
ríkisrekstur er að ræða.
Einnig vill oft svo verða, að hinir
beztu menn fá ekki nolið sín við slofn-
anir, sem ríkið rekur, en er haldið
niðri af eldri mönnum, sem lálnir eru
hanga í starfínu af gömlum vana, þó
þeir séu því alls ekki vaxnir.
Aftur á móti, þegar um einka fyrir-
tæki er að ræða, eru þau rekin á heil-
brigðari grundvelli, og þeir menn, sem
duglegastir eru í sínu starfi og mestum
hæfileikum búnir, valdir til að stjórna
fyrirtækinu. í Bandaríkjunum er síminn
einmitt rekinn af einkafélögum, sem ekki
geta verið á eftir tímanum, undir vernd
einkaleyfis, en eru neydd til að standa
öðrum jafnfætis, eigi þau að geta þrifist.
Talsímafjöldi Bandaríkjanna er talandi
vottur þessa.
Til Bandaríkjanna leita nú árlega
fjöldi símamanna úr Evrópu, til að kynn-
ast rekstri símanna þar, og viðkomandi
simastjórnir hafa séð, að aðeins með
meiri lærdómi og þekkingu, og með því
að færa sér i nyt reynslu þeirra, sem
lengra eru komnir, er hægt að vinna
að hagfeldri þroskun kerfanna.
Rétt er að geta í þessu sambandi, að
visir til utanfara íslenskra símamanna er
þegar byrjaður, í þessum tilgangi, fyrir
tilstilli landssímastjórans, þrátt fyrir það,
að hingað til hefir ekki verið veiltur
sérstakur slyrkur til þess á fjárlögunum.
En fram á slíkan styrk hefir landssíma-
stjórinn oftar en einu sinni farið. Hér
má sjá enn eina hömluna á framförum
símans hér á landi, en vonandi sér
næsta þing sér fært að veita einhvern
árlegan styrk til utanfara símamanna,
því það getur orðið landssimanum til
mikilla heilla í framtíðinni. En þrátt fyr-
ir það, þó að sumum finnist, að oft á
tiðum sé um of skorið við nögl fé til
símans, má þó segja, að Ianssíminn hafi
tekið tiltölulega góðum þroska á þess-
um síðustu 18 árum. — —
Símastjórnin franska hefir gert áætlun
um víðtækar endurbætur á franska
símakerfinu, og sendi nefnd manna til
Bandaríkjanna um áramótin, til að kynn-