Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 10
g'áfu Símablaðsins, en kostnaður við blaðið hefur vaxið mjög að undanförnu. Viðræður fóru fram við póst- og símamálastjóra um að allt starfsfólk, sem lokið hefur reynslutíma eða námi, fái skipunarbréf. Þó nokkur brögð eru að þvi, að starfsmenn hafi ckki fengið slík bréf og þá sérstaklega úti á landi. Póst- og símamálastjóri kvaðst sam- þykkur Jíví að allt starfsfólk, sem ráðið væri í fastar stöður, er sýnt þætti að ekki vrðu lagðar niður innan skamms tíma, fengi bréf. Gaf hann fyrirmæli um að unnið yrði að því. Jafnframt sam- þykkti hann að nota framvegis orðið skipaður í fastráðningabréfum, en und- anfarin ár hefur ýmist verið notað orðið skipaður eða ráðinn. Talsímakonur á Egilsstöðum leituðu aðstoðar félagsins vegna þess að þeim hafði öllum verið sagt upp störfum á þeim forsendum, að fækka þyrfti stúlk- um vegna opnunar sjálfvirkrar stöðvar þar. Að áliti félagsins brutu uppsagnir þessar i bág við lögin um réttindi og skyldur og fengust ógiltar. Stúlkurnar störfuðu allar áfram, þrátt fyrir opnun sjálfvirku stöðvarinnar. Stuttu seinna var svo tekin upp sól- arhringsþjónusta á stöðinni. Skipulag vakta í því sambandi varð nokkurt liita- mál, og kom það að mestu í hlut fé- lagsins, einkum formanns, að finna lausn á þvi og sætta aðila. Stúlkurnar hafa nú allar fengið skipunarbréf. Upp kom ágreiningur út af vöktum Starfsmenn á Keflavíkurflugvelli leituðu til félagsins með ósk um athug- un á öryggi þeirra, með tilliti til raf- losts, er þeir væru að störfum á flug- vellinum. Yar þetta mál athugað af Öryggiseftirliti og Rafmagnseftirliti ríkisins, og að tilhlutan þeirra voru gerðar ýmsar varúðarráðstafanir til aukins öryggis starfsmannanna. I vetur samþykkti Starfsmannaráð, samkvæmt tillögu F. I. S., að stofnunin láti kanna og gera skrá yfir þá fyrr- verandi starfsmenn eða maka þeirra, er taka eftirlaun úr Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins og eftir hvaða launa- flokki þeim væri greitt. Taldi félagið, að mikill misbrestur væri á að lífeyris- þegar nytu þeirra flokkabreytinga, er gerðar væru á fyrri störfum þeirra. Síðastliðið vor endurvöktu nokkrir ungir áhugasamir menn Iþróttafélag símamanna, nú Iþróttafélag Pósts & Síma. Komið var á æfingum í hand- knattleik og knattspyrnu. Félagið tók þátt í firmakeppni K. S. í. í knatt- spyrnu, þar sem það vann sér rétt til að leika í 1. deild firmaliða næsta sumar. Einnig tók það þátt í firmakeppni H. Iv. R. R. i handknattleik og stóð sig þar með prýði. 27. þing Randalags starfsmanna ríkis og bæja var haldið i Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík dagana 21. til 24. júní s.l. Þingið sátu 15 fulltrúar frá F. I. S. Umra'ður á þinginu snerust að mestu um starfsmat og þau undirbúningsverk, talsímakvenna í Hveragerði, sem leit-sem að því hafa verið unnin. uðu aðstoðar f elagsins. Niðurstöður þess máls urðu þær, að samið var um nýja verðskrá og að stúlkurnar fengju leið- réttingu á launagreiðslum aftur í tím- ann, samtals um 120 þúsund kr. Á starfsárinu voru haldnir 30 fundir í framkvæmdastjórn og 6 í Félagsráði, auk annarra funda, sem félagsstjórnin átti með ýmsum aðilum. Fundir í Starfs- mannaráði voru 25. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.