Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 18

Símablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 18
virðist rétt að stefna að því, að koma á slíku sambandi. Af framansögðu er ljóst, að bag- kvæmara verður fyrir Island að koma þessu sambandi á i samvinnu við önnur EBU lönd, og að allar framkvæmdir yrðu mun ódýrari, ef samvinna tækist milli síma og sjónvarps á þessu sviði. Sé þetta sjónarmið viðurkennt, er áríðandi að fulltrúar Islands í viðkom- andi alþjóðastofnunum beiti sér fyrir því, að evrópsk samvinna takist um þetta mál. 11. marz 1971. Jón D. Þorsteinsson. Sæmundur Öskarsson. Pétur Guðfinnsson. Blréi tit rúöherra Hinn 17. marz s.l. voru greiddar eftir- stöðvar vangreiddra launa frá árinu 1970. Um 30 manns ákváðu þá að gleðja fjár- málaráðherra með því að senda honum að gjöf óskertar launaávísanir sínar að þessu sinni. Voru ávísanirnar allar framseldar ráðherranum og sendar honum með eftir- farandi bréfi: „Við undirrituð, sem öll vinnum við skrifstofustörf hjá Pósti og síma, teljum okkur Ijúft og skylt að senda yður með- fylgjandi launaávísanir okkar. Ávísanir þessar höfum við móttekið í dag sem greiðslu á vangreiddri launaupp- bót fyrir hálft árið 1970. Þar sem upphæð þeirra er fundin samkvæmt einhliða ákvörðun ráðuneytis yðar, teljum við yður hafa meira til þeirra unnið en okkur“. Ekki mun þessari rausn símafólksins hafa verið œtlað að auðga ráðherrann peninga- lega, enda ekki af miklu að taka hjá því í þetta skipti, þar sem allar ávísanirnar hljóðuðu á núll, en talið var, að hann yrði einhverri reynslu ríkari. Framh. af bls. 3. atvinnurekanda, íslenzka ríkið, og svo sárlega er það móðgað, og þetta er það fólk, sem vegna síns aldurs og aðstöðu hefur ekki möguleika á að Ieita sér starfs á ný. Það er þetta sama fólk, sem hefur byggt upp það þjóðfélag, sem við nú búum við, og margir vilja kalla velferð- arþjóðfélag. Og' í framhaldi af þessu má spyrja, er sparnaður íslenzka ríkisins svo mik- ill, að þessar aðferðir og vinnubrögð séu réttlætanleg? Er það samkvæmt áliti ráðamanna hagkvæmt að bjóða starfs- fólki slíka framkomu? Þrátt fyrir það, sem hér hefur komið fram, eru til bjartsýnismenn, sem enn telja von um lagfæringu, en sá biðtími virðist ætla að verða býsna langur og reyna á þolrifin, en það er alveg víst, að verði ekki lagfæring á þessum atriðum, er velferðarþjóðfélagið aðeins hugtak, en ekki veruleiki. V. V. 16 SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.