Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2005, Side 55
Menning DV
LAUGARDAGUR 7 7. SEPTEMBER 2005 55
Sýningar Kvikmyndasafnsins eru hafn-
ar á ný í Bæjarbíó. í dag verður
Charade eftir Stanley Donen á dagskrá
CARY GRANT í BÍÓ
Enn fjölgar útgáfum sem tengjast
Bókmenntahátíð. Mál og menning
hefur gefið út skáldsöguna Her-
mann eftir Lars Saabye Christensen
í þýðingu Sigrúnar Magnúsdóttur en
Lars tekur þátt í Bókmenntahátíð
Reykjavíkur og verður á paili í dag í
viðtali við Einar Má Guðmundsson í
Iðnó.
Lars er um þessar mundir sá nor-
ræni rithöfundur sem nýtur hvað
mestra vinsælda í heiminum. Áður
hefur komið út eftir hann á íslensku
skáldsagan Hálfbróðirínn, sem
færði honum Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs árið 2002, og hefur
hvarvetna hlotið firábærar viðtökur.
Bæði Hermann og Hálfbróðirínn er
nú fáanlegar í kilju.
í kynningu forlags segir: „Her-
mann er frískur eins og fiskur. Hann
gengur í skóla með Rúbý sem sagt er
að geymi fimm fugls-
hreiður í rauðu hárinu.
Hann á móður sem hlær
svo hátt að Nesodd-bátur-
inn strandar og klukkan í
turninum á Ráðhúsinu
stoppar, og hann á líka föð-
ur sem stýrir svo háum
krana að hann getur séð til
Ameríku og jafhvel lengra.
En einn daginn, þegar Her-
mann er í klippingu, biður
rakarinn um að fá að tala við
mömmu hans og allt breyt-
ist.“
Lars gaf út nýja skáldsögu
fyrir skömmu, Modellet en Her-
mann er frá 1988. Bókin er 192 bls.
Fullt verð er 1.799 kr. en tilboðsverð
vegna hátíðarinnar er kr. 1.299.
í dag sýnir
Kvikmyndasafn
íslands einn af
gimsteinum sjö-
unda áratugarins
frá Hollywood:
Charade eftir
Stanley Donen frá
1962. Myndin er
bæði spennu-
mynd og róman-
tísk gamanmynd
og skartar stór-
stjörnunum
Audrey Hepburn
og Cary Grant í
að alhlutverkum.
Eiginmaður
Reggie Lambert
(Hepburn) er
myrtur og hún
stendur eftir slypp
og snauð í París,
hundelt af skuggalegum náung-
um auk þess sem lögreglan
grunar hana um morðið. Eins
og í öllum almennilegum ástar-
sögum kemur aðlaðandi maður
(Cary Grant) henni til hjálpar,
en áður en yfir lýkur kemur í ljós
að hann býr líka yfir leyndar-
málum.
Charade var ein þeirra kvik-
mynda sem fóru á flakk og lentu
í höndum dreifingaraðila sem
töldu hana komna í opinbera
eigu - public domain. Hefur
hún því verið stopul í dreifingu
frá þeim aðilum sem héldu rétt-
inum sem er synd. Cary Grant
er uppá sitt besta í myndinni og
Cary Grant og Audrey Hepburn
Englendingur og Belgi I Hollywood sem
hvort um sig voru um langt úrabil helstu
stjörnur amerísku kvikmyndaveranna.
Hepburn gefur honum hvergi
eftir. Sviðsetningar Donens
voru ekkert slor og hér gefur að
líta Cinema Scope í sinni glæst-
ustu mynd.
Sýningar Kvikmyndasafhsins
fara að vanda fram í Bæjarbíói,
Strandgötu 6 í Hafnarfirði á
þriðjudagskvöldum kl. 20 og er
sama mynd endursýnd á laug-
ardögum kl. 16. Ný mynd er
tekin til sýninga í hverri viku.
Miðasala opnar hálftíma fyrir
sýningu.
m
Hægindastólar með
bylgjunuddi og hita fyrir
mjóbak
Verð frá31,900-
Tilboð 1Pf
160x200 verö„8^900- tilboö 49,740
180x200 verö 99^00-- tilboö 59,940
■
ÍÉ»Ö!
Rafmagsrúm ~i?
80x200 verð frá 59,900-v
160x200 verð frá 119,800
Heveriurn t
Svæðaskipt heilsudýna
Verslunin Rum Gott / Smiðjuvegi 2 / Kópavogi / Simi 5442121
Opið virka daga frá kl 10-18 laugardaga 11-16 WWW.rUITigott.ÍS