Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1952, Blaðsíða 4

Símablaðið - 01.01.1952, Blaðsíða 4
4 SÍMASLAÐIÐ Vaktaskipti Klukkan er nær 6 e.h. Ég hafði lagt mig til undirbúnings næturvaktar, og hafði sofið í hálfa þriðju klukkustund, er konan mín vekur mig, og sé ég að henni er talsvert niðri fyrir, og þess ekki langt að bíða að hún leysi frá skjóðunni. „Það hefur snjóað þau lifandi ósköp meðan þú svafst, að ég hefi aldrei séð þvílík býsn. Krakkarnir eru úti, og eru bókstaflega á kafi í snjó. Ég skil ekki í að þið komist upp í Gufunes, ef þessu heldur áfram.“ Eg dríf mig fram úr bælinu, snarast í brækurnar og lít út um gluggann, og undr- ast stórlega. Fyrir hálfri þriðju stund var hér enginn snjór, nú er allt í kafi. Og svo þétt logndrífan, að ég mundi ekki slíkt í annan tíma. Ég fór að yfirvega ástandið, og ferðalagið sem í hönd fór. Af reynzlunni vissi ég, að þó ekki væri um langa leið að fara, gat það orðið æði torsótt, ef snjórinn var annarsvegar. Ég þóttist nú samt örugg- ur um að við mundum komast uppeftir, a.m.k. ef ekki hreyfði vind, en þá þýddi nú ekki að hugsa til Gufunesferðar að sinni. Klukkan tifaði með jöfnum hraða, og jafn öruggt og þétt féll mjöllin. Á því varð ekk- ert lát. Kl. 21 hélt ég að heiman, á leið niður á Sölvhólsgötu, en ég hafði fengið upplýsingar um að þar biði mín heljar mikið farartæki, eign Bjarna nokkurs í Túni, þekkts vetrarferðalangs. Jú mikið rétt, fyrir utan birgðahús Landssímans við Sölvhóls- götu, stóð eldrautt ferlíki sem skyldi lagt í ófærðina, enda ekki fyrsta ferð þess og eigandans í tvísýnu. Hafa sumir jafnvel talið þenna bíl betri í snjó að leggja en snjóbíl sjálfs Guðmundar „Ármanns” frá Múla, sér í lagi ef um lausamjöll er að ræða eins og nú. Hér var og mættur einn af bílstjórum Símans, og skyldi hann aðstoða stjórnanda ferlíkisins ef með þyrfti. Frá birgðahúsinu var haldið venjulega leið okkar um bæinn, og smátíndist fólkið í bílinn, á ákveðnum stöðum. Þó vantaði tvennt er við héldum austur úr bænum, og upplýstist síðar, að það hafði verið veður- teppt heima sjá sér, úti á Seltjarnarnesi, en þangað höfðu allar ferðir lagst niður fyrir nokkru, vegna ófærðar. Okkur gekk vel inn að Elliðaám, en úr því fór að þyngjast, og fór stöðugt versnandi eftir að upp í Krossmýrina kom. Að vísu var hægt að koma bílnum áfram, en hér var allt rennislétt, hvergi sást mishæð, og ekki nokkur leið að greina hvar vegurinn væri, og vorum við annað slagið að lenda út af veginum, svo að ekki miðaði mikið áfram. Tóku nú bílstjórarnir það ráð, að ganga nokkurn spöl, hvor á sinni vegarbrún, marka þannig veginn, og selflytja síðan bílinn. Gekk svo nokkurn tíma, en er á leið þyngd- ist færðin jafnt og þétt, og er við vorum komnir upp undir Smálönd, gáfust bílstjór- arnir upp á fyrirtækinu, sem ókleifu, því þótt við gætum komist nokkuð áleiðis með þessu móti ennþá, þóttust þeir fullvissir þess, að við mundum aldrei hafa það nema hálfa leið í Gufunes, og því væri það unnið fyrir gíg, að halda lengra áfram. Var því snúið við, og haldið í bæinn aftur. Gekk það tafalítið, og vorum við komnir í bæinn rétt undir miðnættið. Nú víkur sögunni til þeirra sem á vakt voru uppi í Gufunesi. Fyrir þau var ekki um annað að ræða en taka því sem að höndum bar, þrauka af nóttina, og bíða þess að komist yrði upp eftir, sem mundi þó vafalaust ekki verða fyrr en einhverntíma eftir hádegi daginn eftir. Kl. 13,15 daginn eftir, leggur nýr hópur af stað á leið til Gufuness, og er nú farið á snjóbílnum fræga, og enn annar bíll hafð- ur með í ferðinni, ef vera kynni einhver frekari hjálp í því. Ferðin gekk mjög hægt, snjóbíllinn reyndist illa í lausamjöllinni, sem hlaðið hafði niður jafnt og þétt fram undir morgun. Gufunes hafði samband við snjóbílinn á leiðinni með talstöð, og til dæmis um það hve ferðin gekk hægt, var vegalengdin sem farin var einn hálftímann, ca. bíllengd. Loks varð komist á leiðarenda, og var þá kl. 17 ,og hafði þá gengið á ýmsu, sumir farið gangandi nokkuð af leiðinni, hafði leiðst þófið í bílnum og óðu fönnina í klof.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.