Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1972, Page 6

Símablaðið - 01.01.1972, Page 6
Vinnutími va'ktafólks. Eins og kunnugt er átti vinnutími vakta- vinnufólks að breytast í 40 klst. á viku, frá 1. jan. 1971. Samfara þessari breyt- ingu skyldi vaktafólk fá fasta kaffitíma og vinna, unnin um nætur og helgar, reiknuð þannig að 50 mínútur á vakt jafn- giltu einni klukkustund. Á miðju sumri hugðist póst- og síma- málastjórn koma á breyttum vöktum, í samræmi við þessi ákvæði. Gerðar voru nýjar vaktatöflur fyrir allmarga vinnu- staði, með fyrirmælum um að eftir þeim skyldi unnið. F.f.S. gerði þegar athugasemd við þessa framkvæmd og taldi að samráð bæri að hafa, við starfsmenn og félagið, um breyt- ingar á daglegum vinnutíma. í framhaldi af því voru áðurnefndar vaktatöflur tekn- ar niður og breytingum frestað. Nokkrar viðræður áttu sér stað um vinnutímann en samkomulag náðist ekki, þar sem stofnunin taldi sig ekki hafa heimild til þess að semja um niðurfellingu kaffitíma og styttingu vinnutímans sem því næmi, þrátt fyrir að hún væri því fylgjandi. Félagið taldi það hins vegar for- sendu þess, að samkomulag gæti tekist um breytingar á vöktunum. Sumarbúðamál. Á sl. sumri var ákveðið að byggja fjögur fjölskylduhús á landi félagsins við Apa- vatn. Samið var við Húsasmiðjuna h.f. í Reykjavík um smíði húsanna. Samningar voru undirritaðir 17. september og á verk- inu að vera lokið fyrir 15. apríl n.k. Stað- setning húsanna var ákveðin í samráði við skipulagsarkitekt sl. haust. Þá voru und- irstöður byggðar og var það að miklu leyti gert í sjálfboðaliðsvinnu. Sl. haust voru einnig lagðar allar rafmagnsleiðslur, svo og vatns- og skolpleiðslur. Nú er byrjað að reisa húsin á undirstöðurnar, en þau eru að mestu leyti smíðuð á verkstæði. Húsin verða tekin í notkun á komandi sumri. Sumarbústaðurinn í Vaglaskógi var stækkaður sl. sumar og mikið endurbætt- ur. Lagt var í húsið rafmagn, bæði til ljóss og hita. Einnig var lagt inn rennandi vatn og vatnssalerni sett í það. Þá var einnig lögð skolplögn og útbúin rotþró. Ný húsgögn voru keypt og margs konar annar húsbúnaður. Þessar framkvæmdir hafa gjörbreytt allri aðstöðu í Vaglaskógi og aukið notagildi bústaðarins verulega. Bústaðurinn í Tunguskógi var einnig endurbættur mikið, en þar hafði komið í ljós töluverður fúi. Um leið og lagfær- ingar fóru fram vegna fúans, voru gerðar breytingar á innréttingu hússins. Ný eld- húsinnrétting var smíðuð og raflögn end- urnýjuð. Þá voru nokkrar endurbætur gerðar á bústaðnum í Egilsstaðaskógi. Var húsið m. a. málað og skipt um allar rúmdýnur. 22. maí sl. tók F.Í.S. formlega við húsi sínu í Munaðarnesi og með því bættist fé- laginu fimmti orlofsheimilastaðurinn. Alls voru í orlofshúsum félagsins 52 rúmstæði á síðasta ári og með nýju hús- unum við Apavatn verða þau 80 á kom- andi sumri. Eins og áður, var samið við stofnuriina um að í stað skemmtiferðar fyrir starfs- fólkið, rynni áætlaður kostnaður hennar til sumarbústaðaframkvæmdanna. Hækk- un fékkst á þessu framlagi og var það nú 700 þúsund krónur. Nú hefur fjármálaráðuneytið hins veg- ar tilkynnt að framvegis verði slíkar skemmtiferðir afnumdar, svo og allar greiðslur í þeirra stað. S I MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.