Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 17

Símablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 17
göngu, hafa áætlanir nú hcinzt að því, að koma upp fjarskiptakerfi um gervi- hnetti, sem auk sjónvarpsdreifingar annaðist símasambönd. Þar með hafa áætlanir EBU snúizt á þann veg, að lík- legt er, að CEPT muni eiga og reka kerfið, en EBU einungis verða viðskipta- vinur. Verði ákvörðun tekin á þessu ári, er líklegt að slíkt kerfi yrði tekið í notkun árið 1975. Af framanskráðu er ljóst, að engin sameiginleg niðurstaða hefur enn feng- izt lijá hinum ýmsu aðilum, er fjalla um þessi mál, og virðist sem framtíð- arskipulag geti orðið með þrennum liætti: 1. Náist samstaða meiri hluta Evrópu- landanna, yrði starfsemin falin einni eða tveimur stofnunum, og sérstök- um evrópskum gervihnctti fvrir síma og sjónvarp skotið á loft. 2. Sett yrði á fót ný stofnun, sem Frakkland, V. Þýzkaland og Belgía mynduðu kjarnann í, og önnur lönd gætu tekið þótl í að meira eða minna leyti. Yrði þá væntanlega notaður fransk-þýzkur gervihnöttur (Symp- honie). 3. Evrópulöndin gerðu livert fyrir sig eða sameiginlega (GEPT/EBU) samninga við aðra aðila, t. d. Intel- sat eða Intersputnik. III. Staða íslands. Jarðstöð ó Islandi til móttöku og sendingar er frumskilyrði þess, að Is- land geti átt fulla aðikl að fjarskipta- kerfi um gervihnetti. Yrðu íslenzkir að- ilar að eiga hana og reka. Tæki slíkrar stöðvar, til móttöku og sendingar á sjónvarpsefni og til notkunar fyrir símaþjónustu, myndu kosta um 140 milljónir króna (fob), en tæki fyrir sjónvarpsnotin ein myndu kosta um 90 milljónir króna. Yrði aðeins um mót- töku sjónvarpsefnis að ræða, yrði tækjakostnaður um 60 milljónir. Ef slík stöð væri nú þegar fyrir hendi, væri tæknilcga ekkert því til fyr- irstöðu að leigja sjónvarpsrásir um In- telsat kerfið, en það yrði að öllum lík- indum mjög kostnaðarsamt fyrir svo litla stofnun sem Bíkisútvarpið. Bétt er þó að geta þess, að taxtar Intelsat fara ört lækkandi. Eigi að síður virðist einsætt, að ev- rópsk samvinna á þessu sviði yrði okk- ur miklum mun hagstæðari, þar eð EBU mundi að öllum líkindum leigja fastar rásir í gervihnattakerfi, annað- hvort í Intelsat eða í hugsanlegu ev- rópsku kerfi. Hefur EBU hingað til skipt föstum kostnaði við dreifikerfi sitt eftir svonefndum Bossi-skala, sem að mestu er byggður á íbúatölu hvers lands, og að því er G. Ilansen, forstjóri tæknideildar EBU, hefur nýlega upp- lýst, cru allar líkur á, að sami háttur yrði á hafður um dreifikerfi, sem byggt yrði á gervihnöttum. Er slík skipting vitanlega mjög hagstæð smáþjóðum. Bétt er að taka fram, að tilhögun liugsanlegs evrópsks fjarskiplakerfis um gervihnetti verður sennilega ákveð- in á þessu ári, og er ekki víst, að það næði til Islands, nema því aðeins að Islendingar láti í ljós áhuga á að nota sér það. Lokaorð. Með því að beint samband við önnur sjónvarpskerfi yrði mikil lyftistöng fyr- ir íslenzka sjónvarpið, og mundi bæta verulega tengsl Islands við umheiminn, BIMABLAÐIÐ 15

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.