Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 5

Símablaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 5
SÍM AB LAÐIÐ 3 heilbrigða samvinnu stéttarsamtaka og ráðamanna viðkomandi stofnunar. Þessi tilraun er enn á byrjunarstigi, en hefur þó skapað starfsfólkinu mik- ið öryggi í kjaramálum og stöðuveit- ingum, um leið og þar hefur skapast vettvangur til aukins gagnkvæms skilnings. Er slíkt ekki síður mikill ávinning- ur fyrir stofnunina sjálfa. Enn sem komið er hefur starfsmanna- ráð einkum fjallað um bein kjaramál og önnur persónalmál. En þvi er ætl- að stærra verksvið, — ætlað að fjalla um ýmsa þætti í rekstri stofnunar- innar. Og mun það smám saman snúa sér að því í stærra mæli. Að sjálfsögðu er það innan verka- hrings þess að fjalla um þau vanda- mál, sem rædd hafa verið hér að fram- an. En ég er þeirrar skoðunar, að hitt sé vænlegra til árangurs, að i hverju félagi væri nefnd, sem ynni að því að „skapa slíkt siðgæði, og gæta sóma stéttarinnar“, eins og Þórarinn Björns- son segir. Það væri í samræmi við aðra forystu F. í. S-, að það riði á vaðið. Mætti hugsa sér þá leið, að hver deild félags- ins veldi 1 fulltrúa í slika nefnd. Ætti hún fyrst og fremst að vinna að því að stéttin sé jafnan þess trausts verðug er hún nú nýtur, og engum líðist að rýra það með framkomu í starfi sínu. Henni bæri að hafa áhrif á það, hverjar kröfur yrðu gerðar til nýrra starfsmanna í hverri grein, ekki einungis um starfshæfni og kunnáttu, en einnig um skapgerð og aðra mann- kosti. Gæti hún verið símastjórninni ómetanlegur ráðgjafi í þeim efnum. Og hún hefði þá líka það hlutverk með höndum, að vinna að því, að sima- mannastéttin væri á hverjum tima þess verðug, að lifa við þau lífskjör, sem hún gerir kröfur til. Væntir svo Símablaðið þess, að hin nýkjörna stjórn félagsins taki þetta mál til yfirvegunar og leiði það til þeirra Ivkta, sem verði öðrum stétt- um til fyrirmyndar, ekki síður við einkarekstur en i opinberri þjónustu. Mætti þá svo fara, að innan tiðar gætti áhrifa þeirra samtaka á þann veg, að þjóðfélagið væri færara um að vcita vinnandi fólki þau lífskjör er það berst fyrir, en sem nú er reynt að halda uppi eins og liúsi, sem byggt er á sandi. A. G. Þ. Printerinn ocj Lárus Printerinn er loks í lagi, læknis-aðgerð rómuð er. Lárus fremstan í því fagi frægðar krossi prýða ber. ABC. Kl. 0800; R. svarar ekki — FÍS-fundur kvöldið áður Eftir fundvnn ef til vill, allir blunda sælir. Máske hrundin eitthvað ill, enga stundu mælir. ABC.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.