Símablaðið - 01.01.1952, Blaðsíða 3
5IMABLAÐIÐ
3
Samtök til styrktar lömuðu og fötluðu fólki
Simablaðið er þess Jullvíst, að margir opinberir starfsmenn, sem ekki eru félags-
bundnir, muni vera fúsir til að taka þátt í þessum samtökum, því er hér birt bréf það sem
stjórn F.Í.S. hefur sent stjórnum ýmsra félaga. Þessir menn, hvort sem þeir starfa við
símaafgreiðslu á hinum dreifðu landssímastöðvum eða ekki, gæti sent Símablaðinu
framlag sitt. Æskilegast væri, að það yrði sent beint til blaðsins en ekki með skilagrein
stöðvanna. — Vill Símablaðið mælast til þess við símastjórana að þeir beiti sér fyrir
þesasu máli.
FÉLAG ÍSL. SÍMAMANNA.
Reykjavík, 27. 4. 1952.
Síðasti aðaljundur Fél. ísl. símamanna samþykkti einróma, að félagið skyldi beita
sér fyrir almennum samtökum meðal opinberra starfsmanna um stuðning við hið ný-
stofnaða félag til styrktar lömuðum og fötluðum.
Þess gerist ekki þörf, að fara um það mörgum orðum, hve brýn nauðsyn var á
stofnun þessa félags, og hve mikið mannúðarstarf hér er um að rœða. Við teljum það
víst, að allir opinberir starfsmenn sé á einu máli um það að það myndi síður en svo
verða félagssamtókum þeirra fjötur um fót, þó að þau hefði fleiri viðfangsefni en eigin
hagsmunamálin ein. Myndi t.d. stuðningur þeirra við hið mikla nauðsynjamál og
mannúðarmál, sem hér er um að rœða, verða gott fordœmi öðrum stéttarfélögum, auk
þess, sem hinn fjárhagslegi styrkur gæti orðið verulegur, án þess að íþyngja nokkrum
með fjárframlögum.
Við höfum ákveðið að vinna að þessu máli innan okkar félags á þann hátt, að
skora á hvern einasta félagsmann að leggja af mörkum 10 krónur árlega, við ákveðin
mánaðamót, og hafa mánaðamótin april—maí verið valin til þeirra samskota í ár.
í samrœmi við ályktun aðalfundar ieyfum við okkur að beina þeirri áskorun
til yðar, að þér gangist fyrir samskonar samtökum um samskot til styrktar lömuðum
og fötluðum og sendið samskotin til stjórnar hins nýstofnaða félags (formaður þess er
Svavar Pálsson endurskoðandi).
Við viljum einnig mœlast til þess, að þér látið skrifstofu Bandalags starfsmanna
ríkis og bœja í té vitneskju um árangur af þessum samskotum, svo fengið verði yfir-
lit yfir framlag opinberra starfsmanna til þessa mannúðarmáls.
Með félags kveðju.
F.h. Fél. ísl. símamanna,
A. G. Þormar, Steingrímur Pálsson,
Karl Vilhjálmsson, Jón Kárason.