Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2005, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2005, Blaðsíða 55
Menning DV LAUGARDAGUR 7 7. SEPTEMBER 2005 55 Sýningar Kvikmyndasafnsins eru hafn- ar á ný í Bæjarbíó. í dag verður Charade eftir Stanley Donen á dagskrá CARY GRANT í BÍÓ Enn fjölgar útgáfum sem tengjast Bókmenntahátíð. Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Her- mann eftir Lars Saabye Christensen í þýðingu Sigrúnar Magnúsdóttur en Lars tekur þátt í Bókmenntahátíð Reykjavíkur og verður á paili í dag í viðtali við Einar Má Guðmundsson í Iðnó. Lars er um þessar mundir sá nor- ræni rithöfundur sem nýtur hvað mestra vinsælda í heiminum. Áður hefur komið út eftir hann á íslensku skáldsagan Hálfbróðirínn, sem færði honum Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2002, og hefur hvarvetna hlotið firábærar viðtökur. Bæði Hermann og Hálfbróðirínn er nú fáanlegar í kilju. í kynningu forlags segir: „Her- mann er frískur eins og fiskur. Hann gengur í skóla með Rúbý sem sagt er að geymi fimm fugls- hreiður í rauðu hárinu. Hann á móður sem hlær svo hátt að Nesodd-bátur- inn strandar og klukkan í turninum á Ráðhúsinu stoppar, og hann á líka föð- ur sem stýrir svo háum krana að hann getur séð til Ameríku og jafhvel lengra. En einn daginn, þegar Her- mann er í klippingu, biður rakarinn um að fá að tala við mömmu hans og allt breyt- ist.“ Lars gaf út nýja skáldsögu fyrir skömmu, Modellet en Her- mann er frá 1988. Bókin er 192 bls. Fullt verð er 1.799 kr. en tilboðsverð vegna hátíðarinnar er kr. 1.299. í dag sýnir Kvikmyndasafn íslands einn af gimsteinum sjö- unda áratugarins frá Hollywood: Charade eftir Stanley Donen frá 1962. Myndin er bæði spennu- mynd og róman- tísk gamanmynd og skartar stór- stjörnunum Audrey Hepburn og Cary Grant í að alhlutverkum. Eiginmaður Reggie Lambert (Hepburn) er myrtur og hún stendur eftir slypp og snauð í París, hundelt af skuggalegum náung- um auk þess sem lögreglan grunar hana um morðið. Eins og í öllum almennilegum ástar- sögum kemur aðlaðandi maður (Cary Grant) henni til hjálpar, en áður en yfir lýkur kemur í ljós að hann býr líka yfir leyndar- málum. Charade var ein þeirra kvik- mynda sem fóru á flakk og lentu í höndum dreifingaraðila sem töldu hana komna í opinbera eigu - public domain. Hefur hún því verið stopul í dreifingu frá þeim aðilum sem héldu rétt- inum sem er synd. Cary Grant er uppá sitt besta í myndinni og Cary Grant og Audrey Hepburn Englendingur og Belgi I Hollywood sem hvort um sig voru um langt úrabil helstu stjörnur amerísku kvikmyndaveranna. Hepburn gefur honum hvergi eftir. Sviðsetningar Donens voru ekkert slor og hér gefur að líta Cinema Scope í sinni glæst- ustu mynd. Sýningar Kvikmyndasafhsins fara að vanda fram í Bæjarbíói, Strandgötu 6 í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldum kl. 20 og er sama mynd endursýnd á laug- ardögum kl. 16. Ný mynd er tekin til sýninga í hverri viku. Miðasala opnar hálftíma fyrir sýningu. m Hægindastólar með bylgjunuddi og hita fyrir mjóbak Verð frá31,900- Tilboð 1Pf 160x200 verö„8^900- tilboö 49,740 180x200 verö 99^00-- tilboö 59,940 ■ ÍÉ»Ö! Rafmagsrúm ~i? 80x200 verð frá 59,900-v 160x200 verð frá 119,800 Heveriurn t Svæðaskipt heilsudýna Verslunin Rum Gott / Smiðjuvegi 2 / Kópavogi / Simi 5442121 Opið virka daga frá kl 10-18 laugardaga 11-16 WWW.rUITigott.ÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.