Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 9

Símablaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 9
SÍMABLAÐIÐ 7 óminnishöfginn rann af honum. Enda heimilisfang viðtakanda nokkuð óljóst. Sleppum þessu, margt þarf að gera og mörgu þarf að sinna. Veðurskeytin þarf að sjá um. Þau verða að berast á réttum tíma, því Veðurstofan gengur ríkt eftir þeim. Annast þarf um fjarritara við Kefla- víkurflugvöll, Loftskeytastöðina, Lands- bankann og SlS. Töluvert hefir safnast fyrir um daginn af svokölluðum ELT skeytum; lagt er fyrir næturvörðinn, ef nokkur tími vinnst til, að senda þau. Fréttaskeytin til skipanna, tvisvar á nóttu. Annast um afgreiðslu við New York, sem oft tekur æði tíma því sam- bandið á stuttbylgjunum er oft svo lé- legt að töf er að, þó oft sé ekki um mikla sendingu að ræða. Svo er höfuðverkefnið: Afgreiðslan við London. Mörg hundruð orða dulmáls- skeyti berast oft að. öll þesskonar skeyti verða að tvísendast til að fyrirbyggja misritun. Einnig verður að bera ná- kvæmlega saman þau skeyti, sem mót- tekin eru á dulmáli. Sum af þessum skeytum eru afar áríðandi og verður að afgreiða þau strax og símsenda til við- takanda, þó um hánótt sé. Hafa sím- ritarar orðið að hlíta viðurlögum ef út af er brugðið. Nú er svo komið að unga menn fýsir ekki að leggja fyrir sig þetta starf. Á undanförnum árum hafa margir ungir og efnilegir menn hætt störfum við rit- símann. Sumir hverjir búnir að vinna þar um árabil og orðnir dugandi starfs- menn. Þeir undu ekki starfinu; þótti það þreytandi og illa launað. Má segja, að nú séu aðeins eldri menn eftir, sem sitja af gömlum vana, finnst þeir vera of gamlir til að breyta til um starf. Ný- lega var auglýst laus staða við ritsím- ann hér í Reykjavík. Ekki hefir heyrst, að neinn hafi sótt um starfið. Næturvöktunum hefir verið lýst að nokkru. Of mikið er lagt á hvern ein- stakan starfsmann, sem verður, vegna mannfæðar, að vinna eins og hann mest fær orkað. Það getur gengið um stundar- bil en ekki þegar til lengdar lætur, eins og verið hefir um langt skeið. Heilsan þolir það ekki. Margir hinna eldri sím- ritara eru orðnir heilsuveilir. Reynslan hefir sýnt, að símritararnir eldast illa. Næturvaktirnar eru orðnar hrein plága fyrir hina eldri. Margir eiga erfitt með svefn að degi til. Svefnlaus nótt, svefn- laus dagur, segir til sín. Hvað er hér til úrbóta? I fyrsta lagi, að gera starfið léttara; viðhafa meiri verkaskiptingu. Láta eldri mennina hætta næturvöktum, en bæta laun þeirra á annan hátt. Leggja meiri áherzlu á að fá unga menn til starfsins. Láta þá annast næturvakt- irnar og hækka greiðsluna fyrir þá vinnu. Yfirleitt að gera vinnuskilyrðin betri en þau eru nú. Eitt er ónefnt, sem þreytir mjög fólk- ið, sem vinnur við símaafgreiðsluna, það eru hinar tíðu línubilanir. Eins og allir vita, liggur sæsíminn á land á Seyðisfirði og er tengdur þar við landlínukerfið, sem stöðugt er að bila. Gerir það alla afgreiðslu erfiða, ogþreytir fólkið úr hófi fram. Venjulega er það fyrsta spurninginn þegar komið er á vakt: „Hvernig er sambandið í dag?“ Ritsíminn er ein af elztu deildum landssímans og ein af þeim, sem gegn- ir erfiðasta og vandasamasta starfinu. Fyrr á tímum þótti sjálfsagt að símrit- ararnir sætu fyrir, þegar um veitingu

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.