Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 15
SÍMAB LAÐIÐ 13 ans var kosinn Andrés G. Þormar, og til vara Árni Egilsson. Á þessum fundi hafði framkvæmdastjórn- inni verið falið að fá því framgengt, að F.l.S. ætti 2 fulltrúa í Starfsmannaráði auk for- manns, þar sem fulltrúum Landssímans hefði fjölgað við það, að nú ættu þar sæti „2 yfirverkfræðingar“. Eftir þessa skýrslu ritara ræddi formaður um félagsmál út frá skýrslu stjórnarinnar, en síðan var gengið til atkvæða um reikninga og tillögur þær, sem fyrir lágu. Voru reikningarnir og tillögurnar sam- þykktar í einu hljóði. 1 sambandi við tillögu um hækkun á laun- um formanns ræddi Andrés G. Þormar nokk- uð störf þau, sem hvíldu á formanni F.f.S. Taldi hann þau svo tímafrek, og stéttinni svo þýðingarmikil, að þau yrðu seint of- greidd, ef þau væru vel af hendileyst. — Með tillögunni væri ekki slegið föstu, að umrædd upphæð væri í neinu samræmi við þetta starf, — heldur leiðrétting á vanmati Lands- fundarins og um leið viðurkenning aðalfund- ar á því, að þetta starf bæri að greiða ekki síður en önnur aukastörf manna í stofnun- inni. Þá gaf ritstjóri Símablaðsins skýrslu um rekstur þess. Reksturshalli hafði orðið kr. 4579.99. Út höfðu verið gefin 3 blöð. Taldi hann nauðsynlegt að gefa út blað á hverjum ársfjórðungi, — en þá mætti gera ráð fyrir að framlag Félagssjóðs færi upp í kr. 15.000.00. Karl Helgason og formaður tóku undir mál ritstjórans, og töldu sjálfsagt að líta ekki um of á útgáfukostnað, því svo mik- ils virði væri blaðið fyrir stéttina. Þökkuðu þeir ritstjóranum mikið og gott starf síðasta ár. Þá voru rædd ýmis f élagsmál, svo sem rétt- indi starfsstúlkna á 1. fl. B-stöðvum, kosn- ingafyrirkomulag félagsins, — og húsnæðis- mál. Stefán Amdal kvatti til þess, að félags- heimilismálið yrði tekið upp að nýju, og lagði til, að félagsmenn greiddu kr. 25.00 á mánuði í Félagsheimilissjóð. Var málinu vís- að til Félagsráðs. Agnar Stefánsson ritari. 'JramktfœtndaA tjcrn 'J. J?. Agnar Stefánsson, Jón Kárason, Guðrún Karlsdóttir og Sæmundur Símonarson.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.