Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1952, Blaðsíða 5

Símablaðið - 01.01.1952, Blaðsíða 5
SÍMAELAÐIÐ 5 Svipað þóf var á leiðinni heim, en gekk þó allmiklu betur, þar eð að nokkrum not- um varð slóð sú er rudd var á uppeftir- leiðinni. Var komið í bæinn milli kl. 19 og 20, og var fólkið fegið að komast heim, eftir 30 klst. úthald. Það er vissulega mikið álag, að neyðast til að vera á vakt svo lengi, án nokkurrar hvíldar. En þó hef ég ekki minnst á einn þátt í þessum útilegum i Gufunesi, að vetr- inum til, en slíkar útilegur koma oft fyrir, en hann er sá að fólkið er matarlaust megn- ið af tímanum, eða þann tíma, sem er um- fram þess venjulegu vakt, stundum heilann sólarhring, að ég nú ekki tali um tóbaks- þurrð o. fl. þessháttar. í flestum tilfellum hefir fólkið ekki gert ráð fyrir slíkri útivist, útlitið ekki verið þannig er það lagði af stað á vaktina. Þegar svo nestið þrýtur, er venjulega kvabbað á stöðvarstjóranum, og lifað á örlæti hans og konu hans á meðan þeirra birgðir endast, en svo sveltur fjöl- skylda hans fólkinu til samlætis er það þrýtur. Það hefur á undanförnum árum oft verið farið fram á það, að stofnunin sæi sér fært að hafa einhverjar niðursoðnar matarbirgðir á staðnum, sem hægt væri að grípa til ef í nauðir ræki. En „stofnunin" hefir ekki hingað til séð sér fært að verða við þessu. Sennilega þröngur fjárhagur. Það má ef til vill segja sem svo, að Landssímanum beri engin skylda til að sjá starfsfólkinu fyrir fæði, og það er vitan- lega rétt í flestum tilfellum að minnsta kosti. En ég er líka eins viss um hitt, að einmitt slík hugulsemi, sem fram kæmi í því, ef stofnunin sæi um að starfsfólkinu líði ekki ver en nauðsyn krefði, ef það tepptist á vinnustað, mundi tvímæla- laust auka starfsgleði fólksins, og bæta hug þess til stofnunarinnar. Ég geri ráð fyrir að Landssímanum yrði ekki síður not að slíkri uppskeru, en öðrum fyrirtækjum eða stofn- unum. En máske er bara nóg að rýna i kaldann reglugerðarbókstafinn, og láta sig engu skipta hug fólksins. Þess má að lokum geta, að vaktin sem við skildum við í Gufunesi, hér að framan, komst í bæinn um kl. 16 daginn eftir. Þessi vakt mætti svo aftur um kvöldið kl. 21, Lúttrygging opinberra starfswnan na Um síðustu áramót bættust fleiri í þann hóp símamanna, er greiða iðgjald í lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins, en áður er dæmi til, eða yfir 100 manns. Þetta fólk, og raun- ar flestir sjóðsfélagar, veit furðu lítið um líftryggingu þá, sem hér er um að ræða. Þykir Símablaðinu því ástæða til, að draga fram nokkur atriði, er gefa hugmynd um hana. Sjóðsfélagar eru allir þeir, sem laun taka eftir launalögum og allir aðrir starfsmenn, sem laun taka úr ríkissjóði og ráðnir eru til ekki skemmri tíma en eins árs, eða með 3ja mánaða uppsagnarfresti. Arlegt iðgjald er 4% af heildar árslaunum, en ríkið greiðir 6% til viðbótar. Segi maður upp stöðu sinni hjá ríkinu, og úr þeirri „törn“ kom hún ekki fyrr en kl. 16 daginn þar á eftir. Þá hafði þetta fólk haldið út í 55 klst., ef við gerum ráð fyrir að það hafi vaknað kl. 9 að morgni þess dags er þetta úthald þeirra hófst. Það haföi að vísu hvílst heima i 4—5 klst., en þar af hafði farið tími til að matast, til ræstingar o. fl„ svo ekki hefur svefntíminn verið langur. Þarna er þó lítið minnst á streð það og vosbúð er oft fylgir ferðum sem þessum, það þarf oft að ýta á bílinn, moka, og jafn- vel ganga langar leiðir í misjöfnu veðri og slæmri færð. Þegar við á sínum tíma börðumst fyrir því, að fá greiðslur fyrir ferðirnar til og frá vinnustað, en það þóf tók okkur 2 ár, þá vildi einn af fyrirmönnum þessarar stofn- unar að því er helzt virtist, afgreiða málið á mjög einfaldan og auðveldan hátt, sem sé með einni setningu: „Það er ekki vinna að sitja í bíl.“ Mér er ekki grunlaust um, að beiðnin um öryggis-matarforðann, sem hér er minnst á að framan, hafi strandað á sama andans skeri. HE.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.