Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 6

Símablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 6
SKÝRSI.A FRAMKVÆMDASTJÓRNAR IjAUNAMÁL. Liðið starfsár hefur fyrst og fremst einkcnnzt af undirbúningi og gerð heild- ar kjarasamnings. Er síðasta ársskýrsla var gerð, stóðn málin þannig, að unnið var að uppbyggingu starfsmatskerfis, sem hinir nýju kjarasamningar skyldu hyggjast á. Kristján Helgason, skóla- stjóri Póst- og símaskólans, hafði j)á verið ráðinn, eftir ábendingu frá F. I. S., til að starfa að uppbyggingu þess, en stjórn félagsins taldi ])að mjög þýðing- armikið að maður frá félaginu ynni að því. I maí s.l. lagði Starfsmat B. S. R. B. og ríkisins frarn drög II að starfsmats- kerfi, ásamt tilraunamati á 90 störfum í þjónustu ríkisins. Þar á meðal vorn [)ó nokkur störf símamanna, og kom fram í matinu, að þau ættu yfirleitt að hækka miðað við önnur, enda hefur ]>að verið trú félagsins, að kerfisbundið starfsmat myndi leiða i ljós vanflokkun þeirra. Kristján Helgason kom á fund fram- kvæmdastjórnar til að útskýra starfs- matskerfið og tilraunamatið, sem þá var nýbúið að leggja fram. Þessi gögn voru síðan send öllum deildastjórnum félagsins og fulltrúum þess á þingi B. S. II. B., en þau voru aðalmál bandalagsþings, sem haldið var í júní. A þinginu höfðu fulltrúar F. I. S. samstöðu um að stuðla að því, að kerf- isbundið starfsmat yrði notað við röðun í launaflokka. Náði það sjónarmið sam- þykki þingsins. I ágústmánuði sendi B. S. R. B. fé- laginu tillögur sínar að nýjum kjara- samningi. Vorn þær tillögur ræddar í framkvæmdastjórn, sem síðan sendi handalaginu nokkrar athugasemdir varðandi þær. Eftir að Kjararáð hafði lagt fram kröfur sínar, hófust samningaviðræður aðila, sem lauk með undirritun nýs kjarasamnings 19. des. s.l. Framkvæmdastjórn boðaði til fundar í Félagsráði 21. des., til kynningar á samningnum og fékk til þess fulltrúa félagsins í Kjararáði, þá Baldvin Jó- liannesson og Jón Kárason. Samningurinn fól í sér talsverðar hreytingar á launastiganum samfara til- færslum í launaflokkum, og má þar nefna t. <1., að fjölmennir starfshópar símamanna hækkuðu um 2—3 launa- flokka, svo sem talsímakonur, línu- menn, símsmiðir, símritarar og sím- virkjar. Þá var vinnutími allra starfs- manna samræmdur og verður nú 40 stundir á vikn. Á fundinum kom fram óánægja með að fjöldi starfsfólks, eink- um skrifstofufólk, var ekki flokkað í samningnum. Þá kom fram óánægja með lengingu vinnuvikunnar hjá vakta- fólki og skrifstofufólki. Viku seinna barst félaginu ósk frá B. S. R. B. um að það gerði ábendingar til fulltrúa bandalagsins í starfsmatinu, um röðun þeirra starfsmanna, sem ekki væru flokkaðir í samningnum. Þeim skyldi fylgja stutt lýsing á störfum þeirra. Framkvæmdastjórn ákvað að 4 SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.